Trump biður Ísraela að þrauka til 20. janúar Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2016 15:04 Donald Trump. Vísir/AFP Donald Trump hefur hvatt Ísraela til að vera sterka og þrauka þar til að hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi. Trump segir á Twitter-síðu sinni að Ísraelum hafi verið sýnt virðingarleysi og landið smánað og að þessu verði að ljúka. Trump vísar þar í ákvörðun Bandaríkjastjórnar síðastliðinn föstudag að beita ekki neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn ályktun sem sneri að uppbyggingu landnemabyggða Ísraela.We cannot continue to let Israel be treated with such total disdain and disrespect. They used to have a great friend in the U.S., but.......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2016 not anymore. The beginning of the end was the horrible Iran deal, and now this (U.N.)! Stay strong Israel, January 20th is fast approaching!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2016 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur harðlega gagnrýnt Bandaríkjastjórn í kjölfar atkvæðagreiðslunnar í öryggisráðinu og hefur Ísraelsstjórn hótað því að stöðva greiðslur sínar til Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur Ísraelsstjórn haldið því fram að þau hafi gögn undir höndum sem sýna fram á að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta hafi sjálf staðið að baki ályktuninni. Þessu hafnar talsmenn Bandaríkjastjórnar.Búið að fresta atkvæðagreiðslu Nefnd ísraelskra yfirvalda hefur frestað atkvæðagreiðslu varðandi hvort heimila beri byggingu nærri fimm hundruð nýrra íbúða á landnemabyggðum í austurhluta Jerúsalem. Í frétt BBC segir að ákvörðunin um frestun atkvæðagreiðslunnar hafi verið tekin í kjölfar sérstakrar beiðni þess efnis frá forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu. Andstæðingar Trump hafa hvatt hann til að koma skilaboðum sínum þegar kemur að utanríkismálum á framfæri með hefðbundnari leiðum en Twitter. Um hálf milljón Ísraela búa í um 140 landnemabyggðum Ísraelsstjórnar á hernumdu svæðunum sem hafa verið í byggingu frá árinu 1967. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mahmoud Abbas vonar að uppbygging landnemabyggða sé senn á enda Abbas sagðist vona að friðarfundur í París í janúar geti orðið vettvangur fyrir endalok landnemabyggða. 27. desember 2016 19:30 Ísraelska stjórnarandstaðan gagnrýnir Netanyahu Þeir segja að ofsafengin viðbrögð hans við ályktun öryggisráðsins skaði hagsmuni Ísraels. 26. desember 2016 16:41 Ísraelar saka Bandaríkin um að standa á bakvið ályktun öryggisráðsins Ísraelar hóta því jafnframt að láta Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna fá gögn sem sanna það. 26. desember 2016 23:07 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Donald Trump hefur hvatt Ísraela til að vera sterka og þrauka þar til að hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi. Trump segir á Twitter-síðu sinni að Ísraelum hafi verið sýnt virðingarleysi og landið smánað og að þessu verði að ljúka. Trump vísar þar í ákvörðun Bandaríkjastjórnar síðastliðinn föstudag að beita ekki neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn ályktun sem sneri að uppbyggingu landnemabyggða Ísraela.We cannot continue to let Israel be treated with such total disdain and disrespect. They used to have a great friend in the U.S., but.......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2016 not anymore. The beginning of the end was the horrible Iran deal, and now this (U.N.)! Stay strong Israel, January 20th is fast approaching!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2016 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur harðlega gagnrýnt Bandaríkjastjórn í kjölfar atkvæðagreiðslunnar í öryggisráðinu og hefur Ísraelsstjórn hótað því að stöðva greiðslur sínar til Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur Ísraelsstjórn haldið því fram að þau hafi gögn undir höndum sem sýna fram á að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta hafi sjálf staðið að baki ályktuninni. Þessu hafnar talsmenn Bandaríkjastjórnar.Búið að fresta atkvæðagreiðslu Nefnd ísraelskra yfirvalda hefur frestað atkvæðagreiðslu varðandi hvort heimila beri byggingu nærri fimm hundruð nýrra íbúða á landnemabyggðum í austurhluta Jerúsalem. Í frétt BBC segir að ákvörðunin um frestun atkvæðagreiðslunnar hafi verið tekin í kjölfar sérstakrar beiðni þess efnis frá forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu. Andstæðingar Trump hafa hvatt hann til að koma skilaboðum sínum þegar kemur að utanríkismálum á framfæri með hefðbundnari leiðum en Twitter. Um hálf milljón Ísraela búa í um 140 landnemabyggðum Ísraelsstjórnar á hernumdu svæðunum sem hafa verið í byggingu frá árinu 1967.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mahmoud Abbas vonar að uppbygging landnemabyggða sé senn á enda Abbas sagðist vona að friðarfundur í París í janúar geti orðið vettvangur fyrir endalok landnemabyggða. 27. desember 2016 19:30 Ísraelska stjórnarandstaðan gagnrýnir Netanyahu Þeir segja að ofsafengin viðbrögð hans við ályktun öryggisráðsins skaði hagsmuni Ísraels. 26. desember 2016 16:41 Ísraelar saka Bandaríkin um að standa á bakvið ályktun öryggisráðsins Ísraelar hóta því jafnframt að láta Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna fá gögn sem sanna það. 26. desember 2016 23:07 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Mahmoud Abbas vonar að uppbygging landnemabyggða sé senn á enda Abbas sagðist vona að friðarfundur í París í janúar geti orðið vettvangur fyrir endalok landnemabyggða. 27. desember 2016 19:30
Ísraelska stjórnarandstaðan gagnrýnir Netanyahu Þeir segja að ofsafengin viðbrögð hans við ályktun öryggisráðsins skaði hagsmuni Ísraels. 26. desember 2016 16:41
Ísraelar saka Bandaríkin um að standa á bakvið ályktun öryggisráðsins Ísraelar hóta því jafnframt að láta Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna fá gögn sem sanna það. 26. desember 2016 23:07