Rannsóknarblaðamennirnir að baki Panama-lekanum stilla miðið á Donald Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2017 23:21 Donald Trump. Vísir/Getty Rannsóknarblaðamennirnir Frederik Obermaier og Bastian Obermeyer hvetja fjölmiðla í Bandaríkjunum til þess að taka höndum saman, líkt og fjölmiðlar gerðu í Panama-lekanum, til þess fjalla um Donald Trump og þá ógn sem þeir segja að seta hans í Hvíta húsinu sé gegn lýðræði í Bandaríkjunum.Þetta kemur fram í skoðanagrein sem þeir skrifa í The Guardian. Þeir starfa hjá Süddeutsche Zeitung í Þýskalandi. Gátu þeir sér gott orð fyrir umfjöllun þeirra um Panama-skjölin sem lekið var til fjölmiðla og urðu meðal annars til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra Íslands. Segja þeir að samstarf þeirra 107 fjölmiðla sem komu að fréttaflutningi af Panama-skjölunum í samstarfi við International Consortium of Investigative Journalists hafi orðið til af einni ástæðu. Þær upplýsingar um eignir auðmanna á aflandssvæðum sem þar komu fram hafi einfaldlega verið of miklar og of mikilvægar til þess að einn fjölmiðill gæti fjallað um þær á sómasamlegan hátt. Nú standi bandarískir fjölmiðlar frammi fyrir frétt sem sé svo mikilvæg og svo stór að enginn einn fjölmiðill geti fjallað um hana. Að mati blaðamannanna er fréttin möguleg ógn Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna við lýðræði þar í landi. Segja þeir að árásir Trump á blaðamenn séu skipulagðar og nefna þeir sem dæmi nýlegar árásir fjölmiðlafulltrúa Trump á blaðamenn vegna fréttaflutnings um mismuninn á fjölda þeirra sem voru viðstaddir innsetningarathöfn Barack Obama miðað við innsetningarathöfn Trump. Segja þeir mikilvægt að fjölmiðlar starfi saman til þess að varpa ljósi á tengsl Trump við Rússland, alþjóðleg viðskiptatengsll Trump og ríkisstjórnar hans og mögulega hagsmunaárekstra. Benda þeir á að Donald Trump eigi hluti í hundruð fyrirtækja og því sé ómögulegt fyrir einn fjölmiðil að fjalla um viðskiptatengsl Donald Trump.Lesa má grein þeirra hér í heild sinni hér.Uppfært:Í fréttinni var því haldið fram að Frederik og Bastian væru bræður. Þrátt fyrir keimlík eftirnöfn eru þeir það ekki. Það hefur verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á mistökunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Rannsóknarblaðamennirnir Frederik Obermaier og Bastian Obermeyer hvetja fjölmiðla í Bandaríkjunum til þess að taka höndum saman, líkt og fjölmiðlar gerðu í Panama-lekanum, til þess fjalla um Donald Trump og þá ógn sem þeir segja að seta hans í Hvíta húsinu sé gegn lýðræði í Bandaríkjunum.Þetta kemur fram í skoðanagrein sem þeir skrifa í The Guardian. Þeir starfa hjá Süddeutsche Zeitung í Þýskalandi. Gátu þeir sér gott orð fyrir umfjöllun þeirra um Panama-skjölin sem lekið var til fjölmiðla og urðu meðal annars til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra Íslands. Segja þeir að samstarf þeirra 107 fjölmiðla sem komu að fréttaflutningi af Panama-skjölunum í samstarfi við International Consortium of Investigative Journalists hafi orðið til af einni ástæðu. Þær upplýsingar um eignir auðmanna á aflandssvæðum sem þar komu fram hafi einfaldlega verið of miklar og of mikilvægar til þess að einn fjölmiðill gæti fjallað um þær á sómasamlegan hátt. Nú standi bandarískir fjölmiðlar frammi fyrir frétt sem sé svo mikilvæg og svo stór að enginn einn fjölmiðill geti fjallað um hana. Að mati blaðamannanna er fréttin möguleg ógn Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna við lýðræði þar í landi. Segja þeir að árásir Trump á blaðamenn séu skipulagðar og nefna þeir sem dæmi nýlegar árásir fjölmiðlafulltrúa Trump á blaðamenn vegna fréttaflutnings um mismuninn á fjölda þeirra sem voru viðstaddir innsetningarathöfn Barack Obama miðað við innsetningarathöfn Trump. Segja þeir mikilvægt að fjölmiðlar starfi saman til þess að varpa ljósi á tengsl Trump við Rússland, alþjóðleg viðskiptatengsll Trump og ríkisstjórnar hans og mögulega hagsmunaárekstra. Benda þeir á að Donald Trump eigi hluti í hundruð fyrirtækja og því sé ómögulegt fyrir einn fjölmiðil að fjalla um viðskiptatengsl Donald Trump.Lesa má grein þeirra hér í heild sinni hér.Uppfært:Í fréttinni var því haldið fram að Frederik og Bastian væru bræður. Þrátt fyrir keimlík eftirnöfn eru þeir það ekki. Það hefur verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á mistökunum
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira