Trump tilbúinn til að starfa með Rússum og Kína Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2017 16:24 Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, segist tilbúinn til að starfa með Rússlandi og Kína. Svo lengi sem þau ríki séu einnig tilbúin til samstarfs. Hann segir að nýlegar þvinganir gegn Rússlandi muni ekki vera afnumdar „fyrst um sinn“. Þá sagði forsetinn verðandi einnig að Eitt Kína stefnan yrði mögulega endurskoðuð. Kína þurfi að sýna lit til þess að komast hjá því að Bandaríkin styðji fullveldi Taívan.Trump var í ítarlegu viðtali við Wall Street Journal. (Áskriftarvefur) Varðandi Rússland, sagðist Trump vonast til þess að hann gæti fundað með Vladimir Putin, forseta Rússlands, fljótlega eftir að hann tekur við völdum þann 20. janúar. Því hann viti til þess að Rússar vilji halda slíkan fund. Hann sagði að mögulega yrðu þvinganirnar afnumdar ef Rússar hjálpi í baráttunni gegn öfgaöflum og öðrum málaflokkum. Hann sagði að ef samskipti ríkjanna yrðu ágæt og Rússar veittu hjálparhönd þá væri ekki nauðsynlegt að halda þvingununum. Um er að ræða þvinganir sem Barack Obama setti á Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum þar í landi. Þá sagði Trump í viðtalinu að yfirvöld í Kína hafi haft umtalsverð áhrif á gjaldmiðil sinn til að auka samkeppnishæfni iðnaðar þar í landi og draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Hann stefnir að því að ræða við Kínverja um það og „Eitt Kína“ stefnuna, sem snýst um samband Kína og Taívan. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Samkvæmt lögum frá 1979 eru Bandaríkin skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Skömmu eftir að Trump var kjörinn forseti ræddi hann í síma við forseta Taívan. Var það í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna, eða verðandi forseti, ræddi beint við forseta Taívan um árabil. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, segist tilbúinn til að starfa með Rússlandi og Kína. Svo lengi sem þau ríki séu einnig tilbúin til samstarfs. Hann segir að nýlegar þvinganir gegn Rússlandi muni ekki vera afnumdar „fyrst um sinn“. Þá sagði forsetinn verðandi einnig að Eitt Kína stefnan yrði mögulega endurskoðuð. Kína þurfi að sýna lit til þess að komast hjá því að Bandaríkin styðji fullveldi Taívan.Trump var í ítarlegu viðtali við Wall Street Journal. (Áskriftarvefur) Varðandi Rússland, sagðist Trump vonast til þess að hann gæti fundað með Vladimir Putin, forseta Rússlands, fljótlega eftir að hann tekur við völdum þann 20. janúar. Því hann viti til þess að Rússar vilji halda slíkan fund. Hann sagði að mögulega yrðu þvinganirnar afnumdar ef Rússar hjálpi í baráttunni gegn öfgaöflum og öðrum málaflokkum. Hann sagði að ef samskipti ríkjanna yrðu ágæt og Rússar veittu hjálparhönd þá væri ekki nauðsynlegt að halda þvingununum. Um er að ræða þvinganir sem Barack Obama setti á Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum þar í landi. Þá sagði Trump í viðtalinu að yfirvöld í Kína hafi haft umtalsverð áhrif á gjaldmiðil sinn til að auka samkeppnishæfni iðnaðar þar í landi og draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Hann stefnir að því að ræða við Kínverja um það og „Eitt Kína“ stefnuna, sem snýst um samband Kína og Taívan. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Samkvæmt lögum frá 1979 eru Bandaríkin skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Skömmu eftir að Trump var kjörinn forseti ræddi hann í síma við forseta Taívan. Var það í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna, eða verðandi forseti, ræddi beint við forseta Taívan um árabil.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira