Putín segist ekki hafa skaðlegar upplýsingar um Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. janúar 2017 21:36 Vladimir Pútin, forseti Rússlands. Vísir/AFP Forseti Rússlands, Vladimír Pútín segir að frásagnir fjölmiðla þess efnis að rússnesk yfirvöld hafi undir höndunum skaðlegar upplýsingar um Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, séu þvættingur. BBC greinir frá. Umræddar frásagnir byggja á á skýrslu sem skrifuð var af breskum fyrrverandi leyniþjónustumanni sem starfar nú sjálfstætt. Upplýsingarnar um Trump í skýrslunni eru sagðar vera bæði af persónulegu og fjárhagslegu tagi. Skýrslunni hefur verið lekið á netið. Sagt er að Rússar hafi meðal annars undir höndum myndband sem sýnir Trump með hópi vændiskvenna á hóteli í Moskvu árið 2013 og eru sögusagnir um að hann hafi látið vændiskonurnar pissa á hvora aðra í rúminu fyrir framan hann. Trump hefur áður þvertekið fyrir að sannindi felist í fréttum fjölmiðla þar ytra.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Í ummælum sínum um upplýsingarnar sem Rússar eru sagðir hafa um Trump spyr Pútín meðal annars hvaða ástæðu rússneska leyniþjónustan ætti að hafa fyrir því að njósna um Trump á þeim tíma sem hann var ekki byrjaður að taka þátt í stjórnmálum, líkt og árið 2013. Pútín segir að umrædd skýrsla sé „augljóslega fölsuð“ og birt í þeim tilgangi að grafa undan lögmæti Trumps sem forseta. „Þegar Trump kom til Moskvu var hann ekki orðinn stjórnmálaleiðtogi og við höfðum ekki hugmynd um fyrirætlanir hans í stjórnmálum“ segir Pútín sem spyr um leið hvort að fólk haldi að rússneska leyniþjónustan fylgist með hverjum einasta bandaríska milljónamæringi. Þá segist Pútín einnig efast um að Trump myndi hafa áhuga á samneyti við vændiskonur þar sem hann hafi allajafna verið umkringdur fegurstu konum heims í þeim fegurðarsamkeppnum sem hann hefur skipulagt. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Forseti Rússlands, Vladimír Pútín segir að frásagnir fjölmiðla þess efnis að rússnesk yfirvöld hafi undir höndunum skaðlegar upplýsingar um Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, séu þvættingur. BBC greinir frá. Umræddar frásagnir byggja á á skýrslu sem skrifuð var af breskum fyrrverandi leyniþjónustumanni sem starfar nú sjálfstætt. Upplýsingarnar um Trump í skýrslunni eru sagðar vera bæði af persónulegu og fjárhagslegu tagi. Skýrslunni hefur verið lekið á netið. Sagt er að Rússar hafi meðal annars undir höndum myndband sem sýnir Trump með hópi vændiskvenna á hóteli í Moskvu árið 2013 og eru sögusagnir um að hann hafi látið vændiskonurnar pissa á hvora aðra í rúminu fyrir framan hann. Trump hefur áður þvertekið fyrir að sannindi felist í fréttum fjölmiðla þar ytra.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Í ummælum sínum um upplýsingarnar sem Rússar eru sagðir hafa um Trump spyr Pútín meðal annars hvaða ástæðu rússneska leyniþjónustan ætti að hafa fyrir því að njósna um Trump á þeim tíma sem hann var ekki byrjaður að taka þátt í stjórnmálum, líkt og árið 2013. Pútín segir að umrædd skýrsla sé „augljóslega fölsuð“ og birt í þeim tilgangi að grafa undan lögmæti Trumps sem forseta. „Þegar Trump kom til Moskvu var hann ekki orðinn stjórnmálaleiðtogi og við höfðum ekki hugmynd um fyrirætlanir hans í stjórnmálum“ segir Pútín sem spyr um leið hvort að fólk haldi að rússneska leyniþjónustan fylgist með hverjum einasta bandaríska milljónamæringi. Þá segist Pútín einnig efast um að Trump myndi hafa áhuga á samneyti við vændiskonur þar sem hann hafi allajafna verið umkringdur fegurstu konum heims í þeim fegurðarsamkeppnum sem hann hefur skipulagt.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira