Trump full alvara með að vísa fólki úr landi Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti ásamt John Kelly heimavarnaráðherra, en ráðuneyti hans hefur sent frá sér tvö minnisblöð um óskráða innflytjendur og brottrekstur þeirra úr landi. Brottvísunum hefur verið forgangsraðað. Nordicphotos/AFP Á þriðjudaginn birti bandaríska heimavarnaráðuneytið tvö minnisblöð um væntanlegar aðgerðir gagnvart ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Minnisblöðin sýna að Donald Trump forseta var full alvara þegar hann sagðist ætla að vísa milljónum slíkra úr landi. Hann er þegar tekinn til við að undirbúa framkvæmdina. Birting minnisblaðanna tveggja kemur nokkrum dögum eftir að drögum að minnisblaði var lekið til fjölmiðla, þar sem fram kom að ráða ætti tugi þúsunda manna til þess meðal annars að smala saman innflytjendum og reka úr landi. Ráðuneytið sagði þessi drög vera ófullburða, en margt í þeim snýr aftur í minnisblöðunum tveimur sem birt voru á þriðjudag. Í þessum minnisblöðunum kemur fram að væntanlegum aðgerðum er beint gegn „fjarlægjanlegum“ eða „brottvísanlegum“ innflytjendum. „Removable“ er enska orðið. Þessum brottvísanlegu innflytjendum er síðan forgangsraðað eftir hópum, þannig að efstir á brottvísunarlistanum séu þeir sem hafa hlotið dóm fyrir afbrot, þar næst komi þeir sem hafa verið ákærðir fyrir afbrot en máli þeirra sé ólokið, en það þýðir væntanlega að ekki sé búið að sanna brotið þannig að hinn ákærði gæti vel verið saklaus. Næst komi svo þeir sem hafa gert eitthvað, sem hægt væri að ákæra þá fyrir – án þess að tilgreint sé hver eigi að staðfesta þann glæp áður en búið er að ákæra, hvað þá dæma í málinu. Neðst á þessum lista eru þeir sem fulltrúi innflytjendastofnunar telur að hætta geti stafað af. Óskráðir innflytjendur í Bandaríkjunum skipta milljónum og margir þeirra eru nú farnir að verða uggandi um sinn hag. Samkvæmt frásögn The New York Times eru sumir þeirra hættir að fara í búðir, sumir þora hvorki í skólann né að fara til læknis. Sumir eru jafnvel hættir að keyra bíl af ótta við að það geti kostað þá brottflutning úr landi verði þeir stöðvaðir af lögreglu. Jafnvel þótt það sé ekki vegna annars en að afturljósið sé bilað. „Þeir geta verið að bíða eftir okkur hvar sem er. Á hverju götuhorni,“ hefur blaðið eftir Meli, 37 ára konu frá El Salvador sem búið hefur í Los Angeles í tólf ár. „Ég vil ekki fara út í búð eða í kirkju. Þeir eru að leita alls staðar og þeir vita hvar þeir finna okkur,“ segir hún. Alls eru rúmlega ellefu milljónir óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum. Trump hefur fullyrt að tvær eða jafnvel þrjár milljónir hafi framið afbrot og þeim eigi því að vísa úr landi. Óljóst er reyndar hvaðan hann fékk þær tölur, en opinberar tölur tala um að 1,9 milljónir innflytjenda hafi framið afbrot, en inni í þeirri tölu eru bæði óskráðir og skráðir innflytjendur.Trump lýgur daglegaBandaríska dagblaðið Washington Post fylgist grannt með orðum og gjörðum Trumps, og heldur meðal annars úti síðu þar sem tínd eru saman öll ummæli forsetans sem talist geta lygar eða rangfærslur. Þar kemur fram að á fyrstu 35 dögum sínum í embætti lét Trump frá sér fara 133 rangar eða villandi yfirlýsingar. Enginn dagur leið án þess að hann færi ekki einhvers staðar með rangt mál. Flestar rangfærslnanna snúast um innflytjendur, eða 24 samtals. Næst flestar snúa að æviferli hans sjálfs, eða 18, og atvinnumálum, 17. Flestar slíkar yfirlýsingar, sem fara þvert gegn eða á svig við sannleikann, komu frá honum fimmtudaginn 16. febrúar, sem var 28. dagur hans í embætti, eða 21 talsins. Næstflestar eru frá miðvikudeginum 25. janúar, þegar þær voru 13 talsins, en það var sjötti dagur Trumps í embættinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Á þriðjudaginn birti bandaríska heimavarnaráðuneytið tvö minnisblöð um væntanlegar aðgerðir gagnvart ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Minnisblöðin sýna að Donald Trump forseta var full alvara þegar hann sagðist ætla að vísa milljónum slíkra úr landi. Hann er þegar tekinn til við að undirbúa framkvæmdina. Birting minnisblaðanna tveggja kemur nokkrum dögum eftir að drögum að minnisblaði var lekið til fjölmiðla, þar sem fram kom að ráða ætti tugi þúsunda manna til þess meðal annars að smala saman innflytjendum og reka úr landi. Ráðuneytið sagði þessi drög vera ófullburða, en margt í þeim snýr aftur í minnisblöðunum tveimur sem birt voru á þriðjudag. Í þessum minnisblöðunum kemur fram að væntanlegum aðgerðum er beint gegn „fjarlægjanlegum“ eða „brottvísanlegum“ innflytjendum. „Removable“ er enska orðið. Þessum brottvísanlegu innflytjendum er síðan forgangsraðað eftir hópum, þannig að efstir á brottvísunarlistanum séu þeir sem hafa hlotið dóm fyrir afbrot, þar næst komi þeir sem hafa verið ákærðir fyrir afbrot en máli þeirra sé ólokið, en það þýðir væntanlega að ekki sé búið að sanna brotið þannig að hinn ákærði gæti vel verið saklaus. Næst komi svo þeir sem hafa gert eitthvað, sem hægt væri að ákæra þá fyrir – án þess að tilgreint sé hver eigi að staðfesta þann glæp áður en búið er að ákæra, hvað þá dæma í málinu. Neðst á þessum lista eru þeir sem fulltrúi innflytjendastofnunar telur að hætta geti stafað af. Óskráðir innflytjendur í Bandaríkjunum skipta milljónum og margir þeirra eru nú farnir að verða uggandi um sinn hag. Samkvæmt frásögn The New York Times eru sumir þeirra hættir að fara í búðir, sumir þora hvorki í skólann né að fara til læknis. Sumir eru jafnvel hættir að keyra bíl af ótta við að það geti kostað þá brottflutning úr landi verði þeir stöðvaðir af lögreglu. Jafnvel þótt það sé ekki vegna annars en að afturljósið sé bilað. „Þeir geta verið að bíða eftir okkur hvar sem er. Á hverju götuhorni,“ hefur blaðið eftir Meli, 37 ára konu frá El Salvador sem búið hefur í Los Angeles í tólf ár. „Ég vil ekki fara út í búð eða í kirkju. Þeir eru að leita alls staðar og þeir vita hvar þeir finna okkur,“ segir hún. Alls eru rúmlega ellefu milljónir óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum. Trump hefur fullyrt að tvær eða jafnvel þrjár milljónir hafi framið afbrot og þeim eigi því að vísa úr landi. Óljóst er reyndar hvaðan hann fékk þær tölur, en opinberar tölur tala um að 1,9 milljónir innflytjenda hafi framið afbrot, en inni í þeirri tölu eru bæði óskráðir og skráðir innflytjendur.Trump lýgur daglegaBandaríska dagblaðið Washington Post fylgist grannt með orðum og gjörðum Trumps, og heldur meðal annars úti síðu þar sem tínd eru saman öll ummæli forsetans sem talist geta lygar eða rangfærslur. Þar kemur fram að á fyrstu 35 dögum sínum í embætti lét Trump frá sér fara 133 rangar eða villandi yfirlýsingar. Enginn dagur leið án þess að hann færi ekki einhvers staðar með rangt mál. Flestar rangfærslnanna snúast um innflytjendur, eða 24 samtals. Næst flestar snúa að æviferli hans sjálfs, eða 18, og atvinnumálum, 17. Flestar slíkar yfirlýsingar, sem fara þvert gegn eða á svig við sannleikann, komu frá honum fimmtudaginn 16. febrúar, sem var 28. dagur hans í embætti, eða 21 talsins. Næstflestar eru frá miðvikudeginum 25. janúar, þegar þær voru 13 talsins, en það var sjötti dagur Trumps í embættinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira