Trump hrósar „mjög snjöllum“ Putin Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2016 21:00 Donald Trump og Vladmir Putin. Vísir/getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hrósar Vladimir Putin, forseta Rússlands, fyrir að bíða með viðbrögð við refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn Rússlandi, sem kynntar voru í gær. Auk þess að viðskiptaþvingunum verður beitt hafa 35 rússneskir erindrekar og njósnarar verið reknir frá Bandaríkjunum. Ástæður aðgerðanna samkvæmt Hvíta húsinu eru tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum, meðferð bandarískra erindreka í Rússlands og afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Putin tilkynnti í dag að hann myndi bíða til 20. janúar með að ákveða viðbrögð Rússlands. Donald Trump tekur við forsetaembættinu þann dag. Eins og svo oft áður tjáði Trump sig um málið á Twitter í kvöld þar sem hann segir ákvörðun Putin vera „frábæra“ og að Trump hafi ávalt vitað að Putin væri „mjög snjall“.Great move on delay (by V. Putin) - I always knew he was very smart!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 30, 2016 Ljóst er að Trump á ekki samleið með hópi þingmanna Repúblikana sem segja ljóst að refsa þurfi Rússum frekar og koma í veg fyrir frekari afskipti þeirra og tölvuárásir. Í gær sagði Trump að hann myndi funda með forsvarsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna í næstu viku með þeim tilgangi að kynna sér staðreyndirnar varðandi meint afskipti Rússlands. Hingað til hefur hann þvertekið fyrir að ásakanirnar séu sannar. Rússar hafa einnig neitað þeim. Alríkislögregla Bandaríkjanna, birti hins vegar í gær skýrslu þar sem farið var yfir málið. CIA, Homeland Security og aðrar stofnanir hafa einnig haldið því fram að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum. Meðal annars með tölvuárás á höfuðstöðvar Demókrataflokksins þar sem þúsundum tölvupósta var stolið og dreift á netinu og gegn John Podesta, framkvæmdastjóra forsetaframboðs Hillary Clinton. Hvorki Demókrataflokkurinn né Podesta eru hins vegar nefndir með beinum orðum í skýrslunni. Þar kemur fram að hakkarahóparnir APT29 og APT 28 hafi komið að árásunum. Hóparnir eru einnig þekktir sem Cozy Bear og Fancy Bear. Fyrri hópurinn er sagður vera rekinn af leyniþjónustu Rússlands, FSB, og seinni hópurinn af leyniþjónustu hersins, GRU. Báðir hóparnir hafa verið bendlaðir við fjölmargar tölvuárásir á stofnanir, samtök, skóla og fleira um allan heim á undanförnum árum.Heimildarmaður Reuters segir að hluti skýrslunnar hafi komið fram áður. Hann segir mjög erfitt að opinbera óhyggjandi sannanir um árásirnar án þess að opinbera um leið heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta Bandaríkjanna.Staðfestir gamlar niðurstöður Skýrsla FBI staðfestir fyrri niðurstöður netöryggisfyrirtækja sem höfðu meðal annars rannsakað tölvuárásirnar á Demókrataflokkinn. Fyrirtækið CrowdStrike var ráðið af demókrötum til að fara yfir árásina og komust þeir einnig að þeirri niðurstöðu að Cozy Bear og Fancy Bear hafðu komið að árásinni. Niðurstöður þeirra og gögnin frá árásinni voru birtar á netinu og hafa aðrir sérfræðingar einnig komist að sömu niðurstöðu. Í skýrslu CrowdStrike, frá því í júní, segir að bæði Cozy Bear og Fancy Bear hafi margsinnis gert árásir á viðskiptavini fyrirtækisins og starfsmenn þess þekki báða hópana vel. Enn fremur segir að þeir með bestu hópum tölvuhakkara á heimsvísu. Þar er einnig tekið fram að Cozy Bear hafi gert heppnaðar tölvuárásir á kerfi Hvíta hússins, Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna og gegn hernaðaryfirvöldum landsins á árinu 2015. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlar að kynna sér staðreyndir um tölvuárásir Rússa Donald Trump segist ætla að funda með forsvarsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna. 29. desember 2016 23:39 Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05 Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45 Pútín hyggst ekki vísa bandarískum erindrekum úr landi Utanríkisráðherra Rússlands lagði í morgun til að 35 bandarískum erindrekum yrði vísað úr landi. 30. desember 2016 12:50 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hrósar Vladimir Putin, forseta Rússlands, fyrir að bíða með viðbrögð við refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn Rússlandi, sem kynntar voru í gær. Auk þess að viðskiptaþvingunum verður beitt hafa 35 rússneskir erindrekar og njósnarar verið reknir frá Bandaríkjunum. Ástæður aðgerðanna samkvæmt Hvíta húsinu eru tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum, meðferð bandarískra erindreka í Rússlands og afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Putin tilkynnti í dag að hann myndi bíða til 20. janúar með að ákveða viðbrögð Rússlands. Donald Trump tekur við forsetaembættinu þann dag. Eins og svo oft áður tjáði Trump sig um málið á Twitter í kvöld þar sem hann segir ákvörðun Putin vera „frábæra“ og að Trump hafi ávalt vitað að Putin væri „mjög snjall“.Great move on delay (by V. Putin) - I always knew he was very smart!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 30, 2016 Ljóst er að Trump á ekki samleið með hópi þingmanna Repúblikana sem segja ljóst að refsa þurfi Rússum frekar og koma í veg fyrir frekari afskipti þeirra og tölvuárásir. Í gær sagði Trump að hann myndi funda með forsvarsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna í næstu viku með þeim tilgangi að kynna sér staðreyndirnar varðandi meint afskipti Rússlands. Hingað til hefur hann þvertekið fyrir að ásakanirnar séu sannar. Rússar hafa einnig neitað þeim. Alríkislögregla Bandaríkjanna, birti hins vegar í gær skýrslu þar sem farið var yfir málið. CIA, Homeland Security og aðrar stofnanir hafa einnig haldið því fram að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum. Meðal annars með tölvuárás á höfuðstöðvar Demókrataflokksins þar sem þúsundum tölvupósta var stolið og dreift á netinu og gegn John Podesta, framkvæmdastjóra forsetaframboðs Hillary Clinton. Hvorki Demókrataflokkurinn né Podesta eru hins vegar nefndir með beinum orðum í skýrslunni. Þar kemur fram að hakkarahóparnir APT29 og APT 28 hafi komið að árásunum. Hóparnir eru einnig þekktir sem Cozy Bear og Fancy Bear. Fyrri hópurinn er sagður vera rekinn af leyniþjónustu Rússlands, FSB, og seinni hópurinn af leyniþjónustu hersins, GRU. Báðir hóparnir hafa verið bendlaðir við fjölmargar tölvuárásir á stofnanir, samtök, skóla og fleira um allan heim á undanförnum árum.Heimildarmaður Reuters segir að hluti skýrslunnar hafi komið fram áður. Hann segir mjög erfitt að opinbera óhyggjandi sannanir um árásirnar án þess að opinbera um leið heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta Bandaríkjanna.Staðfestir gamlar niðurstöður Skýrsla FBI staðfestir fyrri niðurstöður netöryggisfyrirtækja sem höfðu meðal annars rannsakað tölvuárásirnar á Demókrataflokkinn. Fyrirtækið CrowdStrike var ráðið af demókrötum til að fara yfir árásina og komust þeir einnig að þeirri niðurstöðu að Cozy Bear og Fancy Bear hafðu komið að árásinni. Niðurstöður þeirra og gögnin frá árásinni voru birtar á netinu og hafa aðrir sérfræðingar einnig komist að sömu niðurstöðu. Í skýrslu CrowdStrike, frá því í júní, segir að bæði Cozy Bear og Fancy Bear hafi margsinnis gert árásir á viðskiptavini fyrirtækisins og starfsmenn þess þekki báða hópana vel. Enn fremur segir að þeir með bestu hópum tölvuhakkara á heimsvísu. Þar er einnig tekið fram að Cozy Bear hafi gert heppnaðar tölvuárásir á kerfi Hvíta hússins, Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna og gegn hernaðaryfirvöldum landsins á árinu 2015.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlar að kynna sér staðreyndir um tölvuárásir Rússa Donald Trump segist ætla að funda með forsvarsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna. 29. desember 2016 23:39 Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05 Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45 Pútín hyggst ekki vísa bandarískum erindrekum úr landi Utanríkisráðherra Rússlands lagði í morgun til að 35 bandarískum erindrekum yrði vísað úr landi. 30. desember 2016 12:50 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Ætlar að kynna sér staðreyndir um tölvuárásir Rússa Donald Trump segist ætla að funda með forsvarsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna. 29. desember 2016 23:39
Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05
Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45
Pútín hyggst ekki vísa bandarískum erindrekum úr landi Utanríkisráðherra Rússlands lagði í morgun til að 35 bandarískum erindrekum yrði vísað úr landi. 30. desember 2016 12:50