Fjórar efnilegar frjálsíþróttastelpur í Íslandsmetaham um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2017 15:15 Mynd/Samsett/FRÍ Fjórar stórefnilegar frjálsíþróttastelpur settu allar Íslandsmet í sínum aldursflokki á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum um helgina. Það sem er líka athyglisvert er að þær koma úr fjórum mismundandi félögum og það er því greinilega verið að vinna flott starf á mörgum stöðum.Erna Sóley Gunnarsdóttir út Aftureldingu bætti Íslandsmet Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur með þriggja kílóa kúlunni í flokki 16-17 ára stúlkna. Erna Sóley kastaði 15,23 metra á Stórmóti ÍR en gamla metið var 15,06 metrar. Erna Sóley er gríðarlegt efni en hún keppir fyrir Aftureldingu og er þjálfuð af Pétri Guðmundssyni.Thelma Rós Hálfdánardóttir úr FH setti aldursflokkamet í stangarstökki 15 ára stúlkna með því að fara yfir 3,30 metra á Stórmóti ÍR. Thelma Rós átti sjálf gamla metið (3,20 metrar) en með Örnu Ýr Jónsdóttur. Arna Ýr er kannski þekktari fyrir það var vera kjörin Ungfrú Ísland árið 2015.Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR setti aldursflokkamet hjá 17 til 22 ára þegar hún kom í mark á 24,28 sekúndum í 200 metra hlaupi á Stórmóti ÍR. Guðbjörg Jóna bætti met Silju Úlfarsdóttur (24,32 sekúndur) í 20 til 22 ára flokki sem var orðið 14 ára gamalt. Guðbjörg Jóna átti sjálf metin í 16 til 17 ára flokki og 18 til 19 ára flokki. Ekki slæmt að bæta þrjú aldursflokkamet í sama hlaupi hjá þessari stórefnilegu fimmtán ára stelpu.Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki bætti aldursflokkamet í 60 metra grindahlaupi 15 ára stúlkna þegar hún hljóp á 9,05 sekúndum. Birna bætti met Blikans Irmu Gunnarsdóttur sem var búin að eiga það í fjögur ár. Hér fyrir neðan má sjá efni um afrek stelpnanna af fésbókarsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Frjálsar íþróttir Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjá meira
Fjórar stórefnilegar frjálsíþróttastelpur settu allar Íslandsmet í sínum aldursflokki á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum um helgina. Það sem er líka athyglisvert er að þær koma úr fjórum mismundandi félögum og það er því greinilega verið að vinna flott starf á mörgum stöðum.Erna Sóley Gunnarsdóttir út Aftureldingu bætti Íslandsmet Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur með þriggja kílóa kúlunni í flokki 16-17 ára stúlkna. Erna Sóley kastaði 15,23 metra á Stórmóti ÍR en gamla metið var 15,06 metrar. Erna Sóley er gríðarlegt efni en hún keppir fyrir Aftureldingu og er þjálfuð af Pétri Guðmundssyni.Thelma Rós Hálfdánardóttir úr FH setti aldursflokkamet í stangarstökki 15 ára stúlkna með því að fara yfir 3,30 metra á Stórmóti ÍR. Thelma Rós átti sjálf gamla metið (3,20 metrar) en með Örnu Ýr Jónsdóttur. Arna Ýr er kannski þekktari fyrir það var vera kjörin Ungfrú Ísland árið 2015.Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR setti aldursflokkamet hjá 17 til 22 ára þegar hún kom í mark á 24,28 sekúndum í 200 metra hlaupi á Stórmóti ÍR. Guðbjörg Jóna bætti met Silju Úlfarsdóttur (24,32 sekúndur) í 20 til 22 ára flokki sem var orðið 14 ára gamalt. Guðbjörg Jóna átti sjálf metin í 16 til 17 ára flokki og 18 til 19 ára flokki. Ekki slæmt að bæta þrjú aldursflokkamet í sama hlaupi hjá þessari stórefnilegu fimmtán ára stelpu.Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki bætti aldursflokkamet í 60 metra grindahlaupi 15 ára stúlkna þegar hún hljóp á 9,05 sekúndum. Birna bætti met Blikans Irmu Gunnarsdóttur sem var búin að eiga það í fjögur ár. Hér fyrir neðan má sjá efni um afrek stelpnanna af fésbókarsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjá meira