Laugardalslaug stífluð á nýársdag Sveinn Arnarsson skrifar 2. janúar 2017 06:00 Ein sundlaug í Reykjavík, Laugardalslaug, er opin á nýársdag. Fréttablaðið/Hanna Örtröð myndaðist í Laugardalslaug í gær á fyrsta degi ársins. Um fjögur þúsund gestir sóttu laugina heim á þeim sex klukkustundum sem hún var opin og þurftu baðgestir að bíða eftir skápum og að komast í sturtu. Þegar blaðamaður hringdi í Laugardalslaug um miðjan dag í gær afsakaði starfsmaður sig með þeim orðum að það væri það mikið að gera að hann hefði engan tíma til að tala í símann, slík væri örtröðin. „Það var mikið að gera hjá okkur og álag á okkar starfsfólki mikið,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. „Þessi dagur hefur síðustu ár verið einn af stóru dögum ársins og því höfum við tekið á það ráð að vera með aukinn mannskap á vaktinni.“Logi Sigurfinnsson, forstöðumðaur Laugardalslaugar og Sundhallar Reykjavíkurvísir/eyþórLaugardalslaug var eina sundlaugin sem var opin í Reykjavík í gær en sú hefur einnig verið raunin síðustu ár. Flykkjast því margir í laugina á þessum degi. „Þessi umræða kemur upp árlega, hvort fleiri laugar eigi að vera opnar. Á næsta ári verður Sundhöllin opin. Hún hefur verið með sama þjónustustig og Laugardalslaugin og því gæti hún tekið við einhverjum fjölda einnig,“ segir Logi. Gestakoman er ekki jöfn yfir daginn en flestir gestanna mæta um þrjúleytið á nýársdag. Opnað er í hádeginu og er opið til sex þennan daginn. „Þegar mest lætur er fólk að bíða eftir skápum og sturtum. Við erum með um 800 skápa í lauginni og því er mikið af fólki þegar mest er,“ segir Logi en ferðamönnum hefur fjölgað gífurlega síðustu ár og sérstaklega hefur þeim fjölgað sem sækja Ísland heim yfir jól og áramót. „Sá hópur sem sækir laugina þennan dag er öðruvísi saman settur en aðra daga. Á öðrum degi jóla, sem er einnig stór dagur hjá okkur í lauginni, mæta næstum eingöngu Íslendingar til okkar. Því er öfugt farið á fyrsta degi ársins en þá mæta mun fleiri ferðamenn til okkar en vanalega,“ bætir Logi við. Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Örtröð myndaðist í Laugardalslaug í gær á fyrsta degi ársins. Um fjögur þúsund gestir sóttu laugina heim á þeim sex klukkustundum sem hún var opin og þurftu baðgestir að bíða eftir skápum og að komast í sturtu. Þegar blaðamaður hringdi í Laugardalslaug um miðjan dag í gær afsakaði starfsmaður sig með þeim orðum að það væri það mikið að gera að hann hefði engan tíma til að tala í símann, slík væri örtröðin. „Það var mikið að gera hjá okkur og álag á okkar starfsfólki mikið,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. „Þessi dagur hefur síðustu ár verið einn af stóru dögum ársins og því höfum við tekið á það ráð að vera með aukinn mannskap á vaktinni.“Logi Sigurfinnsson, forstöðumðaur Laugardalslaugar og Sundhallar Reykjavíkurvísir/eyþórLaugardalslaug var eina sundlaugin sem var opin í Reykjavík í gær en sú hefur einnig verið raunin síðustu ár. Flykkjast því margir í laugina á þessum degi. „Þessi umræða kemur upp árlega, hvort fleiri laugar eigi að vera opnar. Á næsta ári verður Sundhöllin opin. Hún hefur verið með sama þjónustustig og Laugardalslaugin og því gæti hún tekið við einhverjum fjölda einnig,“ segir Logi. Gestakoman er ekki jöfn yfir daginn en flestir gestanna mæta um þrjúleytið á nýársdag. Opnað er í hádeginu og er opið til sex þennan daginn. „Þegar mest lætur er fólk að bíða eftir skápum og sturtum. Við erum með um 800 skápa í lauginni og því er mikið af fólki þegar mest er,“ segir Logi en ferðamönnum hefur fjölgað gífurlega síðustu ár og sérstaklega hefur þeim fjölgað sem sækja Ísland heim yfir jól og áramót. „Sá hópur sem sækir laugina þennan dag er öðruvísi saman settur en aðra daga. Á öðrum degi jóla, sem er einnig stór dagur hjá okkur í lauginni, mæta næstum eingöngu Íslendingar til okkar. Því er öfugt farið á fyrsta degi ársins en þá mæta mun fleiri ferðamenn til okkar en vanalega,“ bætir Logi við.
Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira