Kínverjar harðorðir í garð Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2017 10:28 Donald Trump vill endursemja um ,,Eitt Kína'' stefnuna en Kínverjar segja það ekki koma til greina. Vísir/AFP Kínverjar hafa gert Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna það ljóst að stefnan um „Eitt Kína“ sé ekki opin til endurskoðunar. Guardian greinir frá.Trump hefur áður sagt að hann sé tilbúinn til þess að starfa með Kínverjum en einungis ef þeir eru sjálfir reiðubúnir til samstarfs. Séu Kínverjar ekki reiðubúnir til þess telur Trump ljóst að Bandaríkin muni styðja fullveldi Taívan.Sjá einnig:Trump tilbúinn til að starfa með Rússum og KínaKínverjar hafa gert tilkall til Taívans frá árinu 1949 þegar borgarastyrjöld lauk þar í landi með þeim afleiðingum að leiðtogar lýðveldissinna flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki sem þeir hafa allar götur síðan kallað Lýðveldið Kína. Grunnt hefur verið á á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan, þó samskiptin hafi batnað allra síðustu ár. Bandaríkin tóku svo upp stefnuna um „Eitt Kína“ árið 1972 og samþykktu þar með að í raun væri bara um eina kínverska ríkisstjórn að ræða, ríkisstjórnina á meginlandinu og hefur þetta verið grunnurinn að utanríkissamskiptum landanna. Bandaríkjamenn lokuðu sendiráði sínu í Taívan árið 1979 en hafa þrátt fyrir þetta haldið uppi nánum óformlegum tengslum við yfirvöld á eyjunni og eru til að mynda skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Utanríkisráðuneyti Kína hefur gefið út harðorða yfirlýsingu eftir ummæli Trumps um „Eitt Kína“ stefnuna en þar segir að Kínverjar munu ekki setjast niður að neinum samningaborðum til að ræða eðli þeirrar stefnu, hún sé óbreytanleg þar sem aðeins sé um að ræða eina kínverska ríkisstjórn. Í yfirlýsingunni er Trump jafnframt varaður við því að rugga bátnum og að eina leiðin fyrir hann til að koma í veg fyrir að samskipti ríkjanna tveggja, Bandaríkjanna og Kína versni sé að samþykkja hve viðkvæm málefni Taívan séu fyrir kínversk yfirvöld. Trump hefur áður skaðað samskipti ríkjanna tveggja en eitt af hans fyrstu verkum eftir að hann var kosinn var að ræða við forseta Taívan í síma, en það var í fyrsta sinn sem leiðtogi, eða verðandi leiðtogi Bandaríkjanna hefur átt í slíkum samskiptum við leiðtoga í Taívan í áratugi. Þá hefur hann ítrekað gagnrýnt yfirvöld í Kína í sjónvarpsviðtölum og á Twitter síðu sinni fyrir afstöðu sína í málefnum Norður-Kóreu, Suður-Kínahafs og gjaldeyrismála, en hann hefur sakað Kínverja um að hafa umtalsverð áhrif á gjaldmiðil sinn til að auka samkeppnishæfi iðnaðar þar í landi og draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Kínverjar hafa gert Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna það ljóst að stefnan um „Eitt Kína“ sé ekki opin til endurskoðunar. Guardian greinir frá.Trump hefur áður sagt að hann sé tilbúinn til þess að starfa með Kínverjum en einungis ef þeir eru sjálfir reiðubúnir til samstarfs. Séu Kínverjar ekki reiðubúnir til þess telur Trump ljóst að Bandaríkin muni styðja fullveldi Taívan.Sjá einnig:Trump tilbúinn til að starfa með Rússum og KínaKínverjar hafa gert tilkall til Taívans frá árinu 1949 þegar borgarastyrjöld lauk þar í landi með þeim afleiðingum að leiðtogar lýðveldissinna flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki sem þeir hafa allar götur síðan kallað Lýðveldið Kína. Grunnt hefur verið á á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan, þó samskiptin hafi batnað allra síðustu ár. Bandaríkin tóku svo upp stefnuna um „Eitt Kína“ árið 1972 og samþykktu þar með að í raun væri bara um eina kínverska ríkisstjórn að ræða, ríkisstjórnina á meginlandinu og hefur þetta verið grunnurinn að utanríkissamskiptum landanna. Bandaríkjamenn lokuðu sendiráði sínu í Taívan árið 1979 en hafa þrátt fyrir þetta haldið uppi nánum óformlegum tengslum við yfirvöld á eyjunni og eru til að mynda skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Utanríkisráðuneyti Kína hefur gefið út harðorða yfirlýsingu eftir ummæli Trumps um „Eitt Kína“ stefnuna en þar segir að Kínverjar munu ekki setjast niður að neinum samningaborðum til að ræða eðli þeirrar stefnu, hún sé óbreytanleg þar sem aðeins sé um að ræða eina kínverska ríkisstjórn. Í yfirlýsingunni er Trump jafnframt varaður við því að rugga bátnum og að eina leiðin fyrir hann til að koma í veg fyrir að samskipti ríkjanna tveggja, Bandaríkjanna og Kína versni sé að samþykkja hve viðkvæm málefni Taívan séu fyrir kínversk yfirvöld. Trump hefur áður skaðað samskipti ríkjanna tveggja en eitt af hans fyrstu verkum eftir að hann var kosinn var að ræða við forseta Taívan í síma, en það var í fyrsta sinn sem leiðtogi, eða verðandi leiðtogi Bandaríkjanna hefur átt í slíkum samskiptum við leiðtoga í Taívan í áratugi. Þá hefur hann ítrekað gagnrýnt yfirvöld í Kína í sjónvarpsviðtölum og á Twitter síðu sinni fyrir afstöðu sína í málefnum Norður-Kóreu, Suður-Kínahafs og gjaldeyrismála, en hann hefur sakað Kínverja um að hafa umtalsverð áhrif á gjaldmiðil sinn til að auka samkeppnishæfi iðnaðar þar í landi og draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira