Svona verður dagskráin á innsetningardegi Donald Trump atli ísleifsson skrifar 19. janúar 2017 11:37 Donald Trump verður á morgun 45. forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Búist er við að nokkur hundruð þúsund manns komi saman þegar Donald Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington á morgun. Stjórnarskrá Bandaríkjanna gerir ráð fyrir að forseti hæstaréttar taki eiðstafinn af Donald Trump. Hann mun þá taka við af Barack Obama og verða 45. forseti landsins.BBC hefur tekið saman upplýsingar um dagskrána sem framundan er í tengslum við embættistöku Trump.Fimmtudagurinn 19. janúar (miðað er við íslenskan tíma)15:35: Tónleikar verða haldnir við Abraham Lincoln minnisvarðann. Tónleikarnir munu standa allan daginn. Þar munu meðal annars hljómsveit slökkviliðs Washington-borgar koma fram ásamt lúðrasveitum gagnfræðiskóla í borginni.20:30: Trump og varaforsetinn verðandi, Mike Pence, munu leggja niður krans við athöfn í Arlington-kirkjugarðinum til að minnast fallinna hermanna.21:00: Trump flytur ræðu á tónleikunum við Lincoln-minnisvarðann. Kántrístjörnunar Toby Keith og Lee Greenwood munu koma þar fram. Föstudagurinn 20. janúarTrump sækir guðsþjónustu í St Johns biskupakirkjunni nærri Hvíta húsinu. Þá munu Trump og eiginkona hans, Melania Trump, fá sér kaffi með Obama-hjónunum, áður en þau halda öll að þinghúsinu.14:30: Innsetningarathöfnin á tröppum þinghússins hefst. Tónlistaratriði.16:30: John Roberts, forseti hæstiréttar Bandaríkjanna, tekur eiðstaf af Mike Pence varaforseta.17:00: Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna. Að því loknu flytur hann innsetningarræðu sína.20:00-22:00: Trump og Pence verður ekið um 2,4 kílómetra leið niður Pennsylvania Avenue. Reiknað er með að fjöldi fólks muni þar fylgjast með.00:00-04:00: Trump og Pence munu ásamt eiginkonum sínum sækja þrjár opinberar veislur. Laugardagurinn 21. janúar15:00: Trump og Pence sækja þvertrúarlega samkomu við Washington National Cathedral. Búist er við að fyrrverandi forsetinn Bill Clinton og Hillary Clinton, sem beið lægri hlut fyrir Trump í forsetakosningunum í nóvember, muni sækja innsetningarathöfn Trump. Sömuleiðis verða þar fyrrverandi forsetinn George W. Bush og eiginkona hans, Laura, ásamt fyrrverandi forsetanum Jimmy Carter. Fyrrverandi forsetinn George HW Bush og kona hans, Barbara, liggja nú bæði á sjúkrahúsi og munu ekki sækja innsetningarathöfnina. BBC greinir frá því að búist sé við milli 800 og 900 þúsund manns á innsetningarathöfninni. 1,8 milljónir manna sóttu athöfnina þegar Barack Obama sór sinn eið fyrir átta árum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Búist er við að nokkur hundruð þúsund manns komi saman þegar Donald Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington á morgun. Stjórnarskrá Bandaríkjanna gerir ráð fyrir að forseti hæstaréttar taki eiðstafinn af Donald Trump. Hann mun þá taka við af Barack Obama og verða 45. forseti landsins.BBC hefur tekið saman upplýsingar um dagskrána sem framundan er í tengslum við embættistöku Trump.Fimmtudagurinn 19. janúar (miðað er við íslenskan tíma)15:35: Tónleikar verða haldnir við Abraham Lincoln minnisvarðann. Tónleikarnir munu standa allan daginn. Þar munu meðal annars hljómsveit slökkviliðs Washington-borgar koma fram ásamt lúðrasveitum gagnfræðiskóla í borginni.20:30: Trump og varaforsetinn verðandi, Mike Pence, munu leggja niður krans við athöfn í Arlington-kirkjugarðinum til að minnast fallinna hermanna.21:00: Trump flytur ræðu á tónleikunum við Lincoln-minnisvarðann. Kántrístjörnunar Toby Keith og Lee Greenwood munu koma þar fram. Föstudagurinn 20. janúarTrump sækir guðsþjónustu í St Johns biskupakirkjunni nærri Hvíta húsinu. Þá munu Trump og eiginkona hans, Melania Trump, fá sér kaffi með Obama-hjónunum, áður en þau halda öll að þinghúsinu.14:30: Innsetningarathöfnin á tröppum þinghússins hefst. Tónlistaratriði.16:30: John Roberts, forseti hæstiréttar Bandaríkjanna, tekur eiðstaf af Mike Pence varaforseta.17:00: Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna. Að því loknu flytur hann innsetningarræðu sína.20:00-22:00: Trump og Pence verður ekið um 2,4 kílómetra leið niður Pennsylvania Avenue. Reiknað er með að fjöldi fólks muni þar fylgjast með.00:00-04:00: Trump og Pence munu ásamt eiginkonum sínum sækja þrjár opinberar veislur. Laugardagurinn 21. janúar15:00: Trump og Pence sækja þvertrúarlega samkomu við Washington National Cathedral. Búist er við að fyrrverandi forsetinn Bill Clinton og Hillary Clinton, sem beið lægri hlut fyrir Trump í forsetakosningunum í nóvember, muni sækja innsetningarathöfn Trump. Sömuleiðis verða þar fyrrverandi forsetinn George W. Bush og eiginkona hans, Laura, ásamt fyrrverandi forsetanum Jimmy Carter. Fyrrverandi forsetinn George HW Bush og kona hans, Barbara, liggja nú bæði á sjúkrahúsi og munu ekki sækja innsetningarathöfnina. BBC greinir frá því að búist sé við milli 800 og 900 þúsund manns á innsetningarathöfninni. 1,8 milljónir manna sóttu athöfnina þegar Barack Obama sór sinn eið fyrir átta árum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira