Forystusauðir funda á Davos-ráðstefnunni gUÐSTEINN BJARNASON skrifar 17. janúar 2017 07:00 Mikil öryggisgæsla er að venju í svissneska fjallaþorpinu Davos þegar helstu valdamenn heims safnast þar saman. Þarna eru lögreglumenn á þaki ráðstefnuhallarinnar að fara yfir öryggisatriði. vísir/epa Meðal gesta á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss þetta árið er Xi Jinping, forseti Kína. Þar hittast á hverju ári margir helstu forystusauðir viðskipta og stjórnmála í heiminum. Enginn kínverskur forseti hefur áður mætt þar til leiks og þess vegna hefur athygli fjölmiðla beinst mjög að honum, ekki síst reyndar í von um að hann gefi kannski einhverjar vísbendingar um það hvernig hann muni takast á við nýjan forseta Bandaríkjanna.Xi Jinping, forseti Kína.vísir/afpDonald Trump tekur við á föstudaginn og hefur ekkert hikað við að ögra Kínverjum, þótt fyrri Bandaríkjaforsetar og aðrir þjóðarleiðtogar hafi flestir hverjir forðast slíkt eins og heitan eldinn. Xi flytur opnunarávarp ráðstefnunnar í dag og mun að sögn kínverskra fjölmiðla leggja áherslu á mikilvægi alþjóðavæðingar viðskiptalífsins, sem er þveröfugt við þá einangrunarhyggju sem Trump hefur boðað. Trump verður hins vegar fjarri góðu gamni og Vladimír Pútín Rússlandsforseti mætir ekki, en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kemur til Davos síðar í dag eftir að hafa flutt ræðu heima fyrir um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í tengslum við ráðstefnuna eru jafnan gefnar út miklar skýrslur um ástand efnahagsmála í heiminum. Þar á meðal senda alþjóðlegu góðgerðarsamtökin Oxfam frá sér samantekt um ójöfnuð, sem þetta árið leiðir í ljós að átta ríkustu menn heims eiga jafn mikið og fátækari helmingur mannkyns. Oxfam bendir á að einungis um fjórðungur þeirra 1.800 manna sem talist geta milljarðamæringar í dollurum talið hafi eignast auð sinn með dugnaði og heiðarlegri vinnu. Þriðjungur hafi erft féð en um 43 prósent þeirra hafi komist yfir peninga vegna aðstöðu sinnar. Ráðstefnunni í Davos lýkur á föstudaginn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þeir átta ríkustu eiga jafnmikið og fátækari helmingur mannkyns Átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. 16. janúar 2017 11:17 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Meðal gesta á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss þetta árið er Xi Jinping, forseti Kína. Þar hittast á hverju ári margir helstu forystusauðir viðskipta og stjórnmála í heiminum. Enginn kínverskur forseti hefur áður mætt þar til leiks og þess vegna hefur athygli fjölmiðla beinst mjög að honum, ekki síst reyndar í von um að hann gefi kannski einhverjar vísbendingar um það hvernig hann muni takast á við nýjan forseta Bandaríkjanna.Xi Jinping, forseti Kína.vísir/afpDonald Trump tekur við á föstudaginn og hefur ekkert hikað við að ögra Kínverjum, þótt fyrri Bandaríkjaforsetar og aðrir þjóðarleiðtogar hafi flestir hverjir forðast slíkt eins og heitan eldinn. Xi flytur opnunarávarp ráðstefnunnar í dag og mun að sögn kínverskra fjölmiðla leggja áherslu á mikilvægi alþjóðavæðingar viðskiptalífsins, sem er þveröfugt við þá einangrunarhyggju sem Trump hefur boðað. Trump verður hins vegar fjarri góðu gamni og Vladimír Pútín Rússlandsforseti mætir ekki, en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kemur til Davos síðar í dag eftir að hafa flutt ræðu heima fyrir um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í tengslum við ráðstefnuna eru jafnan gefnar út miklar skýrslur um ástand efnahagsmála í heiminum. Þar á meðal senda alþjóðlegu góðgerðarsamtökin Oxfam frá sér samantekt um ójöfnuð, sem þetta árið leiðir í ljós að átta ríkustu menn heims eiga jafn mikið og fátækari helmingur mannkyns. Oxfam bendir á að einungis um fjórðungur þeirra 1.800 manna sem talist geta milljarðamæringar í dollurum talið hafi eignast auð sinn með dugnaði og heiðarlegri vinnu. Þriðjungur hafi erft féð en um 43 prósent þeirra hafi komist yfir peninga vegna aðstöðu sinnar. Ráðstefnunni í Davos lýkur á föstudaginn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þeir átta ríkustu eiga jafnmikið og fátækari helmingur mannkyns Átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. 16. janúar 2017 11:17 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Þeir átta ríkustu eiga jafnmikið og fátækari helmingur mannkyns Átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. 16. janúar 2017 11:17