Draumabyrjun Stjörnukvenna skóp sigurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2017 06:30 Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, býr sig undir að lyfta Coca Cola-bikarnum sem liðið vann annað árið í röð. vísir/andri marinó Stórkostleg byrjun Stjörnunnar lagði grunninn að sigrinum á Fram, 19-18, og öðrum bikarmeistaratitli Garðbæinga í röð. Stjörnukonur voru tilbúnar strax frá upphafsflauti á meðan Framkonur sáu sér ekki fært að byrja leikinn fyrr en eftir 20 mínútur. Stjarnan spilaði frábæra vörn í byrjun leiks og fyrir aftan hana var Hafdís Renötudóttir í miklum ham. Hún varði sex af fyrstu sjö skotunum sem hún fékk á sig, þar af fjögur frá Ragnheiði Júlíusdóttur. Hafdís kom til Stjörnunnar frá Fram fyrir tímabilið og reyndist sínum gömlu félögum óþægur ljár í þúfu í Höllinni. Stjarnan keyrði stíft á Fram í upphafi leiks og það skilaði einföldum mörkum. Eftir 18 mínútna leik var staðan orðin 11-3 og staða Stjörnunnar afar vænleg. „Ég hef aldrei spilað jafn geðveika vörn og fyrstu tíu mínúturnar. Það voru allir á tánum,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir sem var frábær í vörn Stjörnunnar og skoraði auk þess sex mörk, þar af sigurmarkið þegar mínúta var eftir.Algjör viðsnúningur Það var kannski eins gott að Stjarnan byrjaði leikinn jafn vel og hún gerði því liðið var í ævintýralegum vandræðum í sókninni síðustu 42 mínútur leiksins. Stjörnukonur skoruðu 11 mörk á fyrstu 18 mínútum leiksins en bara sjö eftir það. Á sama tíma vaknaði Framliðið til lífsins; þétti vörnina, Guðrún Ósk Maríasdóttir fór að verja og Ragnheiður snögghitnaði í sókninni. Hún skoraði aðeins eitt mark úr fyrstu sjö skotunum sínum en næstu fimm skot fóru í markið. Fram minnkaði muninn í fjögur mörk fyrir hálfleik, 13-9, og jafnaði metin í 17-17 þegar 10 mínútur voru til leiksloka. „Við byrjuðum leikinn hræðilega og gerðum ekki neitt eins og við ætluðum okkur að gera en náum að koma til baka sem sýnir ógeðslega mikið hvað við erum góðar,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, sem var að venju öflug í vörninni og skoraði auk þess fjögur mörk af línunni. Síðustu 10 mínútur leiksins voru taugar leikmanna þandar til hins ýtrasta. Helena Rut kom Stjörnunni yfir en Steinunn jafnaði. Helena Rut kom Stjörnunni svo aftur yfir, 19-18. Fram fékk tvær sóknir til að jafna metin. Þær enduðu báðar með skotum frá Ragnheiði; Hafdís varði annað þeirra en hitt fór framhjá þegar 20 sekúndur voru eftir.Öll eggin í sömu körfunni Stefán Arnarson, þjálfari Fram, setti öll eggin í körfu Ragnheiðar sem virtist vera með frjálst skotleyfi. Hún tók 23 skot í leiknum (og skoraði sjö mörk), allir hinir leikmenn Fram tóku samtals 26 skot. Ragnheiði var þó að vissu leyti vorkunn því hinir útileikmenn Fram horfðu varla á markið á lokakaflanum. „Við fáum bara 18 mörk á okkur sem hefur ekki oft tekist í vetur og sem betur fer náum við því í bikarúrslitaleik. Hafdís var líka frábær fyrir aftan okkur og við unnum vel saman,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, sem lyfti bikarnum í leikslok. Olís-deild kvenna Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Stórkostleg byrjun Stjörnunnar lagði grunninn að sigrinum á Fram, 19-18, og öðrum bikarmeistaratitli Garðbæinga í röð. Stjörnukonur voru tilbúnar strax frá upphafsflauti á meðan Framkonur sáu sér ekki fært að byrja leikinn fyrr en eftir 20 mínútur. Stjarnan spilaði frábæra vörn í byrjun leiks og fyrir aftan hana var Hafdís Renötudóttir í miklum ham. Hún varði sex af fyrstu sjö skotunum sem hún fékk á sig, þar af fjögur frá Ragnheiði Júlíusdóttur. Hafdís kom til Stjörnunnar frá Fram fyrir tímabilið og reyndist sínum gömlu félögum óþægur ljár í þúfu í Höllinni. Stjarnan keyrði stíft á Fram í upphafi leiks og það skilaði einföldum mörkum. Eftir 18 mínútna leik var staðan orðin 11-3 og staða Stjörnunnar afar vænleg. „Ég hef aldrei spilað jafn geðveika vörn og fyrstu tíu mínúturnar. Það voru allir á tánum,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir sem var frábær í vörn Stjörnunnar og skoraði auk þess sex mörk, þar af sigurmarkið þegar mínúta var eftir.Algjör viðsnúningur Það var kannski eins gott að Stjarnan byrjaði leikinn jafn vel og hún gerði því liðið var í ævintýralegum vandræðum í sókninni síðustu 42 mínútur leiksins. Stjörnukonur skoruðu 11 mörk á fyrstu 18 mínútum leiksins en bara sjö eftir það. Á sama tíma vaknaði Framliðið til lífsins; þétti vörnina, Guðrún Ósk Maríasdóttir fór að verja og Ragnheiður snögghitnaði í sókninni. Hún skoraði aðeins eitt mark úr fyrstu sjö skotunum sínum en næstu fimm skot fóru í markið. Fram minnkaði muninn í fjögur mörk fyrir hálfleik, 13-9, og jafnaði metin í 17-17 þegar 10 mínútur voru til leiksloka. „Við byrjuðum leikinn hræðilega og gerðum ekki neitt eins og við ætluðum okkur að gera en náum að koma til baka sem sýnir ógeðslega mikið hvað við erum góðar,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, sem var að venju öflug í vörninni og skoraði auk þess fjögur mörk af línunni. Síðustu 10 mínútur leiksins voru taugar leikmanna þandar til hins ýtrasta. Helena Rut kom Stjörnunni yfir en Steinunn jafnaði. Helena Rut kom Stjörnunni svo aftur yfir, 19-18. Fram fékk tvær sóknir til að jafna metin. Þær enduðu báðar með skotum frá Ragnheiði; Hafdís varði annað þeirra en hitt fór framhjá þegar 20 sekúndur voru eftir.Öll eggin í sömu körfunni Stefán Arnarson, þjálfari Fram, setti öll eggin í körfu Ragnheiðar sem virtist vera með frjálst skotleyfi. Hún tók 23 skot í leiknum (og skoraði sjö mörk), allir hinir leikmenn Fram tóku samtals 26 skot. Ragnheiði var þó að vissu leyti vorkunn því hinir útileikmenn Fram horfðu varla á markið á lokakaflanum. „Við fáum bara 18 mörk á okkur sem hefur ekki oft tekist í vetur og sem betur fer náum við því í bikarúrslitaleik. Hafdís var líka frábær fyrir aftan okkur og við unnum vel saman,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, sem lyfti bikarnum í leikslok.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira