Við þurfum öll að pissa Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2017 10:26 Hafið þið ekki öll séð myndina af eldri konunni með skiltið sem stendur á: „I don’t believe I still have to protest this shit“? Mér líður stundum þannig þegar ég er að ræða transmálefni eða færa rök fyrir mínu máli. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er til þess að ræða mikilvægi þess að í boði séu kynlaus klósett og að nemendur í Háskóla Íslands sem eru trans geti fengið að notast við rétt nafn innan kerfisins, burtséð frá því hvert lagalegt nafn þeirra kunni að vera. Fyrir mér er það afskaplega sjálfsagt mál og í raun mikilvægt til að tryggja öryggi trans fólks innan háskólans. Trans fólk verður oft fyrir áreiti á almenningsklósettum, sem getur verið misalvarlegt. Það er samt algengast að fólk rekist á það sem ég kýs að kalla kynjalöggur. Kynjalöggur er svona fólk sem skiptir sér af því hvaða fólk er inn á klósettinu og heldur að það sé svaka harðkjarna að benda manneskju á að hún sé nú örugglega ekki á réttu klósetti því þeim finnst hún vera of karlmannleg eða kvenleg. Ég held að við séum öll fullfær um að velja það klósett sem hentar okkur. Kannski við ættum að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta þeim frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? Sömuleiðis er það rosalega kvíðavaldandi og óþæginlegt að þurfa í sífellu að útskýra fyrir bláókunnugum samnemendum eða kennurum að þú sért trans vegna þess að lagalega nafnið þitt er ekki lengur það nafn sem þú notar. Hvað þá um þá martröð að vera sett í hópavinnu sem var alveg nógu slæm fyrir? „Hæ krakkar, já sko ég heiti enn lagalega Valur en heiti núna Ugla. Eruði ekki annars öll hress?“ En öllu glensi sleppt, þá tel ég rosalega mikilvægt að verði í boði kynlaus klósett í Háskóla Íslands og ætti það að vera standard í nýbyggingum háskólans, ásamt því að öll klósett séu gerð aðgengileg fyrir fatlað fólk. Hafiði annars tekið eftir því að klósett fyrir fatlað fólk eru aldrei kynjaskipt? Pælið aðeins í því. Sömuleiðis fagna ég því að það sé í boði að nemendur geti fengið að notast við rétt nafn í kerfi háskólans. Það er mikilvægt skref í að tryggja öryggi og persónuvernd nemenda. Að tryggja að klósett aðstaða sé aðgengileg fyrir alla nemendur og að þau geti notað rétt nafn er því prinsipp mál sem fellur að jafnréttisáætlun skólans og er engin ástæða fyrir því að slíkt eigi ekki að vera. Það er einfaldlega jafnréttismál. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finnahér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Hafið þið ekki öll séð myndina af eldri konunni með skiltið sem stendur á: „I don’t believe I still have to protest this shit“? Mér líður stundum þannig þegar ég er að ræða transmálefni eða færa rök fyrir mínu máli. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er til þess að ræða mikilvægi þess að í boði séu kynlaus klósett og að nemendur í Háskóla Íslands sem eru trans geti fengið að notast við rétt nafn innan kerfisins, burtséð frá því hvert lagalegt nafn þeirra kunni að vera. Fyrir mér er það afskaplega sjálfsagt mál og í raun mikilvægt til að tryggja öryggi trans fólks innan háskólans. Trans fólk verður oft fyrir áreiti á almenningsklósettum, sem getur verið misalvarlegt. Það er samt algengast að fólk rekist á það sem ég kýs að kalla kynjalöggur. Kynjalöggur er svona fólk sem skiptir sér af því hvaða fólk er inn á klósettinu og heldur að það sé svaka harðkjarna að benda manneskju á að hún sé nú örugglega ekki á réttu klósetti því þeim finnst hún vera of karlmannleg eða kvenleg. Ég held að við séum öll fullfær um að velja það klósett sem hentar okkur. Kannski við ættum að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta þeim frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? Sömuleiðis er það rosalega kvíðavaldandi og óþæginlegt að þurfa í sífellu að útskýra fyrir bláókunnugum samnemendum eða kennurum að þú sért trans vegna þess að lagalega nafnið þitt er ekki lengur það nafn sem þú notar. Hvað þá um þá martröð að vera sett í hópavinnu sem var alveg nógu slæm fyrir? „Hæ krakkar, já sko ég heiti enn lagalega Valur en heiti núna Ugla. Eruði ekki annars öll hress?“ En öllu glensi sleppt, þá tel ég rosalega mikilvægt að verði í boði kynlaus klósett í Háskóla Íslands og ætti það að vera standard í nýbyggingum háskólans, ásamt því að öll klósett séu gerð aðgengileg fyrir fatlað fólk. Hafiði annars tekið eftir því að klósett fyrir fatlað fólk eru aldrei kynjaskipt? Pælið aðeins í því. Sömuleiðis fagna ég því að það sé í boði að nemendur geti fengið að notast við rétt nafn í kerfi háskólans. Það er mikilvægt skref í að tryggja öryggi og persónuvernd nemenda. Að tryggja að klósett aðstaða sé aðgengileg fyrir alla nemendur og að þau geti notað rétt nafn er því prinsipp mál sem fellur að jafnréttisáætlun skólans og er engin ástæða fyrir því að slíkt eigi ekki að vera. Það er einfaldlega jafnréttismál. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finnahér.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar