Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2017 10:30 Kim Jong Nam, hálfbróðir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, var myrtur með VX-taugaeitri. Nam var myrtur þann 13. febrúar þegar tvær konur veittust að honum á flugvellinum í Kuala Lumpur. Önnur hélt fyrir augu hans á meðan hin úðaði efninu framan í hann. Morðið náðist á öryggismyndavélar flugvallarins. Kim Jong Nam er talinn hafa verið myrtur af útsendurum Norður-Kóreu. VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist og er skilgreint af Sameinuðu þjóðunum sem gereyðingarvopn. Yfirvöld í Malasíu rannsaka nú hvort að eitrið hafi verið flutt til landsins eða framleitt þar. Sérfræðingar verða fengnir til að afeitra flugvöllinn þar sem VX-taugaeitrið eyðist ekki á skömmum tíma. Leifar af því geta verið til staðar um langt skeið.VX, the banned nerve agent used to kill Kim Jong-Nam, is one of the deadliest chemical agents ever manufactured https://t.co/c19E3R7RL9 pic.twitter.com/dflpfgHI99— AFP news agency (@AFP) February 24, 2017 Samkvæmt Guardian hafa einungis Bandaríkin og Rússland sagst eiga birgðir af VX-taugaeitri. Saddam Hussein var grunaður um að beita því í stríði Írak við íran og óttast var að birgðir af því væru til í Sýrlandi. Yfirvöld í Norður-Kóreu eru talin sitja á stærstu efnavopnabirgðum heimsins og er eitt af sex ríkjum sem hafa ekki skrifað undir samning Sameinuðu þjóðanna um efnavopn. Hann varðar bann við þróun, framleiðslu söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra. Sérfræðingur sem Guardian ræddi við segir ólíklegt að morðingjarnir hefðu úðað hreinu VX-taugaeitri framan í Kim Jong Nam, þar sem gufurnar hefðu einnig gengið af þeim dauðum. Líklegra væri að notast hefði verið við tvo vökva sem myndi VX þegar þeir blandast saman.Sjá einnig: Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Yfirvöld í Norður-Kóreu eru reið yfir því að krufning hafi verið framkvæmd á líki Kim Jong Nam og það hafi ekki strax verið flutt til sendiráðs Norður-Kóreu þar sem til stóð að brenna það. Í frétt á ríkismiðli Norður-Kóreu segir að yfirvöld landsins hafi staðfest að „ríkisborgari Norður-Kóreu“, eins og hann er kallaður, hafi dáið vegna hjartaáfalls. Þá hafi íhaldssamir fréttamiðlar í Suður-Kóreu birt falsfrétt um að eitrað hefði verið fyrir manninum. „Norður-Kórea mun ekki leyfa neinum að skaða ímynd þessa virðulega og sjálfstæða ríkis og kjarnorkuveldis og mun komast að hinu sanna í þessu máli. Ríkið mun fylgjast með viðhorfi Malasíu í framtíðinni,“ segir í fréttinni. Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Kim Jong-nam var óttasleginn og vænisjúkur áður en hann dó Kim Jong-nam var seinustu ár óttasleginn og vænisjúkur, í felum frá einræðisstjórn Norður-Kóreu sem hálfbróðir hans, Kim Jong-un stýrir. 21. febrúar 2017 13:22 Reyndu að brjótast inn í líkhúsið þar sem lík Kim Jong-nam er 22. febrúar 2017 11:12 Leita að sendiráðsstarfsmanni í tengslum við morðið á Kim Jong-nam Yfirvöld í Malasíu hafa óskað eftir aðstoða yfirvalda í Norður-Kóreu við það að hafa uppi á sendiráðsstarfsmanni Norður-Kóreu í Kuala Lumpur í tengslum við morðið á Kim Jong-nam. 22. febrúar 2017 07:30 Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Segja yfirvöld í Malasíu bera ábyrgð á dauða Kim Jong-nam Í frétt á KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu segir að Malasía beri ábyrgð á dauða norður-kóresk ríkisborgara. 23. febrúar 2017 08:37 Lögreglan telur stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa skipulagt morðið Fjórir Norður-Kóreumenn flúðu frá Malasíu daginn sem fregnir bárust af því að hálfbróðir leiðtogans Kim Jong Un hafi verið myrtur í landinu. 19. febrúar 2017 11:22 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Sjá meira
Kim Jong Nam, hálfbróðir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, var myrtur með VX-taugaeitri. Nam var myrtur þann 13. febrúar þegar tvær konur veittust að honum á flugvellinum í Kuala Lumpur. Önnur hélt fyrir augu hans á meðan hin úðaði efninu framan í hann. Morðið náðist á öryggismyndavélar flugvallarins. Kim Jong Nam er talinn hafa verið myrtur af útsendurum Norður-Kóreu. VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist og er skilgreint af Sameinuðu þjóðunum sem gereyðingarvopn. Yfirvöld í Malasíu rannsaka nú hvort að eitrið hafi verið flutt til landsins eða framleitt þar. Sérfræðingar verða fengnir til að afeitra flugvöllinn þar sem VX-taugaeitrið eyðist ekki á skömmum tíma. Leifar af því geta verið til staðar um langt skeið.VX, the banned nerve agent used to kill Kim Jong-Nam, is one of the deadliest chemical agents ever manufactured https://t.co/c19E3R7RL9 pic.twitter.com/dflpfgHI99— AFP news agency (@AFP) February 24, 2017 Samkvæmt Guardian hafa einungis Bandaríkin og Rússland sagst eiga birgðir af VX-taugaeitri. Saddam Hussein var grunaður um að beita því í stríði Írak við íran og óttast var að birgðir af því væru til í Sýrlandi. Yfirvöld í Norður-Kóreu eru talin sitja á stærstu efnavopnabirgðum heimsins og er eitt af sex ríkjum sem hafa ekki skrifað undir samning Sameinuðu þjóðanna um efnavopn. Hann varðar bann við þróun, framleiðslu söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra. Sérfræðingur sem Guardian ræddi við segir ólíklegt að morðingjarnir hefðu úðað hreinu VX-taugaeitri framan í Kim Jong Nam, þar sem gufurnar hefðu einnig gengið af þeim dauðum. Líklegra væri að notast hefði verið við tvo vökva sem myndi VX þegar þeir blandast saman.Sjá einnig: Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Yfirvöld í Norður-Kóreu eru reið yfir því að krufning hafi verið framkvæmd á líki Kim Jong Nam og það hafi ekki strax verið flutt til sendiráðs Norður-Kóreu þar sem til stóð að brenna það. Í frétt á ríkismiðli Norður-Kóreu segir að yfirvöld landsins hafi staðfest að „ríkisborgari Norður-Kóreu“, eins og hann er kallaður, hafi dáið vegna hjartaáfalls. Þá hafi íhaldssamir fréttamiðlar í Suður-Kóreu birt falsfrétt um að eitrað hefði verið fyrir manninum. „Norður-Kórea mun ekki leyfa neinum að skaða ímynd þessa virðulega og sjálfstæða ríkis og kjarnorkuveldis og mun komast að hinu sanna í þessu máli. Ríkið mun fylgjast með viðhorfi Malasíu í framtíðinni,“ segir í fréttinni.
Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Kim Jong-nam var óttasleginn og vænisjúkur áður en hann dó Kim Jong-nam var seinustu ár óttasleginn og vænisjúkur, í felum frá einræðisstjórn Norður-Kóreu sem hálfbróðir hans, Kim Jong-un stýrir. 21. febrúar 2017 13:22 Reyndu að brjótast inn í líkhúsið þar sem lík Kim Jong-nam er 22. febrúar 2017 11:12 Leita að sendiráðsstarfsmanni í tengslum við morðið á Kim Jong-nam Yfirvöld í Malasíu hafa óskað eftir aðstoða yfirvalda í Norður-Kóreu við það að hafa uppi á sendiráðsstarfsmanni Norður-Kóreu í Kuala Lumpur í tengslum við morðið á Kim Jong-nam. 22. febrúar 2017 07:30 Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Segja yfirvöld í Malasíu bera ábyrgð á dauða Kim Jong-nam Í frétt á KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu segir að Malasía beri ábyrgð á dauða norður-kóresk ríkisborgara. 23. febrúar 2017 08:37 Lögreglan telur stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa skipulagt morðið Fjórir Norður-Kóreumenn flúðu frá Malasíu daginn sem fregnir bárust af því að hálfbróðir leiðtogans Kim Jong Un hafi verið myrtur í landinu. 19. febrúar 2017 11:22 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Sjá meira
Kim Jong-nam var óttasleginn og vænisjúkur áður en hann dó Kim Jong-nam var seinustu ár óttasleginn og vænisjúkur, í felum frá einræðisstjórn Norður-Kóreu sem hálfbróðir hans, Kim Jong-un stýrir. 21. febrúar 2017 13:22
Leita að sendiráðsstarfsmanni í tengslum við morðið á Kim Jong-nam Yfirvöld í Malasíu hafa óskað eftir aðstoða yfirvalda í Norður-Kóreu við það að hafa uppi á sendiráðsstarfsmanni Norður-Kóreu í Kuala Lumpur í tengslum við morðið á Kim Jong-nam. 22. febrúar 2017 07:30
Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00
Segja yfirvöld í Malasíu bera ábyrgð á dauða Kim Jong-nam Í frétt á KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu segir að Malasía beri ábyrgð á dauða norður-kóresk ríkisborgara. 23. febrúar 2017 08:37
Lögreglan telur stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa skipulagt morðið Fjórir Norður-Kóreumenn flúðu frá Malasíu daginn sem fregnir bárust af því að hálfbróðir leiðtogans Kim Jong Un hafi verið myrtur í landinu. 19. febrúar 2017 11:22