Kjarasamningar halda ef aðrar stéttir hækka ekki úr hófi Sveinn Arnarsson skrifar 1. mars 2017 07:00 SALEK-samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni allavega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. Vísir/Anton Brink Kjarasamningi SA og ASÍ verður ekki sagt upp að sinni þótt forsendur fyrir honum séu brostnar. Það er sameiginlegt mat aðila að heppilegra sé að bíða og sjá hvernig þróunin verður hjá öðrum stéttum á árinu en samningar margra stétta renna út á þessu ári. Það er mat ASÍ og SA að tvær af þremur forsendum kjarasamningsins haldi en ein þeirra sé brostin. Hún snúist um launaþróun annarra hópa á samningstímanum. „Við viljum sýna smá yfirvegun á þessum tímapunkti. Samningurinn er uppsegjanlegur að ári liðnu en við vonum að rammasamkomulag frá árinu 2015 haldi. Nú er boltinn hjá ríki og sveitarfélögum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Varðandi kjararáð þá er það augljós krafa okkar að það rammasamkomulag sem skrifað var undir við hið opinbera eigi einnig við þá sjálfa.“ Þann 27. október 2015 gerðu ASÍ, BSRB, SA, ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg rammasamkomulag um breytt og bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga og sameiginlega launastefnu til ársloka 2018. ASÍ og SA óska þess að menn standi við það samkomulag. „Við gerum ekki kröfu um annað á þessari stundu en að aðilar rammasamkomulagsins frá 2015 standi við gefin loforð. Ef það er gert og launaþróun helst innan þess ramma sem lagt var upp með í upphafi fellur úr gildi uppsagnarákvæði samningsins og hann heldur út árið 2018,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður SA. Ólafur Loftsson, formaður grunnskólakennara, segir ekki hægt að stilla grunnskólakennurum svona upp við vegg. Samninganefnd þeirra semji um laun óháð því hvað aðrar stéttir séu að gera. Þetta samkomulag hafi þannig ekkert að segja þegar grunnskólakennarar semja um sín laun. „Við erum ekki aðilar að rammasamkomulaginu frá 2015 og því hefur þetta ekki áhrif á okkar samningagerð,“ segir Ólafur. „Grunnskólakennarar semja um sín laun við samninganefnd sveitarfélaga án aðkomu ASÍ og SA.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29 Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn. 21. febrúar 2017 06:00 SALEK bjargað fyrir horn en ríkið varað við stöðunni SALEK samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni alla vega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag í dag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. 28. febrúar 2017 19:45 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Kjarasamningi SA og ASÍ verður ekki sagt upp að sinni þótt forsendur fyrir honum séu brostnar. Það er sameiginlegt mat aðila að heppilegra sé að bíða og sjá hvernig þróunin verður hjá öðrum stéttum á árinu en samningar margra stétta renna út á þessu ári. Það er mat ASÍ og SA að tvær af þremur forsendum kjarasamningsins haldi en ein þeirra sé brostin. Hún snúist um launaþróun annarra hópa á samningstímanum. „Við viljum sýna smá yfirvegun á þessum tímapunkti. Samningurinn er uppsegjanlegur að ári liðnu en við vonum að rammasamkomulag frá árinu 2015 haldi. Nú er boltinn hjá ríki og sveitarfélögum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Varðandi kjararáð þá er það augljós krafa okkar að það rammasamkomulag sem skrifað var undir við hið opinbera eigi einnig við þá sjálfa.“ Þann 27. október 2015 gerðu ASÍ, BSRB, SA, ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg rammasamkomulag um breytt og bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga og sameiginlega launastefnu til ársloka 2018. ASÍ og SA óska þess að menn standi við það samkomulag. „Við gerum ekki kröfu um annað á þessari stundu en að aðilar rammasamkomulagsins frá 2015 standi við gefin loforð. Ef það er gert og launaþróun helst innan þess ramma sem lagt var upp með í upphafi fellur úr gildi uppsagnarákvæði samningsins og hann heldur út árið 2018,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður SA. Ólafur Loftsson, formaður grunnskólakennara, segir ekki hægt að stilla grunnskólakennurum svona upp við vegg. Samninganefnd þeirra semji um laun óháð því hvað aðrar stéttir séu að gera. Þetta samkomulag hafi þannig ekkert að segja þegar grunnskólakennarar semja um sín laun. „Við erum ekki aðilar að rammasamkomulaginu frá 2015 og því hefur þetta ekki áhrif á okkar samningagerð,“ segir Ólafur. „Grunnskólakennarar semja um sín laun við samninganefnd sveitarfélaga án aðkomu ASÍ og SA.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29 Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn. 21. febrúar 2017 06:00 SALEK bjargað fyrir horn en ríkið varað við stöðunni SALEK samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni alla vega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag í dag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. 28. febrúar 2017 19:45 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29
Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn. 21. febrúar 2017 06:00
SALEK bjargað fyrir horn en ríkið varað við stöðunni SALEK samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni alla vega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag í dag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. 28. febrúar 2017 19:45