Kveðjuræða Obama: „Lýðræðinu ógnað þegar því er tekið sem gefnum hlut“ atli ísleifsson skrifar 11. janúar 2017 08:27 Hinn 55 ára Obama tók við forsetaembættinu árið 2008 en Donald Trump mun taka við því þann 20. janúar næstkomandi. Vísir/AFP Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hélt tilfinningaþrungna þakkarræðu í heimaborg sinni Chicago í gærkvöldi þar sem hann fór yfir síðustu átta ár sín í Hvíta húsinu. Obama sagði meðal annars að samkvæmt langflestum mælikvörðum væru Bandaríkin betra og sterkara land en áður. Forsetinn varaði einnig við því að lýðræðinu væri ógnað um leið og fólk fari að taka því sem gefnum hlut. Þúsundir gesta voru viðstaddir ræðuhöld forsetans sem hvatti Bandaríkjamenn, hvar sem þeir standa í þjóðfélaginu, að reyna að setja sig í spor annarra og bæta sig í því að veita öðrum sjónarmiðum athygli. Gestir hrópuðu „fjögur ár til viðbótar“ þar sem Obama stóð í pontu. Forsetinn brosti og sagðist ekki geta orðið við því, en stjórnarskrá Bandaríkjanna kemur í veg fyrir að forseti geti setið lengur en tvö kjörtímabil.Púað á Trump „Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði forsetinn þegar gestir púuðu eftir að minnst var á að Trump tæki senn við embættinu. Sagði Obama að friðsamleg valdaskipti væri aðalsmerki bandarísks lýðræðis. Áfram hélt hann og sagði lýðræðinu stafa hætta af þremur hlutum – efnahagslegum ójöfnuði, aðgreining kynþátta og að ákveðnir hópar samfélagsins einangruðu sig þar sem skoðanir byggðust ekki á staðreyndum.„Ef þú ert orðinn þreyttur á að rífast við ókunnuga á netinu, reyndu þá að ræða við einhvern augliti til auglitis,“ sagði Obama við mikinn fögnuð viðstaddra, þar sem forsetinn var líklegast að vísa í eftirmann sinn sem þekktur er fyrir Twitter-notkun sína. Hinn 55 ára Obama tók við forsetaembættinu árið 2008 en Donald Trump mun taka við því þann 20. janúar næstkomandi.Sjá má ræðuna í heild sinni að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hélt tilfinningaþrungna þakkarræðu í heimaborg sinni Chicago í gærkvöldi þar sem hann fór yfir síðustu átta ár sín í Hvíta húsinu. Obama sagði meðal annars að samkvæmt langflestum mælikvörðum væru Bandaríkin betra og sterkara land en áður. Forsetinn varaði einnig við því að lýðræðinu væri ógnað um leið og fólk fari að taka því sem gefnum hlut. Þúsundir gesta voru viðstaddir ræðuhöld forsetans sem hvatti Bandaríkjamenn, hvar sem þeir standa í þjóðfélaginu, að reyna að setja sig í spor annarra og bæta sig í því að veita öðrum sjónarmiðum athygli. Gestir hrópuðu „fjögur ár til viðbótar“ þar sem Obama stóð í pontu. Forsetinn brosti og sagðist ekki geta orðið við því, en stjórnarskrá Bandaríkjanna kemur í veg fyrir að forseti geti setið lengur en tvö kjörtímabil.Púað á Trump „Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði forsetinn þegar gestir púuðu eftir að minnst var á að Trump tæki senn við embættinu. Sagði Obama að friðsamleg valdaskipti væri aðalsmerki bandarísks lýðræðis. Áfram hélt hann og sagði lýðræðinu stafa hætta af þremur hlutum – efnahagslegum ójöfnuði, aðgreining kynþátta og að ákveðnir hópar samfélagsins einangruðu sig þar sem skoðanir byggðust ekki á staðreyndum.„Ef þú ert orðinn þreyttur á að rífast við ókunnuga á netinu, reyndu þá að ræða við einhvern augliti til auglitis,“ sagði Obama við mikinn fögnuð viðstaddra, þar sem forsetinn var líklegast að vísa í eftirmann sinn sem þekktur er fyrir Twitter-notkun sína. Hinn 55 ára Obama tók við forsetaembættinu árið 2008 en Donald Trump mun taka við því þann 20. janúar næstkomandi.Sjá má ræðuna í heild sinni að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira