Trump fyrirskipar byggingu múrsins við Mexíkó Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2017 20:52 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir margar fyrirskipanir þessa dagana. Vísir/EPA Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur skrifað undir tilskipun þess efnis að yfirvöld þar í landi skulu hefja byggingu á „óyfirstíganlegum múr“ við landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó. BBC greinir frá.Um er að ræða eitt af alræmdustu kosningaloforðum forsetans, en þar lofaði hann að byggja múr við landamærin að Mexíkó og að yfirvöld þar í landi myndu fá að borga múrinn. Við undirritun tilskipunarinnar í dag dró forsetinn hvergi í land með þá staðhæfingu og sagði hann að yfirvöld í Mexíkó myndu „algjörlega, hundrað prósent“ endurgreiða Bandaríkjunum að fullu fyrir byggingu múrsins. Trump bauð foreldrum þeirra, sem að sögn Trump voru „myrt á hryllilegan hátt af einstaklingum sem bjuggu hér ólöglega,“ að verða vitni að undirrituninni. Trump las upp nöfn þeirra og leyfði foreldrunum að standa yfir sér á meðan hann skrifaði undir tilskipunina. „Í áraraðir hafa fjölmiðlar virt að vettugi sögur Bandaríkjamanna og löglegra borgara sem hafa orðið fórnarlömb opinna landamæra,“ sagði Trump við undirritunina. „Við heyrum í ykkur, við sjáum ykkur og þið verðið aldrei hundsuð aftur.“ Yfirvöld í Mexíkó hafa áður lýst sig andsnúin byggingaráætlunum Trump og sagt að það sé ekki ætlunin að greiða fyrir slíkan múr. Á sama tíma skrifaði Trump undir fyrirskipun sem skerðir fjármagn til þeirra borga sem ekki framfylgja innflytjendastefnu alríkislögreglunnar að fullu, en um er til að mynda að ræða Los Angeles borg. Þar hefur lögreglan ekki mátt taka fólk í yfirheyrslu eingöngu í þeim tilgangi að spyrja það um ríkisborgararétt sinn. Með því er borgin ekki að hlýta að fullu innflytjendastefnu alríkisstjórnarinnar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump mun banna komu fólks frá sjö múslimaríkjum Bannið á að vera í gildi þar til stjórnvöld hafi komið á ferli þar sem bakgrunnur allra þeirra sem koma til landsins er betur kannaður. 25. janúar 2017 11:28 Trump heitir rannsókn á meintu kosningasvindli Fyrir kosningarnar og allt frá því að í ljós kom að hann vann án þess að fá meirihluta atkvæða hefur Trump haldið því fram að milljónir hafi kosið ólöglega. 25. janúar 2017 13:00 Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Donald Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. 25. janúar 2017 11:03 Trump hyggst tilkynna um landamæramúrinn í dag Donald Trump mun á næstu dögum að undirrita nokkrar tilskipanir, sem snúa að innflytjendamálum og öryggi á landamærum landsins. 25. janúar 2017 08:14 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur skrifað undir tilskipun þess efnis að yfirvöld þar í landi skulu hefja byggingu á „óyfirstíganlegum múr“ við landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó. BBC greinir frá.Um er að ræða eitt af alræmdustu kosningaloforðum forsetans, en þar lofaði hann að byggja múr við landamærin að Mexíkó og að yfirvöld þar í landi myndu fá að borga múrinn. Við undirritun tilskipunarinnar í dag dró forsetinn hvergi í land með þá staðhæfingu og sagði hann að yfirvöld í Mexíkó myndu „algjörlega, hundrað prósent“ endurgreiða Bandaríkjunum að fullu fyrir byggingu múrsins. Trump bauð foreldrum þeirra, sem að sögn Trump voru „myrt á hryllilegan hátt af einstaklingum sem bjuggu hér ólöglega,“ að verða vitni að undirrituninni. Trump las upp nöfn þeirra og leyfði foreldrunum að standa yfir sér á meðan hann skrifaði undir tilskipunina. „Í áraraðir hafa fjölmiðlar virt að vettugi sögur Bandaríkjamanna og löglegra borgara sem hafa orðið fórnarlömb opinna landamæra,“ sagði Trump við undirritunina. „Við heyrum í ykkur, við sjáum ykkur og þið verðið aldrei hundsuð aftur.“ Yfirvöld í Mexíkó hafa áður lýst sig andsnúin byggingaráætlunum Trump og sagt að það sé ekki ætlunin að greiða fyrir slíkan múr. Á sama tíma skrifaði Trump undir fyrirskipun sem skerðir fjármagn til þeirra borga sem ekki framfylgja innflytjendastefnu alríkislögreglunnar að fullu, en um er til að mynda að ræða Los Angeles borg. Þar hefur lögreglan ekki mátt taka fólk í yfirheyrslu eingöngu í þeim tilgangi að spyrja það um ríkisborgararétt sinn. Með því er borgin ekki að hlýta að fullu innflytjendastefnu alríkisstjórnarinnar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump mun banna komu fólks frá sjö múslimaríkjum Bannið á að vera í gildi þar til stjórnvöld hafi komið á ferli þar sem bakgrunnur allra þeirra sem koma til landsins er betur kannaður. 25. janúar 2017 11:28 Trump heitir rannsókn á meintu kosningasvindli Fyrir kosningarnar og allt frá því að í ljós kom að hann vann án þess að fá meirihluta atkvæða hefur Trump haldið því fram að milljónir hafi kosið ólöglega. 25. janúar 2017 13:00 Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Donald Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. 25. janúar 2017 11:03 Trump hyggst tilkynna um landamæramúrinn í dag Donald Trump mun á næstu dögum að undirrita nokkrar tilskipanir, sem snúa að innflytjendamálum og öryggi á landamærum landsins. 25. janúar 2017 08:14 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Trump mun banna komu fólks frá sjö múslimaríkjum Bannið á að vera í gildi þar til stjórnvöld hafi komið á ferli þar sem bakgrunnur allra þeirra sem koma til landsins er betur kannaður. 25. janúar 2017 11:28
Trump heitir rannsókn á meintu kosningasvindli Fyrir kosningarnar og allt frá því að í ljós kom að hann vann án þess að fá meirihluta atkvæða hefur Trump haldið því fram að milljónir hafi kosið ólöglega. 25. janúar 2017 13:00
Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Donald Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. 25. janúar 2017 11:03
Trump hyggst tilkynna um landamæramúrinn í dag Donald Trump mun á næstu dögum að undirrita nokkrar tilskipanir, sem snúa að innflytjendamálum og öryggi á landamærum landsins. 25. janúar 2017 08:14