Starfsfólk Hvíta hússins hyggst verja Trump með kjafti og klóm Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2017 21:40 Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins á blaðamannafundi með myndum af mannfjöldanum á innsetningarathöfninni. Vísir/EPA Starfsmenn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu hafa svarið þess eið að verja forseta sinn með kjafti og klóm gegn „ósanngjörnum árásum“ fjölmiðla þar vestanhafs. Reuters greinir frá.Þetta kemur fram í máli nýs starfsmannastjóra Hvíta hússins, Reince Priebus sem gagnrýnir fjölmiðla fyrir fullyrðingar um að mun færri almennir borgara hafi mætt á innsetningarathöfn Donalds Trumps heldur en innsetningarathöfn Baracks Obama árið 2009. „Punkturinn snýst ekki um stærð mannfjöldans heldur snýst punkturinn um árásirnar og tilraunirnar til að draga úr lögmæti forsetans á einum degi. Við munum ekki sitja undir því þegandi og hljóðalaust“ segir Priebus. Hann heldur því fram að loftmyndir af mannfjöldanum á innsetningarathöfninni séu falsaðar. Áður hafði nýr fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sean Spicer, haldið því fram að aldrei áður hefðu jafn margir mætt til að fylgjast með innsetningarathöfn forseta. Sérfræðingar sem sérhæfa sig í mannfjöldatölum á slíkum viðburðum hafa dregið í efa fullyrðingar Spicer og í raun sagt þær vera rangar.Vilja koma frá sér öðrum „mögulegum staðreyndum“Þá hefur Kellyanne Conway, sem er ráðgjafi Donalds Trumps, einnig skotið á fjölmiðla, en það gerði hún þegar hún var spurð um það hvers vegna fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins segði fjölmiðlum ósatt. „Ef við ætlum að tala um fjölmiðlafulltrúann með þessum hætti verðum við að endurhugsa samband okkar.“ Þá var Conway gagnrýnd fyrir þá staðreynd að starfsfólk Hvíta hússins eyðir tíma sínum í að tala um hversu margir hafi mætt á innsetningarathöfn forsetans í stað þess að tala um mikilvæg mál í innanríkis- og utanríkismálum Bandaríkjanna en hún svaraði þeirri gagnrýni. „Okkur finnst mikilvægt að hreinsa loftið og koma frá okkur öðrum „mögulegum staðreyndum“.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Starfsmenn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu hafa svarið þess eið að verja forseta sinn með kjafti og klóm gegn „ósanngjörnum árásum“ fjölmiðla þar vestanhafs. Reuters greinir frá.Þetta kemur fram í máli nýs starfsmannastjóra Hvíta hússins, Reince Priebus sem gagnrýnir fjölmiðla fyrir fullyrðingar um að mun færri almennir borgara hafi mætt á innsetningarathöfn Donalds Trumps heldur en innsetningarathöfn Baracks Obama árið 2009. „Punkturinn snýst ekki um stærð mannfjöldans heldur snýst punkturinn um árásirnar og tilraunirnar til að draga úr lögmæti forsetans á einum degi. Við munum ekki sitja undir því þegandi og hljóðalaust“ segir Priebus. Hann heldur því fram að loftmyndir af mannfjöldanum á innsetningarathöfninni séu falsaðar. Áður hafði nýr fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sean Spicer, haldið því fram að aldrei áður hefðu jafn margir mætt til að fylgjast með innsetningarathöfn forseta. Sérfræðingar sem sérhæfa sig í mannfjöldatölum á slíkum viðburðum hafa dregið í efa fullyrðingar Spicer og í raun sagt þær vera rangar.Vilja koma frá sér öðrum „mögulegum staðreyndum“Þá hefur Kellyanne Conway, sem er ráðgjafi Donalds Trumps, einnig skotið á fjölmiðla, en það gerði hún þegar hún var spurð um það hvers vegna fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins segði fjölmiðlum ósatt. „Ef við ætlum að tala um fjölmiðlafulltrúann með þessum hætti verðum við að endurhugsa samband okkar.“ Þá var Conway gagnrýnd fyrir þá staðreynd að starfsfólk Hvíta hússins eyðir tíma sínum í að tala um hversu margir hafi mætt á innsetningarathöfn forsetans í stað þess að tala um mikilvæg mál í innanríkis- og utanríkismálum Bandaríkjanna en hún svaraði þeirri gagnrýni. „Okkur finnst mikilvægt að hreinsa loftið og koma frá okkur öðrum „mögulegum staðreyndum“.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira