Trump „taggaði“ ranga Ivönku Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2017 10:30 Ivanka og Donald Trump. V'isir/AFP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, varð fyrir því óláni að „tagga“ vitlausa Ivönku á Twitter í nótt. Í stað þess að beina fylgjendum sínum að Twitter aðgangi dóttur sinnar, beindi Trump þeim að aðgangi breskrar konu sem heitir Ivanka Majic. Hún notaði tækifærið til að svara Trump, biðja hann um að vanda sig á Twitter og kynna sér loftlagsbreytingar betur.@realDonaldTrump @drgoodspine And you're a man with great responsibilities. May I suggest more care on Twitter and more time learning about #climatechange. pic.twitter.com/kBMEGZYtig— Ivanka Majic (@ivanka) January 17, 2017 Svo óheppilega vildi til að Trump var að endurtísta öðru tísti, en sá sem hafði upprunalega tíst því hafði ruglað saman „töggum“. Hann, @drgoodspine, hefur nú lokað aðgangi sínum. Fyrir nokkrum árum lýsti Trump því yfir á Twitter að hann teldi hnattræna hlýnun vera ráðabrugg Kínverja til að gera bandarískan iðnað ósamkeppnishæfan. Svo neitaði hann fyrir að hafa nokkurn tíman sagt það í kappræðum við Hillary Clinton. Síðan þá hefur hann þó lýst yfir efasemdum um Parísarsamkomulagið og hæðst að hnattrænni hlýnun á Twitter. Fregnir bárust af því í gær að Trump ætlar að halda áfram að nota sinn eigin Twitter-aðgang eftir að hann tekur við embætti á föstudaginn. Hann muni ekki skipta yfir á @Potus. Rúmlega 20 milljónir manns fylgjast með aðgangi Trump en hann hefur verið mjög virkur á Twitter um áraraðir. Hann stofnaði aðganginn árið 2009 og síðan þá hefur hann tíst rúmlega 34 þúsund sinnum. Í viðtali við Sunday Times segir hann ástæðu þess að hann tísti svo mikið vera að fjölmiðlar fjalla um hann á óheiðarlegan hátt og að þeir fjalli alltaf um tístin hans. „Ég get gert bing bing bing og þeir fjalla um það um leið og ég tísti.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, varð fyrir því óláni að „tagga“ vitlausa Ivönku á Twitter í nótt. Í stað þess að beina fylgjendum sínum að Twitter aðgangi dóttur sinnar, beindi Trump þeim að aðgangi breskrar konu sem heitir Ivanka Majic. Hún notaði tækifærið til að svara Trump, biðja hann um að vanda sig á Twitter og kynna sér loftlagsbreytingar betur.@realDonaldTrump @drgoodspine And you're a man with great responsibilities. May I suggest more care on Twitter and more time learning about #climatechange. pic.twitter.com/kBMEGZYtig— Ivanka Majic (@ivanka) January 17, 2017 Svo óheppilega vildi til að Trump var að endurtísta öðru tísti, en sá sem hafði upprunalega tíst því hafði ruglað saman „töggum“. Hann, @drgoodspine, hefur nú lokað aðgangi sínum. Fyrir nokkrum árum lýsti Trump því yfir á Twitter að hann teldi hnattræna hlýnun vera ráðabrugg Kínverja til að gera bandarískan iðnað ósamkeppnishæfan. Svo neitaði hann fyrir að hafa nokkurn tíman sagt það í kappræðum við Hillary Clinton. Síðan þá hefur hann þó lýst yfir efasemdum um Parísarsamkomulagið og hæðst að hnattrænni hlýnun á Twitter. Fregnir bárust af því í gær að Trump ætlar að halda áfram að nota sinn eigin Twitter-aðgang eftir að hann tekur við embætti á föstudaginn. Hann muni ekki skipta yfir á @Potus. Rúmlega 20 milljónir manns fylgjast með aðgangi Trump en hann hefur verið mjög virkur á Twitter um áraraðir. Hann stofnaði aðganginn árið 2009 og síðan þá hefur hann tíst rúmlega 34 þúsund sinnum. Í viðtali við Sunday Times segir hann ástæðu þess að hann tísti svo mikið vera að fjölmiðlar fjalla um hann á óheiðarlegan hátt og að þeir fjalli alltaf um tístin hans. „Ég get gert bing bing bing og þeir fjalla um það um leið og ég tísti.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira