Öryggisgæsla forsetans kostar fúlgur fjár Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2017 11:30 Melania og Donald Trump stíga út úr flugvél forsetans. Vísir/Getty Kostnaður ríkisins vegna lífstíls Donald Trump og fjölskyldu hans veldur miklum vandræðum fyrir lífverði forsetans (Secret Service) og kostar ríkið óhemju af peningum. Kostnaðurinn mun vera töluvert hærri en kostnaðurinn vegna fyrri forseta. Þá rennur hluti kostnaðarins beint í vasa Trump fjölskyldunnar. Nú í dag mun Trump fara til Flórída með allt sitt fylgdarlið til að verja helginni í sveitaklúbbi sínum Mar-a-Lago. Þetta er þriðja helgin í röð sem Trump heldur til í Mar-a-Lago. Embættismenn í Palm Beach sýslu, þar sem klúbburinn er, ætla sér að senda yfirvöldum í Washington reikninginn fyrir öryggisvörslu lögregluþjóna þeirra í kringum Mar-a-Lago. Kostnaður New York borgar, vegna öryggisgæslu í og við Trump Tower, þar sem Melania Trump og sonur þeirra Barron búa er um hálf milljón dala á dag. Þá munu synir Trump, þeir Eric og Don yngri fara til Sameinuðu arabísku furstadæmanna um helgina til að opna nýjan Trump-golfvöll. Lífverðir Secret service fylgja þeim með tilheyrandi kostnaði. Eric ferðaðist nýverið til Úrúgvæ þar sem hann var að kynna nýjan Trump turn og samkvæmt frétt Washington Post, kostaði hótelgistingin fyrir lífverði hans nærri því hundrað þúsund dali. Þá fór hann einnig til Dóminíska lýðveldisins og mun fara til Kanada á næstunni. Samtökin Judicial Watch fylgdust náið með ferðakostnaði Barack Obama og áætluðu að yfir átta ár hafi kostnaður vegna ferðalaga hans og fjölskyldu hans verið um 97 milljónir dala. Fyrstu fjórar vikur Donald Trump í embætti gefa hins vegar í skyn að kostnaður muni nema hundruðum milljóna dala á kjörtímabilinu.Washington Post bendir á að hluti þess kostnaðar ríkisins sem fer í að vernda hann og hýsa endar í hans eigin vasa. Sem dæmi hafi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Secret service íhugað að leigja hæð í Trump Tower í New York sem kostar allt að eina og hálfa milljón dala á ári. Þar að auki bætist auglýsingargildi umfjöllunarinnar um Trump og eignir hans við. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Kostnaður ríkisins vegna lífstíls Donald Trump og fjölskyldu hans veldur miklum vandræðum fyrir lífverði forsetans (Secret Service) og kostar ríkið óhemju af peningum. Kostnaðurinn mun vera töluvert hærri en kostnaðurinn vegna fyrri forseta. Þá rennur hluti kostnaðarins beint í vasa Trump fjölskyldunnar. Nú í dag mun Trump fara til Flórída með allt sitt fylgdarlið til að verja helginni í sveitaklúbbi sínum Mar-a-Lago. Þetta er þriðja helgin í röð sem Trump heldur til í Mar-a-Lago. Embættismenn í Palm Beach sýslu, þar sem klúbburinn er, ætla sér að senda yfirvöldum í Washington reikninginn fyrir öryggisvörslu lögregluþjóna þeirra í kringum Mar-a-Lago. Kostnaður New York borgar, vegna öryggisgæslu í og við Trump Tower, þar sem Melania Trump og sonur þeirra Barron búa er um hálf milljón dala á dag. Þá munu synir Trump, þeir Eric og Don yngri fara til Sameinuðu arabísku furstadæmanna um helgina til að opna nýjan Trump-golfvöll. Lífverðir Secret service fylgja þeim með tilheyrandi kostnaði. Eric ferðaðist nýverið til Úrúgvæ þar sem hann var að kynna nýjan Trump turn og samkvæmt frétt Washington Post, kostaði hótelgistingin fyrir lífverði hans nærri því hundrað þúsund dali. Þá fór hann einnig til Dóminíska lýðveldisins og mun fara til Kanada á næstunni. Samtökin Judicial Watch fylgdust náið með ferðakostnaði Barack Obama og áætluðu að yfir átta ár hafi kostnaður vegna ferðalaga hans og fjölskyldu hans verið um 97 milljónir dala. Fyrstu fjórar vikur Donald Trump í embætti gefa hins vegar í skyn að kostnaður muni nema hundruðum milljóna dala á kjörtímabilinu.Washington Post bendir á að hluti þess kostnaðar ríkisins sem fer í að vernda hann og hýsa endar í hans eigin vasa. Sem dæmi hafi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Secret service íhugað að leigja hæð í Trump Tower í New York sem kostar allt að eina og hálfa milljón dala á ári. Þar að auki bætist auglýsingargildi umfjöllunarinnar um Trump og eignir hans við.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira