Trump kynnir nýja ferðabannstilskipun í dag Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2017 12:52 Donald Trump. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti mun í dag skrifa undir nýja forsetatilskipun sem er ætlað að koma í stað ferðabannstilskipunarinnar sem bandarískir dómstólar felldu úr gildi í síðasta mánuði. Fyrri tilskipun bannaði ríkisborgurum frá Írak, Sýrlandi, Súdan, Íran, Sómalíu, Líbíu og Jemen að ferðast til Bandaríkjanna næstu níutíu dagana. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því morgun að stærsta breytingin með nýju tilskipuninni sé að hún nái ekki til írakskra ríkisborgara og fari vægari höndum um ríkisborgara þeirra ríkja sem tilskipunin nær til og hafa þegar fengið samþykkta vegabréfsáritun og öðlast atvinnuréttindi í landinu. Aðalráðgjafi Trump, Steve Bannon, Jared Kushner, tengdasonur Trump, og starfsmenn í bandaríska dómsmálaráðuneytinu hafa unnið saman að því síðustu daga að fínpússa tilskipunina. Fyrri tilskipun kom í veg fyrir að flóttamenn gætu sótt um hæli í Bandaríkjunum næstu 120 daga. Þá yrðu öllum sýrlenskum flóttamönnum meinuð innganga ótímabundið. Tilskipunin olli mikilli ringulreið á flugvöllum víða um heim og var henni harðlega mótmælt. Alríkisdómari dæmdi síðar að tilskipunin stríddi gegn stjórnarskrá landsins. Trump sagðist þá ætla að fara með málið alla leið til hæstaréttar landsins, en hætti að lokum við og sagðist ætla að skrifa undir breytta tilskipun.Uppfært 14:50: Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, segir í samtali við Fox News að Trump muni skrifa undir tilskipunina síðar í dag. Bannið muni taka gildi 16. mars næstkomandi. Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun í dag skrifa undir nýja forsetatilskipun sem er ætlað að koma í stað ferðabannstilskipunarinnar sem bandarískir dómstólar felldu úr gildi í síðasta mánuði. Fyrri tilskipun bannaði ríkisborgurum frá Írak, Sýrlandi, Súdan, Íran, Sómalíu, Líbíu og Jemen að ferðast til Bandaríkjanna næstu níutíu dagana. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því morgun að stærsta breytingin með nýju tilskipuninni sé að hún nái ekki til írakskra ríkisborgara og fari vægari höndum um ríkisborgara þeirra ríkja sem tilskipunin nær til og hafa þegar fengið samþykkta vegabréfsáritun og öðlast atvinnuréttindi í landinu. Aðalráðgjafi Trump, Steve Bannon, Jared Kushner, tengdasonur Trump, og starfsmenn í bandaríska dómsmálaráðuneytinu hafa unnið saman að því síðustu daga að fínpússa tilskipunina. Fyrri tilskipun kom í veg fyrir að flóttamenn gætu sótt um hæli í Bandaríkjunum næstu 120 daga. Þá yrðu öllum sýrlenskum flóttamönnum meinuð innganga ótímabundið. Tilskipunin olli mikilli ringulreið á flugvöllum víða um heim og var henni harðlega mótmælt. Alríkisdómari dæmdi síðar að tilskipunin stríddi gegn stjórnarskrá landsins. Trump sagðist þá ætla að fara með málið alla leið til hæstaréttar landsins, en hætti að lokum við og sagðist ætla að skrifa undir breytta tilskipun.Uppfært 14:50: Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, segir í samtali við Fox News að Trump muni skrifa undir tilskipunina síðar í dag. Bannið muni taka gildi 16. mars næstkomandi.
Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53