Trump „taggaði“ ranga Ivönku Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2017 10:30 Ivanka og Donald Trump. V'isir/AFP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, varð fyrir því óláni að „tagga“ vitlausa Ivönku á Twitter í nótt. Í stað þess að beina fylgjendum sínum að Twitter aðgangi dóttur sinnar, beindi Trump þeim að aðgangi breskrar konu sem heitir Ivanka Majic. Hún notaði tækifærið til að svara Trump, biðja hann um að vanda sig á Twitter og kynna sér loftlagsbreytingar betur.@realDonaldTrump @drgoodspine And you're a man with great responsibilities. May I suggest more care on Twitter and more time learning about #climatechange. pic.twitter.com/kBMEGZYtig— Ivanka Majic (@ivanka) January 17, 2017 Svo óheppilega vildi til að Trump var að endurtísta öðru tísti, en sá sem hafði upprunalega tíst því hafði ruglað saman „töggum“. Hann, @drgoodspine, hefur nú lokað aðgangi sínum. Fyrir nokkrum árum lýsti Trump því yfir á Twitter að hann teldi hnattræna hlýnun vera ráðabrugg Kínverja til að gera bandarískan iðnað ósamkeppnishæfan. Svo neitaði hann fyrir að hafa nokkurn tíman sagt það í kappræðum við Hillary Clinton. Síðan þá hefur hann þó lýst yfir efasemdum um Parísarsamkomulagið og hæðst að hnattrænni hlýnun á Twitter. Fregnir bárust af því í gær að Trump ætlar að halda áfram að nota sinn eigin Twitter-aðgang eftir að hann tekur við embætti á föstudaginn. Hann muni ekki skipta yfir á @Potus. Rúmlega 20 milljónir manns fylgjast með aðgangi Trump en hann hefur verið mjög virkur á Twitter um áraraðir. Hann stofnaði aðganginn árið 2009 og síðan þá hefur hann tíst rúmlega 34 þúsund sinnum. Í viðtali við Sunday Times segir hann ástæðu þess að hann tísti svo mikið vera að fjölmiðlar fjalla um hann á óheiðarlegan hátt og að þeir fjalli alltaf um tístin hans. „Ég get gert bing bing bing og þeir fjalla um það um leið og ég tísti.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, varð fyrir því óláni að „tagga“ vitlausa Ivönku á Twitter í nótt. Í stað þess að beina fylgjendum sínum að Twitter aðgangi dóttur sinnar, beindi Trump þeim að aðgangi breskrar konu sem heitir Ivanka Majic. Hún notaði tækifærið til að svara Trump, biðja hann um að vanda sig á Twitter og kynna sér loftlagsbreytingar betur.@realDonaldTrump @drgoodspine And you're a man with great responsibilities. May I suggest more care on Twitter and more time learning about #climatechange. pic.twitter.com/kBMEGZYtig— Ivanka Majic (@ivanka) January 17, 2017 Svo óheppilega vildi til að Trump var að endurtísta öðru tísti, en sá sem hafði upprunalega tíst því hafði ruglað saman „töggum“. Hann, @drgoodspine, hefur nú lokað aðgangi sínum. Fyrir nokkrum árum lýsti Trump því yfir á Twitter að hann teldi hnattræna hlýnun vera ráðabrugg Kínverja til að gera bandarískan iðnað ósamkeppnishæfan. Svo neitaði hann fyrir að hafa nokkurn tíman sagt það í kappræðum við Hillary Clinton. Síðan þá hefur hann þó lýst yfir efasemdum um Parísarsamkomulagið og hæðst að hnattrænni hlýnun á Twitter. Fregnir bárust af því í gær að Trump ætlar að halda áfram að nota sinn eigin Twitter-aðgang eftir að hann tekur við embætti á föstudaginn. Hann muni ekki skipta yfir á @Potus. Rúmlega 20 milljónir manns fylgjast með aðgangi Trump en hann hefur verið mjög virkur á Twitter um áraraðir. Hann stofnaði aðganginn árið 2009 og síðan þá hefur hann tíst rúmlega 34 þúsund sinnum. Í viðtali við Sunday Times segir hann ástæðu þess að hann tísti svo mikið vera að fjölmiðlar fjalla um hann á óheiðarlegan hátt og að þeir fjalli alltaf um tístin hans. „Ég get gert bing bing bing og þeir fjalla um það um leið og ég tísti.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira