Kjarasamningar halda ef aðrar stéttir hækka ekki úr hófi Sveinn Arnarsson skrifar 1. mars 2017 07:00 SALEK-samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni allavega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. Vísir/Anton Brink Kjarasamningi SA og ASÍ verður ekki sagt upp að sinni þótt forsendur fyrir honum séu brostnar. Það er sameiginlegt mat aðila að heppilegra sé að bíða og sjá hvernig þróunin verður hjá öðrum stéttum á árinu en samningar margra stétta renna út á þessu ári. Það er mat ASÍ og SA að tvær af þremur forsendum kjarasamningsins haldi en ein þeirra sé brostin. Hún snúist um launaþróun annarra hópa á samningstímanum. „Við viljum sýna smá yfirvegun á þessum tímapunkti. Samningurinn er uppsegjanlegur að ári liðnu en við vonum að rammasamkomulag frá árinu 2015 haldi. Nú er boltinn hjá ríki og sveitarfélögum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Varðandi kjararáð þá er það augljós krafa okkar að það rammasamkomulag sem skrifað var undir við hið opinbera eigi einnig við þá sjálfa.“ Þann 27. október 2015 gerðu ASÍ, BSRB, SA, ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg rammasamkomulag um breytt og bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga og sameiginlega launastefnu til ársloka 2018. ASÍ og SA óska þess að menn standi við það samkomulag. „Við gerum ekki kröfu um annað á þessari stundu en að aðilar rammasamkomulagsins frá 2015 standi við gefin loforð. Ef það er gert og launaþróun helst innan þess ramma sem lagt var upp með í upphafi fellur úr gildi uppsagnarákvæði samningsins og hann heldur út árið 2018,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður SA. Ólafur Loftsson, formaður grunnskólakennara, segir ekki hægt að stilla grunnskólakennurum svona upp við vegg. Samninganefnd þeirra semji um laun óháð því hvað aðrar stéttir séu að gera. Þetta samkomulag hafi þannig ekkert að segja þegar grunnskólakennarar semja um sín laun. „Við erum ekki aðilar að rammasamkomulaginu frá 2015 og því hefur þetta ekki áhrif á okkar samningagerð,“ segir Ólafur. „Grunnskólakennarar semja um sín laun við samninganefnd sveitarfélaga án aðkomu ASÍ og SA.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29 Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn. 21. febrúar 2017 06:00 SALEK bjargað fyrir horn en ríkið varað við stöðunni SALEK samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni alla vega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag í dag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. 28. febrúar 2017 19:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Kjarasamningi SA og ASÍ verður ekki sagt upp að sinni þótt forsendur fyrir honum séu brostnar. Það er sameiginlegt mat aðila að heppilegra sé að bíða og sjá hvernig þróunin verður hjá öðrum stéttum á árinu en samningar margra stétta renna út á þessu ári. Það er mat ASÍ og SA að tvær af þremur forsendum kjarasamningsins haldi en ein þeirra sé brostin. Hún snúist um launaþróun annarra hópa á samningstímanum. „Við viljum sýna smá yfirvegun á þessum tímapunkti. Samningurinn er uppsegjanlegur að ári liðnu en við vonum að rammasamkomulag frá árinu 2015 haldi. Nú er boltinn hjá ríki og sveitarfélögum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Varðandi kjararáð þá er það augljós krafa okkar að það rammasamkomulag sem skrifað var undir við hið opinbera eigi einnig við þá sjálfa.“ Þann 27. október 2015 gerðu ASÍ, BSRB, SA, ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg rammasamkomulag um breytt og bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga og sameiginlega launastefnu til ársloka 2018. ASÍ og SA óska þess að menn standi við það samkomulag. „Við gerum ekki kröfu um annað á þessari stundu en að aðilar rammasamkomulagsins frá 2015 standi við gefin loforð. Ef það er gert og launaþróun helst innan þess ramma sem lagt var upp með í upphafi fellur úr gildi uppsagnarákvæði samningsins og hann heldur út árið 2018,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður SA. Ólafur Loftsson, formaður grunnskólakennara, segir ekki hægt að stilla grunnskólakennurum svona upp við vegg. Samninganefnd þeirra semji um laun óháð því hvað aðrar stéttir séu að gera. Þetta samkomulag hafi þannig ekkert að segja þegar grunnskólakennarar semja um sín laun. „Við erum ekki aðilar að rammasamkomulaginu frá 2015 og því hefur þetta ekki áhrif á okkar samningagerð,“ segir Ólafur. „Grunnskólakennarar semja um sín laun við samninganefnd sveitarfélaga án aðkomu ASÍ og SA.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29 Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn. 21. febrúar 2017 06:00 SALEK bjargað fyrir horn en ríkið varað við stöðunni SALEK samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni alla vega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag í dag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. 28. febrúar 2017 19:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29
Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn. 21. febrúar 2017 06:00
SALEK bjargað fyrir horn en ríkið varað við stöðunni SALEK samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni alla vega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag í dag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. 28. febrúar 2017 19:45