Kveðjuræða Obama: „Lýðræðinu ógnað þegar því er tekið sem gefnum hlut“ atli ísleifsson skrifar 11. janúar 2017 08:27 Hinn 55 ára Obama tók við forsetaembættinu árið 2008 en Donald Trump mun taka við því þann 20. janúar næstkomandi. Vísir/AFP Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hélt tilfinningaþrungna þakkarræðu í heimaborg sinni Chicago í gærkvöldi þar sem hann fór yfir síðustu átta ár sín í Hvíta húsinu. Obama sagði meðal annars að samkvæmt langflestum mælikvörðum væru Bandaríkin betra og sterkara land en áður. Forsetinn varaði einnig við því að lýðræðinu væri ógnað um leið og fólk fari að taka því sem gefnum hlut. Þúsundir gesta voru viðstaddir ræðuhöld forsetans sem hvatti Bandaríkjamenn, hvar sem þeir standa í þjóðfélaginu, að reyna að setja sig í spor annarra og bæta sig í því að veita öðrum sjónarmiðum athygli. Gestir hrópuðu „fjögur ár til viðbótar“ þar sem Obama stóð í pontu. Forsetinn brosti og sagðist ekki geta orðið við því, en stjórnarskrá Bandaríkjanna kemur í veg fyrir að forseti geti setið lengur en tvö kjörtímabil.Púað á Trump „Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði forsetinn þegar gestir púuðu eftir að minnst var á að Trump tæki senn við embættinu. Sagði Obama að friðsamleg valdaskipti væri aðalsmerki bandarísks lýðræðis. Áfram hélt hann og sagði lýðræðinu stafa hætta af þremur hlutum – efnahagslegum ójöfnuði, aðgreining kynþátta og að ákveðnir hópar samfélagsins einangruðu sig þar sem skoðanir byggðust ekki á staðreyndum.„Ef þú ert orðinn þreyttur á að rífast við ókunnuga á netinu, reyndu þá að ræða við einhvern augliti til auglitis,“ sagði Obama við mikinn fögnuð viðstaddra, þar sem forsetinn var líklegast að vísa í eftirmann sinn sem þekktur er fyrir Twitter-notkun sína. Hinn 55 ára Obama tók við forsetaembættinu árið 2008 en Donald Trump mun taka við því þann 20. janúar næstkomandi.Sjá má ræðuna í heild sinni að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hélt tilfinningaþrungna þakkarræðu í heimaborg sinni Chicago í gærkvöldi þar sem hann fór yfir síðustu átta ár sín í Hvíta húsinu. Obama sagði meðal annars að samkvæmt langflestum mælikvörðum væru Bandaríkin betra og sterkara land en áður. Forsetinn varaði einnig við því að lýðræðinu væri ógnað um leið og fólk fari að taka því sem gefnum hlut. Þúsundir gesta voru viðstaddir ræðuhöld forsetans sem hvatti Bandaríkjamenn, hvar sem þeir standa í þjóðfélaginu, að reyna að setja sig í spor annarra og bæta sig í því að veita öðrum sjónarmiðum athygli. Gestir hrópuðu „fjögur ár til viðbótar“ þar sem Obama stóð í pontu. Forsetinn brosti og sagðist ekki geta orðið við því, en stjórnarskrá Bandaríkjanna kemur í veg fyrir að forseti geti setið lengur en tvö kjörtímabil.Púað á Trump „Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði forsetinn þegar gestir púuðu eftir að minnst var á að Trump tæki senn við embættinu. Sagði Obama að friðsamleg valdaskipti væri aðalsmerki bandarísks lýðræðis. Áfram hélt hann og sagði lýðræðinu stafa hætta af þremur hlutum – efnahagslegum ójöfnuði, aðgreining kynþátta og að ákveðnir hópar samfélagsins einangruðu sig þar sem skoðanir byggðust ekki á staðreyndum.„Ef þú ert orðinn þreyttur á að rífast við ókunnuga á netinu, reyndu þá að ræða við einhvern augliti til auglitis,“ sagði Obama við mikinn fögnuð viðstaddra, þar sem forsetinn var líklegast að vísa í eftirmann sinn sem þekktur er fyrir Twitter-notkun sína. Hinn 55 ára Obama tók við forsetaembættinu árið 2008 en Donald Trump mun taka við því þann 20. janúar næstkomandi.Sjá má ræðuna í heild sinni að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira