Repúblikanar æfir vegna styttingar á dómi Chelsea Manning Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2017 08:32 Samflokksmenn Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru margir æfir vegna ákvörðunar Barack Obama Bandaríkjaforseta að stytta fangelsisdóminn yfir fyrrverandi hermanninum Chelsea Manning. Manning hefur verið í haldi lögreglu síðan 2010 og verður að óbreyttu sleppt þann 17. maí næstkomandi. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að hafa lekið leynilegum gögnum bandarískra yfirvalda til Wikileaks. Trump hefur sjálfur ekki tjáð sig um ákvörðun Obama að náða Manning og raunar 209 fanga til viðbótar, en samflokksmenn hans á Bandaríkjaþingi hafa ekki legið á skoðunum sínum. Einn þeirra er öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain. „Þetta eru alvarleg mistök sem ég óttast að munu hvetja aðra til njósna og grefur undan heraga,“ segir McCain í yfirsýsingu. Hann kveðst allt annað en ánægður með framferði Obama. „Þetta er leitt, en ef til vill viðeigandi lýsing á misheppnaðri öryggispólitík Obama forseta að hann vilji sleppa manneskju sem stofnaði lífi bandarískra hermanna, embættismanna og leyniþjónustumanna í hættu með því að leka hundruð þúsunda viðkvæmra gagna til Wikileaks, and-bandarískri stofnun sem var verkfæri Rússa í afskiptum þeirra af kosningunum,“ segir McCain. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir málið vera hneyksli. „Landráð Chelsea Manning stofnaði lífi Bandaríkjamanna í hættu með því að opinbera nokkur af viðkvæmustu leyndarmálum ríkisins.“ Segir Ryan að Obama skapi hættulegt fordæmi þegar manneskjur sem ógni þjóðaröryggi verði ekki látnar sæta ábyrgð vegna brota sinna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama styttir dóm Chelsea Manning Mun losna úr fangelsi eftir fimm mánuði. 17. janúar 2017 22:51 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Samflokksmenn Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru margir æfir vegna ákvörðunar Barack Obama Bandaríkjaforseta að stytta fangelsisdóminn yfir fyrrverandi hermanninum Chelsea Manning. Manning hefur verið í haldi lögreglu síðan 2010 og verður að óbreyttu sleppt þann 17. maí næstkomandi. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að hafa lekið leynilegum gögnum bandarískra yfirvalda til Wikileaks. Trump hefur sjálfur ekki tjáð sig um ákvörðun Obama að náða Manning og raunar 209 fanga til viðbótar, en samflokksmenn hans á Bandaríkjaþingi hafa ekki legið á skoðunum sínum. Einn þeirra er öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain. „Þetta eru alvarleg mistök sem ég óttast að munu hvetja aðra til njósna og grefur undan heraga,“ segir McCain í yfirsýsingu. Hann kveðst allt annað en ánægður með framferði Obama. „Þetta er leitt, en ef til vill viðeigandi lýsing á misheppnaðri öryggispólitík Obama forseta að hann vilji sleppa manneskju sem stofnaði lífi bandarískra hermanna, embættismanna og leyniþjónustumanna í hættu með því að leka hundruð þúsunda viðkvæmra gagna til Wikileaks, and-bandarískri stofnun sem var verkfæri Rússa í afskiptum þeirra af kosningunum,“ segir McCain. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir málið vera hneyksli. „Landráð Chelsea Manning stofnaði lífi Bandaríkjamanna í hættu með því að opinbera nokkur af viðkvæmustu leyndarmálum ríkisins.“ Segir Ryan að Obama skapi hættulegt fordæmi þegar manneskjur sem ógni þjóðaröryggi verði ekki látnar sæta ábyrgð vegna brota sinna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama styttir dóm Chelsea Manning Mun losna úr fangelsi eftir fimm mánuði. 17. janúar 2017 22:51 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira