Trump hneykslaður á umfjöllun dómstóla um ferðabannið og segir þá „svo pólítíska“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2017 22:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. „Mér finnst það ótrúlegt að við séum með dómsmál sem taki svona langan tíma,“ sagði Trump um umfjöllun dómstólsins á fundi með löggæslumönnum í Washington í dag. Dómstóllinn íhugar nú hvort að ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. Þrír dómarar eru í dómnum og hafa þeir nú hlustað á rök lögmanna beggja aðila, en dómari í Washington ríki úrskurðaði á dögunum að bannið skyldi afnumið. Á fundinum vitnaði Trump í texta tilskipunarinnar sem fjallar um ferðabannið og sagði Trump að tilskipunin væri vel samin og að jafnvel illa læs grunnskólanemi gæti skilið hana.Trump sagðist hafa fylgst með umfjöllun dómstólsins um ferðabannið og að hann hafi vart trúað sínum eigin eyrum. „Ég vil ekki segja að dómstóll sé hlutdrægur, þannig að ég ætla ekki að segja að hann sé hlutdrægur. Dómstólar virðast samt vera svo pólítiskir og það væri frábært fyrir réttarkerfið okkar ef þeir gætu lesið yfirlýsingu og gert það sem er rétt,“ sagði Trump. Ekki er búist við að áfrýjunardómstóllinn kveði upp dóm sinn fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Hver svo sem niðurstaðan verður er þó fastlega gert ráð fyrir því að bannið muni að lokum fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump ósáttur við verslunarkeðju sem hætti að selja fatalínu Ivönku Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi í dag verslunarkeðjuna Nordstrom sem hætt hefur við að selja fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans 8. febrúar 2017 17:47 Ekki sannfærðir um að ferðabann hafi verið ólöglegt Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. 8. febrúar 2017 08:23 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. „Mér finnst það ótrúlegt að við séum með dómsmál sem taki svona langan tíma,“ sagði Trump um umfjöllun dómstólsins á fundi með löggæslumönnum í Washington í dag. Dómstóllinn íhugar nú hvort að ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. Þrír dómarar eru í dómnum og hafa þeir nú hlustað á rök lögmanna beggja aðila, en dómari í Washington ríki úrskurðaði á dögunum að bannið skyldi afnumið. Á fundinum vitnaði Trump í texta tilskipunarinnar sem fjallar um ferðabannið og sagði Trump að tilskipunin væri vel samin og að jafnvel illa læs grunnskólanemi gæti skilið hana.Trump sagðist hafa fylgst með umfjöllun dómstólsins um ferðabannið og að hann hafi vart trúað sínum eigin eyrum. „Ég vil ekki segja að dómstóll sé hlutdrægur, þannig að ég ætla ekki að segja að hann sé hlutdrægur. Dómstólar virðast samt vera svo pólítiskir og það væri frábært fyrir réttarkerfið okkar ef þeir gætu lesið yfirlýsingu og gert það sem er rétt,“ sagði Trump. Ekki er búist við að áfrýjunardómstóllinn kveði upp dóm sinn fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Hver svo sem niðurstaðan verður er þó fastlega gert ráð fyrir því að bannið muni að lokum fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump ósáttur við verslunarkeðju sem hætti að selja fatalínu Ivönku Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi í dag verslunarkeðjuna Nordstrom sem hætt hefur við að selja fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans 8. febrúar 2017 17:47 Ekki sannfærðir um að ferðabann hafi verið ólöglegt Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. 8. febrúar 2017 08:23 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Trump ósáttur við verslunarkeðju sem hætti að selja fatalínu Ivönku Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi í dag verslunarkeðjuna Nordstrom sem hætt hefur við að selja fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans 8. febrúar 2017 17:47
Ekki sannfærðir um að ferðabann hafi verið ólöglegt Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. 8. febrúar 2017 08:23