Pútín hyggst ekki vísa bandarískum erindrekum úr landi Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2016 12:50 Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ekki vilja skapa vandræði fyrir bandaríska embættismenn í Rússlandi. Vísir/AFP Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ekki ætla vísa bandarískum erindrekum úr landi líkt og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lagði til í morgun. AFP greinir frá því að Pútín vilji sjá þá pólitík sem Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst reka, áður en ákvörðun er tekin um viðbrögð við ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að vísa 35 rússneskum embættismönnum úr landi. „Við viljum ekki skapa vandræði fyrir bandaríska erindreka. Við munum ekki vísa neinum úr landi,“ segir Pútín í yfirlýsingu, sem nýtti jafnframt tækifærið og bauð börnum bandarískra embættismanna í Rússlandi til sérstakrar jólaveislu sem haldið verður í Kreml. Lavrov lagði í morgun til við Pútín að 31 erindreka úr bandaríska sendiráðinu í Moskvu og fjórum sem starfa í ræðismannaskrifstofunni í Pétursborg yrði vísað úr landi. Bandaríkjastjórn ákvað í gær að vísa 35 erindrekum rússneskra stjórnvalda úr landi vegna meintra tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum. Leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa sakað rússnesk yfirvöld um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með tölvuárásum og þeir hafi hjálpað Donald Trump að bera sigur úr býtum. Rússlandsstjórn hefur hafnað ásökunum Bandaríkjastjórnar og segja þær ekki eiga við rök að styðjast. Auk þess að reka erindrekana úr landi hefur verið tilkynnt um viðskiptaþvinganir gegn rússnesku leyniþjónustunum GRU og FSB og lokun tveggja bygginga í New York og Maryland sem sagðar eru starfstöðvar rússnesku leyniþjónustunnar. Obama segir aðgerðir ríkisstjórnar sinnar vera nauðsynlegar og að allir Bandaríkjamenn ættu að hafa áhyggjur af framferði Rússlands. Þá segir hann erindreka Bandaríkjanna í Rússlandi hafa orðið fyrir óásættanlega miklu áreiti í Rússlandi síðasta árið. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05 Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45 Rússar svara Bandaríkjamönnum í sömu mynt Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að reka 35 erindreka bandarískra stjórnvalda úr landi. 30. desember 2016 10:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ekki ætla vísa bandarískum erindrekum úr landi líkt og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lagði til í morgun. AFP greinir frá því að Pútín vilji sjá þá pólitík sem Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst reka, áður en ákvörðun er tekin um viðbrögð við ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að vísa 35 rússneskum embættismönnum úr landi. „Við viljum ekki skapa vandræði fyrir bandaríska erindreka. Við munum ekki vísa neinum úr landi,“ segir Pútín í yfirlýsingu, sem nýtti jafnframt tækifærið og bauð börnum bandarískra embættismanna í Rússlandi til sérstakrar jólaveislu sem haldið verður í Kreml. Lavrov lagði í morgun til við Pútín að 31 erindreka úr bandaríska sendiráðinu í Moskvu og fjórum sem starfa í ræðismannaskrifstofunni í Pétursborg yrði vísað úr landi. Bandaríkjastjórn ákvað í gær að vísa 35 erindrekum rússneskra stjórnvalda úr landi vegna meintra tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum. Leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa sakað rússnesk yfirvöld um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með tölvuárásum og þeir hafi hjálpað Donald Trump að bera sigur úr býtum. Rússlandsstjórn hefur hafnað ásökunum Bandaríkjastjórnar og segja þær ekki eiga við rök að styðjast. Auk þess að reka erindrekana úr landi hefur verið tilkynnt um viðskiptaþvinganir gegn rússnesku leyniþjónustunum GRU og FSB og lokun tveggja bygginga í New York og Maryland sem sagðar eru starfstöðvar rússnesku leyniþjónustunnar. Obama segir aðgerðir ríkisstjórnar sinnar vera nauðsynlegar og að allir Bandaríkjamenn ættu að hafa áhyggjur af framferði Rússlands. Þá segir hann erindreka Bandaríkjanna í Rússlandi hafa orðið fyrir óásættanlega miklu áreiti í Rússlandi síðasta árið.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05 Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45 Rússar svara Bandaríkjamönnum í sömu mynt Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að reka 35 erindreka bandarískra stjórnvalda úr landi. 30. desember 2016 10:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05
Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45
Rússar svara Bandaríkjamönnum í sömu mynt Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að reka 35 erindreka bandarískra stjórnvalda úr landi. 30. desember 2016 10:28