Munu rannsaka tilkynningar FBI um tölvupóst Clinton Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 20:48 Rannsóknin á tölvupóstamáli Hillary Clinton verður nú rannsökuð. vísir/getty Innra eftirlit bandaríska dómsmálaráðuneytisins mun hefja rannsókn á þeim ákvörðunum sem teknar voru hjá alríkislögreglunni þar í landi sem og í dómsmálaráðuneytinu sjálfu þegar rannsókn fór fram á tölvupóstsamskiptum Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. BBC greinir frá.Tölvupóstsmálið snerist í grunninn um að Clinton, í tíð sinni sem utanríkisráðherra, nýtti sér sitt eigið tölvupóstfang sem hýst var á einkavefþjóni hennar, en ekki tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar. Meðferð leyniskjala, sem fundust í póstum hennar er ólögleg á slíkum einkavefþjónum auk þess sem slíkir vefþjónar eru ekki eins öryggir og ríkisvefþjónar.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonMálið kom sér afar illa fyrir Clinton í kosningabaráttunni og hefur hún meðal annars kennt því um að hún hafi tapað fyrir Donald Trump. Hann nýtti sér málið óspart til þess að mála Clinton upp sem glæpamann og hafði heitið stuðningsmönnum sínum því að hún yrði fangelsuð kæmist hann til valda. Alríkislögreglan lauk rannsókn á málinu í júlí 2016 og gaf það út að ekki ætti að ákæra Clinton. Þann 28. október 2016 tilkynnti James Comey, yfirmaður alríkislögreglunnar hins vegar bandaríska þinginu að málið yrði tekið upp að nýju þar sem FBI hafi fengið í té nýja tölvupósta sem þyrfti að rannsaka hvort í væru ríkisleyndarmál.Umræddir tölvupóstar komu frá Anthony Weiner, umdeildum fyrrum þingmanni og konu hans, Huma Abedin sem var lykilstarfsmaður í kosningabaráttu Clinton og einn af hennar nánustu ráðgjöfum. Þann 6. nóvember, tveimur dögum fyrir forsetakosningarnar tilkynnti Comey svo að FBI hefði komist að sömu niðurstöðu og í júlí, að ekki ætti að ákæra Clinton. Sjá einnig: Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstannaRannsókn innra eftirlitsins mun skoða sérstaklega verkferla í kringum blaðamannafundinn frá því í júlí þegar tilkynnt var að Clinton yrði ekki ákærð en einnig verkferla í kringum tilkynningu alríkislögreglunnar frá því í lok október þar sem James Comey tilkynnti bandaríska þinginu að tölvupóstsmálið yrði tekið upp að nýju. Að sögn Michael Horowitz, sem fara mun fyrir rannsókn innra eftirlitsins fer rannsóknin fram vegna ,,fjölda beiðna" frá almenningi sem og þingmönnum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16 FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Innra eftirlit bandaríska dómsmálaráðuneytisins mun hefja rannsókn á þeim ákvörðunum sem teknar voru hjá alríkislögreglunni þar í landi sem og í dómsmálaráðuneytinu sjálfu þegar rannsókn fór fram á tölvupóstsamskiptum Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. BBC greinir frá.Tölvupóstsmálið snerist í grunninn um að Clinton, í tíð sinni sem utanríkisráðherra, nýtti sér sitt eigið tölvupóstfang sem hýst var á einkavefþjóni hennar, en ekki tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar. Meðferð leyniskjala, sem fundust í póstum hennar er ólögleg á slíkum einkavefþjónum auk þess sem slíkir vefþjónar eru ekki eins öryggir og ríkisvefþjónar.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonMálið kom sér afar illa fyrir Clinton í kosningabaráttunni og hefur hún meðal annars kennt því um að hún hafi tapað fyrir Donald Trump. Hann nýtti sér málið óspart til þess að mála Clinton upp sem glæpamann og hafði heitið stuðningsmönnum sínum því að hún yrði fangelsuð kæmist hann til valda. Alríkislögreglan lauk rannsókn á málinu í júlí 2016 og gaf það út að ekki ætti að ákæra Clinton. Þann 28. október 2016 tilkynnti James Comey, yfirmaður alríkislögreglunnar hins vegar bandaríska þinginu að málið yrði tekið upp að nýju þar sem FBI hafi fengið í té nýja tölvupósta sem þyrfti að rannsaka hvort í væru ríkisleyndarmál.Umræddir tölvupóstar komu frá Anthony Weiner, umdeildum fyrrum þingmanni og konu hans, Huma Abedin sem var lykilstarfsmaður í kosningabaráttu Clinton og einn af hennar nánustu ráðgjöfum. Þann 6. nóvember, tveimur dögum fyrir forsetakosningarnar tilkynnti Comey svo að FBI hefði komist að sömu niðurstöðu og í júlí, að ekki ætti að ákæra Clinton. Sjá einnig: Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstannaRannsókn innra eftirlitsins mun skoða sérstaklega verkferla í kringum blaðamannafundinn frá því í júlí þegar tilkynnt var að Clinton yrði ekki ákærð en einnig verkferla í kringum tilkynningu alríkislögreglunnar frá því í lok október þar sem James Comey tilkynnti bandaríska þinginu að tölvupóstsmálið yrði tekið upp að nýju. Að sögn Michael Horowitz, sem fara mun fyrir rannsókn innra eftirlitsins fer rannsóknin fram vegna ,,fjölda beiðna" frá almenningi sem og þingmönnum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16 FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16
FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30
Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15
Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30