Stefnir á undanúrslit á EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2017 06:00 Arna Stefanía er á hraðri uppleið. fréttablaðið/hanna Hlaupakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð um helgina Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi en mótið fór fram í Tampere í Finnlandi. „Ég er mjög ánægð að hafa unnið. Þetta var kannski ekki bæting hjá mér en það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að maður bæti sig um hverja helgi. Það var samt gaman að fá hlaup og enn skemmtilegra að vinna líka,“ segir Arna Stefanía en hún var þá nýlent frá Finnlandi. Fyrir rúmri viku setti hún mótsmet á Reykjavíkurleikunum og tryggði sér um leið þátttökurétt á EM í Belgrad en það mót fer fram í upphafi næsta mánaðar. Tími hennar í Finnlandi var 54,21 sekúnda en á Reykjavíkurleikunum hljóp hún á 53,92 sekúndum. Það var líka ástæða fyrir því að tíminn var ekki alveg eins góður að þessu sinni. „Það var keppt á 300 metra braut sem margir voru óánægðir með því hún er ólögleg og ef menn setja met á svona braut þá er það ekki löglegt. Ég hafði ekki keppt á svona braut áður og það var svolítið skrítið.“ Þessi magnaða hlaupakona er nú farin að horfa til Belgrad þar sem hún ætlar sér að gera það gott á EM. „Þessi tvö síðustu hlaup hjá mér sýna að formið er gott. Ég er aðeins tæp í lærinu núna en vonandi verður það ekkert vandamál. EM er númer eitt á tímabilinu hjá mér og frábært að hafa náð lágmarkinu í fyrsta hlaupi. Allur undirbúningur snýst um það núna og svo er meistaramót og annað í millitíðinni,“ segir Arna Stefanía en hvert er markmiðið fyrir EM? „Ég ætla að bæta mig vel og held að ég geti það alveg. Auðvitað væri gaman að komast í undanúrslit. Ef ég verð alveg heil og næ að æfa almennilega fram að móti er ég bjartsýn á að það takist. Ég finn að formið er gott og ég finn að ég á nóg inni. Það er gott að ná því besta fram á stóru mótunum.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Hlaupakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð um helgina Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi en mótið fór fram í Tampere í Finnlandi. „Ég er mjög ánægð að hafa unnið. Þetta var kannski ekki bæting hjá mér en það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að maður bæti sig um hverja helgi. Það var samt gaman að fá hlaup og enn skemmtilegra að vinna líka,“ segir Arna Stefanía en hún var þá nýlent frá Finnlandi. Fyrir rúmri viku setti hún mótsmet á Reykjavíkurleikunum og tryggði sér um leið þátttökurétt á EM í Belgrad en það mót fer fram í upphafi næsta mánaðar. Tími hennar í Finnlandi var 54,21 sekúnda en á Reykjavíkurleikunum hljóp hún á 53,92 sekúndum. Það var líka ástæða fyrir því að tíminn var ekki alveg eins góður að þessu sinni. „Það var keppt á 300 metra braut sem margir voru óánægðir með því hún er ólögleg og ef menn setja met á svona braut þá er það ekki löglegt. Ég hafði ekki keppt á svona braut áður og það var svolítið skrítið.“ Þessi magnaða hlaupakona er nú farin að horfa til Belgrad þar sem hún ætlar sér að gera það gott á EM. „Þessi tvö síðustu hlaup hjá mér sýna að formið er gott. Ég er aðeins tæp í lærinu núna en vonandi verður það ekkert vandamál. EM er númer eitt á tímabilinu hjá mér og frábært að hafa náð lágmarkinu í fyrsta hlaupi. Allur undirbúningur snýst um það núna og svo er meistaramót og annað í millitíðinni,“ segir Arna Stefanía en hvert er markmiðið fyrir EM? „Ég ætla að bæta mig vel og held að ég geti það alveg. Auðvitað væri gaman að komast í undanúrslit. Ef ég verð alveg heil og næ að æfa almennilega fram að móti er ég bjartsýn á að það takist. Ég finn að formið er gott og ég finn að ég á nóg inni. Það er gott að ná því besta fram á stóru mótunum.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira