Trump forseti stendur í ströngu Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. janúar 2017 07:00 Donald Trump undirritaði fjórar tilskipanir til stjórnvalda á miðvikudaginn, meðal annars um herta landamæragæslu og löggæslu innan Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP Donald Trump stóð í ströngu á miðvikudaginn, sendi frá sér tilskipanir til stjórnvalda og boðar meðal annars stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Trump segir að innan fárra mánaða verði hafist handa við að reisa múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Þetta var eitt aðaláherslumál hans í kosningabaráttunni og hann ítrekar að hann ætli sér að láta Mexíkó endurgreiða Bandaríkjunum kostnaðinn. Gagnrýnendur benda reyndar á að nú þegar séu landamæri ríkjanna rammgirt og landamæravarsla með strangasta móti. Ekki er heldur reiknað með að mikill stuðningur sé meðal þingmanna á Bandaríkjaþingi við þessi áform. Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, segir enn sem fyrr að ekki komi til greina að borga fyrir þennan múr, verði eitthvað af honum. Nieto tilkynnti í gær að hann væri hættur við heimsókn sína til Bandaríkjanna. Til stóð að heimsækja Bandaríkin og hitta Trump í næstu viku. Sjálfur sagði Trump á Twitter í gær að ef Mexíkó vildi ekki greiða þennan kostnað, þá væri kannski betra að hætta bara við fyrirhugaðan fund með Mexíkóforseta: „Viðskiptahalli Bandaríkjanna gagnvart Mexíkó er 60 milljarðar dala,“ skrifar Trump og gefur til kynna að Mexíkó muni ekki fara vel út úr því ef Bandaríkin segja upp fríverslunarsamningi Norður-Ameríkuríkja, NAFTA: „Þetta hefur verið einhliða samningur frá upphafi NAFTA og með honum hafa tapast fjölmörg störf og fyrirtæki.“ Með forsetatilskipunum sínum á miðvikudaginn boðar Trump meðal annars að ráðnar verði þúsundir nýrra landamæravarða, auk þess sem þær borgir í Bandaríkjunum sem hafa veitt skilríkjalausum innflytjendum grið verði sviptar fjárframlögum frá alríkinu. Þá verði settar miklu strangari reglur um móttöku flóttafólks, einkum frá nokkrum stríðshrjáðum löndum múslima og meðal annars verði engum sýrlenskum flóttamönnum hleypt inn í landið á næstunni. Hann sagðist samt ekkert hræddur um að hann muni með þessu gera illt ástand verra. „Hefurðu alls engar áhyggjur af því að þetta muni auka á reiðina meðal múslima i heiminum?“ var hann spurður í löngu viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC, sem sýnt var á miðvikudag. „Reiði? Reiðin er mikil nú þegar. Hvernig væri hægt að hafa meira af henni?“ spurði Trump. „Ég meina. Heimurinn er í tómu rugli. Heimurinn getur ekki orðið reiðari.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Donald Trump stóð í ströngu á miðvikudaginn, sendi frá sér tilskipanir til stjórnvalda og boðar meðal annars stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Trump segir að innan fárra mánaða verði hafist handa við að reisa múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Þetta var eitt aðaláherslumál hans í kosningabaráttunni og hann ítrekar að hann ætli sér að láta Mexíkó endurgreiða Bandaríkjunum kostnaðinn. Gagnrýnendur benda reyndar á að nú þegar séu landamæri ríkjanna rammgirt og landamæravarsla með strangasta móti. Ekki er heldur reiknað með að mikill stuðningur sé meðal þingmanna á Bandaríkjaþingi við þessi áform. Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, segir enn sem fyrr að ekki komi til greina að borga fyrir þennan múr, verði eitthvað af honum. Nieto tilkynnti í gær að hann væri hættur við heimsókn sína til Bandaríkjanna. Til stóð að heimsækja Bandaríkin og hitta Trump í næstu viku. Sjálfur sagði Trump á Twitter í gær að ef Mexíkó vildi ekki greiða þennan kostnað, þá væri kannski betra að hætta bara við fyrirhugaðan fund með Mexíkóforseta: „Viðskiptahalli Bandaríkjanna gagnvart Mexíkó er 60 milljarðar dala,“ skrifar Trump og gefur til kynna að Mexíkó muni ekki fara vel út úr því ef Bandaríkin segja upp fríverslunarsamningi Norður-Ameríkuríkja, NAFTA: „Þetta hefur verið einhliða samningur frá upphafi NAFTA og með honum hafa tapast fjölmörg störf og fyrirtæki.“ Með forsetatilskipunum sínum á miðvikudaginn boðar Trump meðal annars að ráðnar verði þúsundir nýrra landamæravarða, auk þess sem þær borgir í Bandaríkjunum sem hafa veitt skilríkjalausum innflytjendum grið verði sviptar fjárframlögum frá alríkinu. Þá verði settar miklu strangari reglur um móttöku flóttafólks, einkum frá nokkrum stríðshrjáðum löndum múslima og meðal annars verði engum sýrlenskum flóttamönnum hleypt inn í landið á næstunni. Hann sagðist samt ekkert hræddur um að hann muni með þessu gera illt ástand verra. „Hefurðu alls engar áhyggjur af því að þetta muni auka á reiðina meðal múslima i heiminum?“ var hann spurður í löngu viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC, sem sýnt var á miðvikudag. „Reiði? Reiðin er mikil nú þegar. Hvernig væri hægt að hafa meira af henni?“ spurði Trump. „Ég meina. Heimurinn er í tómu rugli. Heimurinn getur ekki orðið reiðari.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira