Fjölmiðlar birta myndband sem talið er að sýni morðið á Kim Jong-nam Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 07:41 Frá vettvangi morðsins á flugvellinum í Kuala Lumpur. vísir/epa Japönsk sjónvarpsstöð hefur birt myndband sem talið er að sýni morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Tvær konur réðust á Jong-nam á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur í Malasíu á mánudaginn í síðustu viku en talið er að þær hafi spreyjað eiturefnum í andlitið á honum. Jong-nam, sem bjó lengst af erlendis, lést í sjúkrabíl á leiðinni á spítala en grunur leikur á að morðið sé runnið undan rifjum yfirvalda í Norður-Kóreu. Fjórir eru í haldi vegna morðsins, indónesísk kona, malasískur karlmaður, víetnömsk kona og norður-kóreskur karlmaður. Greint var frá því fyrir helgi að indónesíska konan hélt að hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, sýnir tvö sjónarhorn á árásinni sem leiddi til dauða Jong-nam. Það er úr eftirlitsmyndavélum á flugvellinum og á því sést hvar kona ræðst aftan að manni sem talið er að sé Jong-nam. Konan virðist setja hendurnar yfir andlitið á honum og labba síðan í burtu auk þess sem önnur kona sést fara af vettvangi. Þá sést líka hvar Jong-nam, klæddur í bláa skyrtu og gráan jakka, skjögrar um flugvöllinn þar sem hann reynir að þurrka sér í framan og biðja um aðstoð frá starfsfólki flugvallarins. Hér að neðan má sjá myndbandið eins og það er birt á vef breska dagblaðsins The Guardian en rétt er að vara viðkvæma við því. Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Lögreglan telur stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa skipulagt morðið Fjórir Norður-Kóreumenn flúðu frá Malasíu daginn sem fregnir bárust af því að hálfbróðir leiðtogans Kim Jong Un hafi verið myrtur í landinu. 19. febrúar 2017 11:22 Fjórða handtakan vegna morðsins á Kim Jong-nam Malasíska lögreglan handtók í gærkvöldi norðurkóreskan ríkisborgara í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherrans Kim Jong-un. 18. febrúar 2017 09:48 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Japönsk sjónvarpsstöð hefur birt myndband sem talið er að sýni morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Tvær konur réðust á Jong-nam á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur í Malasíu á mánudaginn í síðustu viku en talið er að þær hafi spreyjað eiturefnum í andlitið á honum. Jong-nam, sem bjó lengst af erlendis, lést í sjúkrabíl á leiðinni á spítala en grunur leikur á að morðið sé runnið undan rifjum yfirvalda í Norður-Kóreu. Fjórir eru í haldi vegna morðsins, indónesísk kona, malasískur karlmaður, víetnömsk kona og norður-kóreskur karlmaður. Greint var frá því fyrir helgi að indónesíska konan hélt að hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, sýnir tvö sjónarhorn á árásinni sem leiddi til dauða Jong-nam. Það er úr eftirlitsmyndavélum á flugvellinum og á því sést hvar kona ræðst aftan að manni sem talið er að sé Jong-nam. Konan virðist setja hendurnar yfir andlitið á honum og labba síðan í burtu auk þess sem önnur kona sést fara af vettvangi. Þá sést líka hvar Jong-nam, klæddur í bláa skyrtu og gráan jakka, skjögrar um flugvöllinn þar sem hann reynir að þurrka sér í framan og biðja um aðstoð frá starfsfólki flugvallarins. Hér að neðan má sjá myndbandið eins og það er birt á vef breska dagblaðsins The Guardian en rétt er að vara viðkvæma við því.
Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Lögreglan telur stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa skipulagt morðið Fjórir Norður-Kóreumenn flúðu frá Malasíu daginn sem fregnir bárust af því að hálfbróðir leiðtogans Kim Jong Un hafi verið myrtur í landinu. 19. febrúar 2017 11:22 Fjórða handtakan vegna morðsins á Kim Jong-nam Malasíska lögreglan handtók í gærkvöldi norðurkóreskan ríkisborgara í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherrans Kim Jong-un. 18. febrúar 2017 09:48 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00
Lögreglan telur stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa skipulagt morðið Fjórir Norður-Kóreumenn flúðu frá Malasíu daginn sem fregnir bárust af því að hálfbróðir leiðtogans Kim Jong Un hafi verið myrtur í landinu. 19. febrúar 2017 11:22
Fjórða handtakan vegna morðsins á Kim Jong-nam Malasíska lögreglan handtók í gærkvöldi norðurkóreskan ríkisborgara í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherrans Kim Jong-un. 18. febrúar 2017 09:48