Putín segist ekki hafa skaðlegar upplýsingar um Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. janúar 2017 21:36 Vladimir Pútin, forseti Rússlands. Vísir/AFP Forseti Rússlands, Vladimír Pútín segir að frásagnir fjölmiðla þess efnis að rússnesk yfirvöld hafi undir höndunum skaðlegar upplýsingar um Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, séu þvættingur. BBC greinir frá. Umræddar frásagnir byggja á á skýrslu sem skrifuð var af breskum fyrrverandi leyniþjónustumanni sem starfar nú sjálfstætt. Upplýsingarnar um Trump í skýrslunni eru sagðar vera bæði af persónulegu og fjárhagslegu tagi. Skýrslunni hefur verið lekið á netið. Sagt er að Rússar hafi meðal annars undir höndum myndband sem sýnir Trump með hópi vændiskvenna á hóteli í Moskvu árið 2013 og eru sögusagnir um að hann hafi látið vændiskonurnar pissa á hvora aðra í rúminu fyrir framan hann. Trump hefur áður þvertekið fyrir að sannindi felist í fréttum fjölmiðla þar ytra.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Í ummælum sínum um upplýsingarnar sem Rússar eru sagðir hafa um Trump spyr Pútín meðal annars hvaða ástæðu rússneska leyniþjónustan ætti að hafa fyrir því að njósna um Trump á þeim tíma sem hann var ekki byrjaður að taka þátt í stjórnmálum, líkt og árið 2013. Pútín segir að umrædd skýrsla sé „augljóslega fölsuð“ og birt í þeim tilgangi að grafa undan lögmæti Trumps sem forseta. „Þegar Trump kom til Moskvu var hann ekki orðinn stjórnmálaleiðtogi og við höfðum ekki hugmynd um fyrirætlanir hans í stjórnmálum“ segir Pútín sem spyr um leið hvort að fólk haldi að rússneska leyniþjónustan fylgist með hverjum einasta bandaríska milljónamæringi. Þá segist Pútín einnig efast um að Trump myndi hafa áhuga á samneyti við vændiskonur þar sem hann hafi allajafna verið umkringdur fegurstu konum heims í þeim fegurðarsamkeppnum sem hann hefur skipulagt. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Forseti Rússlands, Vladimír Pútín segir að frásagnir fjölmiðla þess efnis að rússnesk yfirvöld hafi undir höndunum skaðlegar upplýsingar um Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, séu þvættingur. BBC greinir frá. Umræddar frásagnir byggja á á skýrslu sem skrifuð var af breskum fyrrverandi leyniþjónustumanni sem starfar nú sjálfstætt. Upplýsingarnar um Trump í skýrslunni eru sagðar vera bæði af persónulegu og fjárhagslegu tagi. Skýrslunni hefur verið lekið á netið. Sagt er að Rússar hafi meðal annars undir höndum myndband sem sýnir Trump með hópi vændiskvenna á hóteli í Moskvu árið 2013 og eru sögusagnir um að hann hafi látið vændiskonurnar pissa á hvora aðra í rúminu fyrir framan hann. Trump hefur áður þvertekið fyrir að sannindi felist í fréttum fjölmiðla þar ytra.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Í ummælum sínum um upplýsingarnar sem Rússar eru sagðir hafa um Trump spyr Pútín meðal annars hvaða ástæðu rússneska leyniþjónustan ætti að hafa fyrir því að njósna um Trump á þeim tíma sem hann var ekki byrjaður að taka þátt í stjórnmálum, líkt og árið 2013. Pútín segir að umrædd skýrsla sé „augljóslega fölsuð“ og birt í þeim tilgangi að grafa undan lögmæti Trumps sem forseta. „Þegar Trump kom til Moskvu var hann ekki orðinn stjórnmálaleiðtogi og við höfðum ekki hugmynd um fyrirætlanir hans í stjórnmálum“ segir Pútín sem spyr um leið hvort að fólk haldi að rússneska leyniþjónustan fylgist með hverjum einasta bandaríska milljónamæringi. Þá segist Pútín einnig efast um að Trump myndi hafa áhuga á samneyti við vændiskonur þar sem hann hafi allajafna verið umkringdur fegurstu konum heims í þeim fegurðarsamkeppnum sem hann hefur skipulagt.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira