Stefnir á undanúrslit á EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2017 06:00 Arna Stefanía er á hraðri uppleið. fréttablaðið/hanna Hlaupakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð um helgina Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi en mótið fór fram í Tampere í Finnlandi. „Ég er mjög ánægð að hafa unnið. Þetta var kannski ekki bæting hjá mér en það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að maður bæti sig um hverja helgi. Það var samt gaman að fá hlaup og enn skemmtilegra að vinna líka,“ segir Arna Stefanía en hún var þá nýlent frá Finnlandi. Fyrir rúmri viku setti hún mótsmet á Reykjavíkurleikunum og tryggði sér um leið þátttökurétt á EM í Belgrad en það mót fer fram í upphafi næsta mánaðar. Tími hennar í Finnlandi var 54,21 sekúnda en á Reykjavíkurleikunum hljóp hún á 53,92 sekúndum. Það var líka ástæða fyrir því að tíminn var ekki alveg eins góður að þessu sinni. „Það var keppt á 300 metra braut sem margir voru óánægðir með því hún er ólögleg og ef menn setja met á svona braut þá er það ekki löglegt. Ég hafði ekki keppt á svona braut áður og það var svolítið skrítið.“ Þessi magnaða hlaupakona er nú farin að horfa til Belgrad þar sem hún ætlar sér að gera það gott á EM. „Þessi tvö síðustu hlaup hjá mér sýna að formið er gott. Ég er aðeins tæp í lærinu núna en vonandi verður það ekkert vandamál. EM er númer eitt á tímabilinu hjá mér og frábært að hafa náð lágmarkinu í fyrsta hlaupi. Allur undirbúningur snýst um það núna og svo er meistaramót og annað í millitíðinni,“ segir Arna Stefanía en hvert er markmiðið fyrir EM? „Ég ætla að bæta mig vel og held að ég geti það alveg. Auðvitað væri gaman að komast í undanúrslit. Ef ég verð alveg heil og næ að æfa almennilega fram að móti er ég bjartsýn á að það takist. Ég finn að formið er gott og ég finn að ég á nóg inni. Það er gott að ná því besta fram á stóru mótunum.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Sjá meira
Hlaupakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð um helgina Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi en mótið fór fram í Tampere í Finnlandi. „Ég er mjög ánægð að hafa unnið. Þetta var kannski ekki bæting hjá mér en það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að maður bæti sig um hverja helgi. Það var samt gaman að fá hlaup og enn skemmtilegra að vinna líka,“ segir Arna Stefanía en hún var þá nýlent frá Finnlandi. Fyrir rúmri viku setti hún mótsmet á Reykjavíkurleikunum og tryggði sér um leið þátttökurétt á EM í Belgrad en það mót fer fram í upphafi næsta mánaðar. Tími hennar í Finnlandi var 54,21 sekúnda en á Reykjavíkurleikunum hljóp hún á 53,92 sekúndum. Það var líka ástæða fyrir því að tíminn var ekki alveg eins góður að þessu sinni. „Það var keppt á 300 metra braut sem margir voru óánægðir með því hún er ólögleg og ef menn setja met á svona braut þá er það ekki löglegt. Ég hafði ekki keppt á svona braut áður og það var svolítið skrítið.“ Þessi magnaða hlaupakona er nú farin að horfa til Belgrad þar sem hún ætlar sér að gera það gott á EM. „Þessi tvö síðustu hlaup hjá mér sýna að formið er gott. Ég er aðeins tæp í lærinu núna en vonandi verður það ekkert vandamál. EM er númer eitt á tímabilinu hjá mér og frábært að hafa náð lágmarkinu í fyrsta hlaupi. Allur undirbúningur snýst um það núna og svo er meistaramót og annað í millitíðinni,“ segir Arna Stefanía en hvert er markmiðið fyrir EM? „Ég ætla að bæta mig vel og held að ég geti það alveg. Auðvitað væri gaman að komast í undanúrslit. Ef ég verð alveg heil og næ að æfa almennilega fram að móti er ég bjartsýn á að það takist. Ég finn að formið er gott og ég finn að ég á nóg inni. Það er gott að ná því besta fram á stóru mótunum.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Sjá meira