Mike Pence notaði einkavefþjón fyrir tölvupósta sína sem ríkisstjóri Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2017 10:16 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, notaðist við einkavefþjón fyrir tölvupósta sína þegar hann var ríkisstjóri Indiana. Á tímum ræddi hann viðkvæm mál og jafnvel öryggismál, sem flokkuð eru sem viðkvæm, í tölvupóstum.Dagblaðið Indianapolis Star hefur farið yfir fjölda tölvupósta úr AOL pósthólfi Pence og fundið þar, meðal annars, samskipti ríkisstjórans fyrrverandi og Alríkislögreglunnar um handtökur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Sérfræðingar segja fyrirkomulag Pence vekja upp spurningar um hvort að viðkvæm gögn hafi varin nægjanlega gegn tölvuþrjótum. Ljóst er að pósthólf Pence varð fyrir tölvuárás síðasta sumar. Allir á tenglaskrá Pence fengu tölvupóst frá honum, en í honum stóð að ríkisstjórinn og eiginkona hans væru föst í Filippseyjum og þyrftu nauðsynlega á peningum að halda til að komast heim. Talsmaður Pence, Marc Lotter, segir að hann hafi ekki notast við pósthólfið frá því að hann varð varaforseti Bandaríkjanna. Enn fremur hafi hann fengið utanaðkomandi aðila til að fara yfir tölvupósta í AOL pósthólfinu þegar hann hætti sem ríkisstjóri. Sá aðili hafi séð til þess að allir tölvupóstar sem tengdust opinberum málum yrðu sendir til ríkisins og skráðir sem opinber gögn.Pence og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndu Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, harðlega vegna einkavefþjóns hennar þegar hún var utanríkisráðherra.Lotter segir fyrirkomulag Pence og Clinton ekki sambærilegt, meðal annars þar sem Pence hafi ekki meðhöndlað leyndarmál ríkisins eins og hún.Indianapolis Star fékk um 30 blaðsíður af tölvupóstum Pence frá núverandi ríkisstjóra Indiana, sem neitaði þó að afhenda ótilgreindan fjölda pósta þar sem þeir væru trúnaðarmál, eða of viðkvæmir til að verða opinberir. Sérfræðingar sem miðillinn ræddi við segja líklegt að pósthólf Pence hafi verið alveg jafn óöruggt og pósthólf Clinton. Ekki er vitað til þess að pósthólf Clinton hafi orðið fyrir tölvuárás. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, notaðist við einkavefþjón fyrir tölvupósta sína þegar hann var ríkisstjóri Indiana. Á tímum ræddi hann viðkvæm mál og jafnvel öryggismál, sem flokkuð eru sem viðkvæm, í tölvupóstum.Dagblaðið Indianapolis Star hefur farið yfir fjölda tölvupósta úr AOL pósthólfi Pence og fundið þar, meðal annars, samskipti ríkisstjórans fyrrverandi og Alríkislögreglunnar um handtökur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Sérfræðingar segja fyrirkomulag Pence vekja upp spurningar um hvort að viðkvæm gögn hafi varin nægjanlega gegn tölvuþrjótum. Ljóst er að pósthólf Pence varð fyrir tölvuárás síðasta sumar. Allir á tenglaskrá Pence fengu tölvupóst frá honum, en í honum stóð að ríkisstjórinn og eiginkona hans væru föst í Filippseyjum og þyrftu nauðsynlega á peningum að halda til að komast heim. Talsmaður Pence, Marc Lotter, segir að hann hafi ekki notast við pósthólfið frá því að hann varð varaforseti Bandaríkjanna. Enn fremur hafi hann fengið utanaðkomandi aðila til að fara yfir tölvupósta í AOL pósthólfinu þegar hann hætti sem ríkisstjóri. Sá aðili hafi séð til þess að allir tölvupóstar sem tengdust opinberum málum yrðu sendir til ríkisins og skráðir sem opinber gögn.Pence og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndu Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, harðlega vegna einkavefþjóns hennar þegar hún var utanríkisráðherra.Lotter segir fyrirkomulag Pence og Clinton ekki sambærilegt, meðal annars þar sem Pence hafi ekki meðhöndlað leyndarmál ríkisins eins og hún.Indianapolis Star fékk um 30 blaðsíður af tölvupóstum Pence frá núverandi ríkisstjóra Indiana, sem neitaði þó að afhenda ótilgreindan fjölda pósta þar sem þeir væru trúnaðarmál, eða of viðkvæmir til að verða opinberir. Sérfræðingar sem miðillinn ræddi við segja líklegt að pósthólf Pence hafi verið alveg jafn óöruggt og pósthólf Clinton. Ekki er vitað til þess að pósthólf Clinton hafi orðið fyrir tölvuárás.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira