Við þurfum öll að pissa Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2017 10:26 Hafið þið ekki öll séð myndina af eldri konunni með skiltið sem stendur á: „I don’t believe I still have to protest this shit“? Mér líður stundum þannig þegar ég er að ræða transmálefni eða færa rök fyrir mínu máli. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er til þess að ræða mikilvægi þess að í boði séu kynlaus klósett og að nemendur í Háskóla Íslands sem eru trans geti fengið að notast við rétt nafn innan kerfisins, burtséð frá því hvert lagalegt nafn þeirra kunni að vera. Fyrir mér er það afskaplega sjálfsagt mál og í raun mikilvægt til að tryggja öryggi trans fólks innan háskólans. Trans fólk verður oft fyrir áreiti á almenningsklósettum, sem getur verið misalvarlegt. Það er samt algengast að fólk rekist á það sem ég kýs að kalla kynjalöggur. Kynjalöggur er svona fólk sem skiptir sér af því hvaða fólk er inn á klósettinu og heldur að það sé svaka harðkjarna að benda manneskju á að hún sé nú örugglega ekki á réttu klósetti því þeim finnst hún vera of karlmannleg eða kvenleg. Ég held að við séum öll fullfær um að velja það klósett sem hentar okkur. Kannski við ættum að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta þeim frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? Sömuleiðis er það rosalega kvíðavaldandi og óþæginlegt að þurfa í sífellu að útskýra fyrir bláókunnugum samnemendum eða kennurum að þú sért trans vegna þess að lagalega nafnið þitt er ekki lengur það nafn sem þú notar. Hvað þá um þá martröð að vera sett í hópavinnu sem var alveg nógu slæm fyrir? „Hæ krakkar, já sko ég heiti enn lagalega Valur en heiti núna Ugla. Eruði ekki annars öll hress?“ En öllu glensi sleppt, þá tel ég rosalega mikilvægt að verði í boði kynlaus klósett í Háskóla Íslands og ætti það að vera standard í nýbyggingum háskólans, ásamt því að öll klósett séu gerð aðgengileg fyrir fatlað fólk. Hafiði annars tekið eftir því að klósett fyrir fatlað fólk eru aldrei kynjaskipt? Pælið aðeins í því. Sömuleiðis fagna ég því að það sé í boði að nemendur geti fengið að notast við rétt nafn í kerfi háskólans. Það er mikilvægt skref í að tryggja öryggi og persónuvernd nemenda. Að tryggja að klósett aðstaða sé aðgengileg fyrir alla nemendur og að þau geti notað rétt nafn er því prinsipp mál sem fellur að jafnréttisáætlun skólans og er engin ástæða fyrir því að slíkt eigi ekki að vera. Það er einfaldlega jafnréttismál. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finnahér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hafið þið ekki öll séð myndina af eldri konunni með skiltið sem stendur á: „I don’t believe I still have to protest this shit“? Mér líður stundum þannig þegar ég er að ræða transmálefni eða færa rök fyrir mínu máli. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er til þess að ræða mikilvægi þess að í boði séu kynlaus klósett og að nemendur í Háskóla Íslands sem eru trans geti fengið að notast við rétt nafn innan kerfisins, burtséð frá því hvert lagalegt nafn þeirra kunni að vera. Fyrir mér er það afskaplega sjálfsagt mál og í raun mikilvægt til að tryggja öryggi trans fólks innan háskólans. Trans fólk verður oft fyrir áreiti á almenningsklósettum, sem getur verið misalvarlegt. Það er samt algengast að fólk rekist á það sem ég kýs að kalla kynjalöggur. Kynjalöggur er svona fólk sem skiptir sér af því hvaða fólk er inn á klósettinu og heldur að það sé svaka harðkjarna að benda manneskju á að hún sé nú örugglega ekki á réttu klósetti því þeim finnst hún vera of karlmannleg eða kvenleg. Ég held að við séum öll fullfær um að velja það klósett sem hentar okkur. Kannski við ættum að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta þeim frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? Sömuleiðis er það rosalega kvíðavaldandi og óþæginlegt að þurfa í sífellu að útskýra fyrir bláókunnugum samnemendum eða kennurum að þú sért trans vegna þess að lagalega nafnið þitt er ekki lengur það nafn sem þú notar. Hvað þá um þá martröð að vera sett í hópavinnu sem var alveg nógu slæm fyrir? „Hæ krakkar, já sko ég heiti enn lagalega Valur en heiti núna Ugla. Eruði ekki annars öll hress?“ En öllu glensi sleppt, þá tel ég rosalega mikilvægt að verði í boði kynlaus klósett í Háskóla Íslands og ætti það að vera standard í nýbyggingum háskólans, ásamt því að öll klósett séu gerð aðgengileg fyrir fatlað fólk. Hafiði annars tekið eftir því að klósett fyrir fatlað fólk eru aldrei kynjaskipt? Pælið aðeins í því. Sömuleiðis fagna ég því að það sé í boði að nemendur geti fengið að notast við rétt nafn í kerfi háskólans. Það er mikilvægt skref í að tryggja öryggi og persónuvernd nemenda. Að tryggja að klósett aðstaða sé aðgengileg fyrir alla nemendur og að þau geti notað rétt nafn er því prinsipp mál sem fellur að jafnréttisáætlun skólans og er engin ástæða fyrir því að slíkt eigi ekki að vera. Það er einfaldlega jafnréttismál. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finnahér.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun