Trump hæðist að bandarísku leyniþjónustunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. janúar 2017 21:18 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna heldur áfram að efast um lögmæti þeirra upplýsinga sem bandarískar leyniþjónustustofnanir telja sig hafa undir höndum varðandi tölvuárásir Rússa. Trump hefur nú notað tækifærið og hæðst að bandarísku leyniþjónustunni í tísti. CNN greinir frá. Bandarískar leyniþjónustustofnanir eru sammála um þátt Rússa í tölvuárásum á Bandaríkin fyrir forsetakosningarnar en Trump hefur efast um sannleiksgildi þeirra upplýsinga. Trump á að eigin sögn að mæta á föstudaginn á upplýsingafund um rússnesku tölvuárásirnar með forsvarsmönnum umræddra leyniþjónustustofnana. Samkvæmt Trump átti sá fundur hins vegar að fara fram í gær. Hann furðar sig á frestuninni á Twitter. Í umræddri Twitter færslu sinni nýtir Trump jafnframt tækifærið til að hæðast að viðkomandi stofnunum með því að setja kaldhæðnislegar gæsalappir utan um ensku orðin „intelligence“ og „russian hacking.“ Um leið ýjar Trump að því að fundinum hafi verið frestað vegna þess að viðkomandi stofnanir þurfi að finna fleiri sönnunargögn til að styðja mál sitt og segir að fresturinn sé furðulegur. Forsvarsmenn viðkomandi stofnanna hafa hins vegar sagt að tíst Trump sé afar furðulegt, þar sem enginn fundur hafi verið skipulagður á þriðjudaginn, heldur hafi fundurinn alltaf átt að fara fram síðar í vikunni og því hafi aldrei verið um neinn frest að ræða.The "Intelligence" briefing on so-called "Russian hacking" was delayed until Friday, perhaps more time needed to build a case. Very strange!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna heldur áfram að efast um lögmæti þeirra upplýsinga sem bandarískar leyniþjónustustofnanir telja sig hafa undir höndum varðandi tölvuárásir Rússa. Trump hefur nú notað tækifærið og hæðst að bandarísku leyniþjónustunni í tísti. CNN greinir frá. Bandarískar leyniþjónustustofnanir eru sammála um þátt Rússa í tölvuárásum á Bandaríkin fyrir forsetakosningarnar en Trump hefur efast um sannleiksgildi þeirra upplýsinga. Trump á að eigin sögn að mæta á föstudaginn á upplýsingafund um rússnesku tölvuárásirnar með forsvarsmönnum umræddra leyniþjónustustofnana. Samkvæmt Trump átti sá fundur hins vegar að fara fram í gær. Hann furðar sig á frestuninni á Twitter. Í umræddri Twitter færslu sinni nýtir Trump jafnframt tækifærið til að hæðast að viðkomandi stofnunum með því að setja kaldhæðnislegar gæsalappir utan um ensku orðin „intelligence“ og „russian hacking.“ Um leið ýjar Trump að því að fundinum hafi verið frestað vegna þess að viðkomandi stofnanir þurfi að finna fleiri sönnunargögn til að styðja mál sitt og segir að fresturinn sé furðulegur. Forsvarsmenn viðkomandi stofnanna hafa hins vegar sagt að tíst Trump sé afar furðulegt, þar sem enginn fundur hafi verið skipulagður á þriðjudaginn, heldur hafi fundurinn alltaf átt að fara fram síðar í vikunni og því hafi aldrei verið um neinn frest að ræða.The "Intelligence" briefing on so-called "Russian hacking" was delayed until Friday, perhaps more time needed to build a case. Very strange!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira