Palestínumenn fagna stefnubreytingu Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. febrúar 2017 07:00 Benjamín Netanjahú á blaðamannafundi með Donald Trump í Washington. vísir/epa Meðal Palestínumanna hafa lengi verið skiptar skoðanir á tveggja ríkja lausninni svonefndu, sem fæli í sér stofnun sjálfstæðs ríkis þeirra við hlið Ísraelsríkis. Yfirlýsing Donalds Trump Bandaríkjaforseta, á fundi með Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, um að Bandaríkjastjórn telji tveggja ríkja lausnina ekki lengur eina möguleikann í stöðunni hefur því ekki mætt einróma andstöðu frá Palestínumönnum, þótt forystumenn þeirra hafi varað Trump við því að falla frá henni. Saeb Erekat, fyrrverandi aðalsamningamaður Palestínumanna í friðarviðræðum við Ísrael, sagði til dæmis hinn möguleikann vera eitt ríki þar sem Palestínumenn nytu fullra borgararéttinda til jafns við gyðinga. Hann sagði í yfirlýsingu á miðvikudag að tveggja ríkja lausnin yrði í raun afar erfið málamiðlun fyrir Palestínumenn, en í sameiginlegu lýðræðisríki gyðinga, múslima og kristinna yrðu gyðingar ekki lengur allsráðandi því þeir yrðu ekki í meirihluta. „Í dag búa nærri sex milljónir Palestínumanna undir stjórn Ísraela á öllu því svæði sem sögulega kallast Palestína, auk þess sem nærri sex milljónir Palestínumanna búa í útlegð,“ sagði Erekat, en alls búa um átta milljónir manna innan landamæra núverandi Ísraelsríkis, þar af aðeins um sex milljónir gyðinga. Hann segir hins vegar að Netanjahú vilji í reynd koma á fót aðskilnaðarkerfi innan stækkaðra landamæra Ísraels, sem hefði þá lagt undir sig hernumdu svæðin á Vesturbakkanum og Gasaströnd. Sú hugmynd geti hins vegar aldrei orðið að veruleika. „Þvert á hugmyndir Netanjahús um eitt ríki með tvískiptu kerfi, aðskilnaðarkerfi, er eini möguleikinn fyrir utan tvö fullvalda lýðræðisríki innan landamæranna frá 1967 sá að allir, jafnt gyðingar sem múslimar og kristnir, njóti sömu réttinda í sameiginlegu ríki sem yrði með veraldlegu lýðræðisskipulagi,“ segir Erekat. Tveggja ríkja lausnin hefur áratugum saman verið helsta leiðarstefið í þeim tilraunum sem gerðar hafa verið til að fá Ísraela og Palestínumenn til þess að semja um frið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Meðal Palestínumanna hafa lengi verið skiptar skoðanir á tveggja ríkja lausninni svonefndu, sem fæli í sér stofnun sjálfstæðs ríkis þeirra við hlið Ísraelsríkis. Yfirlýsing Donalds Trump Bandaríkjaforseta, á fundi með Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, um að Bandaríkjastjórn telji tveggja ríkja lausnina ekki lengur eina möguleikann í stöðunni hefur því ekki mætt einróma andstöðu frá Palestínumönnum, þótt forystumenn þeirra hafi varað Trump við því að falla frá henni. Saeb Erekat, fyrrverandi aðalsamningamaður Palestínumanna í friðarviðræðum við Ísrael, sagði til dæmis hinn möguleikann vera eitt ríki þar sem Palestínumenn nytu fullra borgararéttinda til jafns við gyðinga. Hann sagði í yfirlýsingu á miðvikudag að tveggja ríkja lausnin yrði í raun afar erfið málamiðlun fyrir Palestínumenn, en í sameiginlegu lýðræðisríki gyðinga, múslima og kristinna yrðu gyðingar ekki lengur allsráðandi því þeir yrðu ekki í meirihluta. „Í dag búa nærri sex milljónir Palestínumanna undir stjórn Ísraela á öllu því svæði sem sögulega kallast Palestína, auk þess sem nærri sex milljónir Palestínumanna búa í útlegð,“ sagði Erekat, en alls búa um átta milljónir manna innan landamæra núverandi Ísraelsríkis, þar af aðeins um sex milljónir gyðinga. Hann segir hins vegar að Netanjahú vilji í reynd koma á fót aðskilnaðarkerfi innan stækkaðra landamæra Ísraels, sem hefði þá lagt undir sig hernumdu svæðin á Vesturbakkanum og Gasaströnd. Sú hugmynd geti hins vegar aldrei orðið að veruleika. „Þvert á hugmyndir Netanjahús um eitt ríki með tvískiptu kerfi, aðskilnaðarkerfi, er eini möguleikinn fyrir utan tvö fullvalda lýðræðisríki innan landamæranna frá 1967 sá að allir, jafnt gyðingar sem múslimar og kristnir, njóti sömu réttinda í sameiginlegu ríki sem yrði með veraldlegu lýðræðisskipulagi,“ segir Erekat. Tveggja ríkja lausnin hefur áratugum saman verið helsta leiðarstefið í þeim tilraunum sem gerðar hafa verið til að fá Ísraela og Palestínumenn til þess að semja um frið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira