Ein kona til viðbótar hefur verið handtekin í Malasíu, grunuð um að hafa orðið Kim Jong-nam, eldri bróður leiðtoga Norður Kóreu, að bana á dögunum.
Önnur kona var þegar í haldi lögreglu en talið er að þær hafi sprautað eitri í vit hans þar sem hann var á flugvellinum í Kuala Lumpur að bíða þess að komast um borð í flugvél á leið til Macau.
Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. Forsætisráðherra Malasíu hefur sagt að malasísk yfirvöld vilji nú flytja lík Kim til Norður-Kóreu.
Talið er líklegt að konurnar séu útsendarar Norður-Kóreustjórnar en Kim Jong-nam var í litlu sambandi við fjölskyldu sína, sérstaklega eftir að faðir hans Kim Jong-il tók yngri hálfbróður hans framyfir hann þegar hann útnefndi eftirmann sinn á valdastóli.
Hann eyddi mestum tíma sínum í Macau, Singapore og á meginlandi Kína.
Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam

Tengdar fréttir

Kona í haldi vegna morðsins á Kim Jong-Nam
Malasískir fjölmiðlar segja að hin grunaða sé frá Mýanmar (Búrma) en hún var handtekin á flugvellinum í Kuala Lumpur í gærmorgun.

Hálfbróðir Kim Jong-un sagður hafa verið myrtur í Malasíu
Suður-kóreskir fjölmiðlar segja útsendara Norður-Kóreustjórnar hafa eitrað fyrir Kim Jong Nam, sem var sonur fyrrverandi leiðtogans Kim Jong-il.

Suður-Kóreustjórn staðfestir að hálfbróðir Kim Jong-un hafi verið drepinn
Starfandi forseti Suður-Kóreu segir að ef í ljós komi að Norður-Kóreustjórn beri ábyrgð á árásinni myndi það varpa ljósi á "hrottalegt og ómanneskulegt“ eðli hennar.

Sagði einhvern hafa spreyjað framan í sig
Fjölmiðlar í Suður-Kóreu fullyrða að tvær konur, sem taldar eru vera útsendarar frá Norður-Kóreu, hafi ráðist á Kim Jong Nam á flugvelli.