Kvöldverður breyttist í krísufund Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2017 16:00 Shinzo Abe og Donald Trump. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, voru við matarborðið á Mar-a-Lago, sveitaklúbbi Trump í Flórída á laugardagskvöldið, þegar þeir komust á snoðir um eldflaugaskot Norður-Kóreu. Þannig breyttist rólegur kvöldverður í krísufund með litlum fyrirvara. Aðstoðarmenn hlupu inn í veitingasalinn með skjöl, nýjar upplýsingar og síma, meðal annars frá leyniþjónustum Bandaríkjanna og hópuðust við borð Trump og Abe. Á meðan sátu aðrir gestir í veitingasalnum og fylgdust með, en borð þeirra Trump og Abe var á miðju gólfi veitingasalsins. Þá fóru þjónar á milli manna á meðan á herlegheitunum stóð og tóku diska af borðum og báru nýja rétti á borð. Þar sem eina lýsingin í salnum barst frá tunglinu og kertaljósum voru ljós frá símum notuð svo Trump og Abe gætu lesið skjölin um eldflaugaskotið. Einn gestanna í salnum birti myndir af krísufundinum á Facebook í gær. Þar má sjá að hann stendur nánast við borðið þar sem tveir þjóðarleiðtogar voru að ræða og kynna sér nýjustu vendingar í langvarandi milliríkjadeilu.Færsla Richard DeAgazio á Facebook ásamt mynd úr veislunni.Washington Post bendir á að Trump hefur verið gagnrýndur fyrir atvikið og önnur atvik sem snúa að öryggi upplýsinga. Á einni myndinni má greinilega sjá hvernig sími er notaður svo að Abe geti lesið skjal. Símar búa yfir mörgu öðru en bara ljósum. Í þeim eru til dæmis myndavélar, hljóðnemar og flestir þeirra eru tengdir internetinu. Hægt er að gera ráð fyrir því að hakkarar á vegum annarra ríkisstjórna hafa beint sjónum sínum að Trump og ríkisstjórn hans og símar gætu reynst vera upptökutæki fyrir slíka aðila. Þá er vitað til þess að Trump notast við gamlan Android síma, sem sérfræðingar hafa sagt að mjög auðvelt sé að komast inn í. Chelse Clinton, dóttir Hillary Clinton, hefur einnig vakið athygli á málinu og veltir fyrir því fyrir sér hve margir meðlimir Mar-a-Lago sveitaklúbbsins séu mögulega njósnarar.How many of Mar-a-Lago's new members will be (already are?) members of foreign intelligence agencies & media organizations? https://t.co/8JqJfoWidP— Chelsea Clinton (@ChelseaClinton) February 13, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, voru við matarborðið á Mar-a-Lago, sveitaklúbbi Trump í Flórída á laugardagskvöldið, þegar þeir komust á snoðir um eldflaugaskot Norður-Kóreu. Þannig breyttist rólegur kvöldverður í krísufund með litlum fyrirvara. Aðstoðarmenn hlupu inn í veitingasalinn með skjöl, nýjar upplýsingar og síma, meðal annars frá leyniþjónustum Bandaríkjanna og hópuðust við borð Trump og Abe. Á meðan sátu aðrir gestir í veitingasalnum og fylgdust með, en borð þeirra Trump og Abe var á miðju gólfi veitingasalsins. Þá fóru þjónar á milli manna á meðan á herlegheitunum stóð og tóku diska af borðum og báru nýja rétti á borð. Þar sem eina lýsingin í salnum barst frá tunglinu og kertaljósum voru ljós frá símum notuð svo Trump og Abe gætu lesið skjölin um eldflaugaskotið. Einn gestanna í salnum birti myndir af krísufundinum á Facebook í gær. Þar má sjá að hann stendur nánast við borðið þar sem tveir þjóðarleiðtogar voru að ræða og kynna sér nýjustu vendingar í langvarandi milliríkjadeilu.Færsla Richard DeAgazio á Facebook ásamt mynd úr veislunni.Washington Post bendir á að Trump hefur verið gagnrýndur fyrir atvikið og önnur atvik sem snúa að öryggi upplýsinga. Á einni myndinni má greinilega sjá hvernig sími er notaður svo að Abe geti lesið skjal. Símar búa yfir mörgu öðru en bara ljósum. Í þeim eru til dæmis myndavélar, hljóðnemar og flestir þeirra eru tengdir internetinu. Hægt er að gera ráð fyrir því að hakkarar á vegum annarra ríkisstjórna hafa beint sjónum sínum að Trump og ríkisstjórn hans og símar gætu reynst vera upptökutæki fyrir slíka aðila. Þá er vitað til þess að Trump notast við gamlan Android síma, sem sérfræðingar hafa sagt að mjög auðvelt sé að komast inn í. Chelse Clinton, dóttir Hillary Clinton, hefur einnig vakið athygli á málinu og veltir fyrir því fyrir sér hve margir meðlimir Mar-a-Lago sveitaklúbbsins séu mögulega njósnarar.How many of Mar-a-Lago's new members will be (already are?) members of foreign intelligence agencies & media organizations? https://t.co/8JqJfoWidP— Chelsea Clinton (@ChelseaClinton) February 13, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira