Konur um allan heim mótmæla Donald Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2017 10:05 Frá mótmælagöngu kvenna í Melbourne í dag. vísir/getty Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. Þá er búið að skipuleggja sams konar mótmælagöngur í rúmlega 160 borgum í öllum heimsálfum en í umfjöllun Guardian um mótmælin segir að allt að 1,5 milljónir kvenna muni mótmæla Trump í dag. Búið er að skipuleggja göngu í Reykjavík sem hefst klukkan 14 samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins. Verður gengið frá Arnarhóli að Austurvelli. Evvie Harmon, ein af þeim sem hefur skipulagt göngurnar, segir að konur um allan heim hafi setið á púðurtunnu um langt skeið og kjör Trump hafi verið það sem kveikti í þeirri tunnu. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir kvenfyrirlitningu og að virða ekki mannréttindi jaðarhópa, til að mynda samkynhneigðra, en skömmu eftir að hann tók við embætti í gær var öll umfjöllun um málefni hinsegin fólks í Bandaríkjunum fjarlægð af síðu Hvíta hússins. Réttindi hinsegin fólks voru hins vegar eitt af lykilmálum forvera Trump í embætti, Barack Obama. Búist er við því að kvennagangan í Washington verði stærsti viðburður sem tengja má við innsetningu nýs forseta í Bandaríkjunum. Mikil mótmæli voru í höfuðborginni í gær og voru um 200 manns handteknir í þeim. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn setur Bandaríkin í fyrsta sæti Donald John Trump varð 45. forseti Bandaríkjanna í gær. Í innsetningarræðu sinni hvatti hann til sameiningar undir bandaríska fánanum. Forsetinn sagði að Bandaríkin og bandaríska þjóðin ættu alltaf að vera í fyrsta sæti. Dagar innantó 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. Þá er búið að skipuleggja sams konar mótmælagöngur í rúmlega 160 borgum í öllum heimsálfum en í umfjöllun Guardian um mótmælin segir að allt að 1,5 milljónir kvenna muni mótmæla Trump í dag. Búið er að skipuleggja göngu í Reykjavík sem hefst klukkan 14 samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins. Verður gengið frá Arnarhóli að Austurvelli. Evvie Harmon, ein af þeim sem hefur skipulagt göngurnar, segir að konur um allan heim hafi setið á púðurtunnu um langt skeið og kjör Trump hafi verið það sem kveikti í þeirri tunnu. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir kvenfyrirlitningu og að virða ekki mannréttindi jaðarhópa, til að mynda samkynhneigðra, en skömmu eftir að hann tók við embætti í gær var öll umfjöllun um málefni hinsegin fólks í Bandaríkjunum fjarlægð af síðu Hvíta hússins. Réttindi hinsegin fólks voru hins vegar eitt af lykilmálum forvera Trump í embætti, Barack Obama. Búist er við því að kvennagangan í Washington verði stærsti viðburður sem tengja má við innsetningu nýs forseta í Bandaríkjunum. Mikil mótmæli voru í höfuðborginni í gær og voru um 200 manns handteknir í þeim.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn setur Bandaríkin í fyrsta sæti Donald John Trump varð 45. forseti Bandaríkjanna í gær. Í innsetningarræðu sinni hvatti hann til sameiningar undir bandaríska fánanum. Forsetinn sagði að Bandaríkin og bandaríska þjóðin ættu alltaf að vera í fyrsta sæti. Dagar innantó 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Forsetinn setur Bandaríkin í fyrsta sæti Donald John Trump varð 45. forseti Bandaríkjanna í gær. Í innsetningarræðu sinni hvatti hann til sameiningar undir bandaríska fánanum. Forsetinn sagði að Bandaríkin og bandaríska þjóðin ættu alltaf að vera í fyrsta sæti. Dagar innantó 21. janúar 2017 07:00