Kerry sendir Netanyahu tóninn á síðustu metrunum í valdatíð sinni Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 29. desember 2016 13:06 John Kerry er starfandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA Svo virðist sem John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi raskað rónni enn frekar á milli Ísraels og Bandaríkjanna í nýlegri gagnrýni sinni á landnemabyggðir Ísraelsmanna í Palestínu. Reuters greinir frá. Kerry viðraði áhyggjur sínar að áframhaldandi landnám Ísraelsmanna gæti raskað ró enn frekar í Mið-Austurlöndum. Samband landanna tveggja, Bandaríkjanna og Ísraels, hefur þó verið í stirðari kantinum í valdatíð Obama en ráðamenn samþykktu nýverið tillögu Sameinuðu þjóðanna þar sem Ísraelsmenn eru hvattir til að enda landnemabyggðir sínar. Ísraelsmenn eru ósáttir við Bandaríkjamenn og telja að þeir hafi átt hlutdeild í að leggja tillöguna fram. Kerry bendir á að það hafi hins vegar verið í höndum Egyptalands. Kerry varði þessa ákvörðun með því að benda á að þetta væri ekki gert með það í huga að einangra Ísrael heldur að þessi framganga ísraelsmanna sé ekki boðleg og sporni gegn friði. Hann bendir á að vinaþjóðir á borð við Bandaríkin og Ísrael eigi að benda hvor annarri á ef mistök eru gerð. Það sýni virðingu. Kerry hefur mikið lagt upp úr svokallaðri tveggjalanda lausn þar sem örugg landamæri séu sett á milli Ísraels og Palestínu sem miðar við þær línur sem lagðar voru árið 1967 þegar vestur bakki Palestínu var enn í höndum Palestínumanna. Kerry virðist því senda Ísraelsmönnum ansi gagnrýninn tón í lok valdatíðar sinnar.Netanyahu stórmóðgaður Benjamin Netanyahu sakaði Kerry um að vera hlutdrægan og benti á að Ísraelsmenn þyrftu ekki að fá fyrirlestur frá erlendum aðilum um hvernig þeir hátta sínum málum. Einnig sagðist hann hlakka til að vinna með nýkjörnum forseta Bandaríkjanna Donald Trump þar sem sá hafi lagt upp með að samband Bandaríkjanna og Ísraels muni aðeins styrkjast í valdatíð sinni. Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas sagði í andsvari að hann teldi þó að friður á milli Ísrael og Palestínu væri mögulegur en áréttaði að til þess þyrftu Ísraelsmenn að stöðva landnemabyggðir sínar og læra að lifa í friði með þeim. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Svo virðist sem John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi raskað rónni enn frekar á milli Ísraels og Bandaríkjanna í nýlegri gagnrýni sinni á landnemabyggðir Ísraelsmanna í Palestínu. Reuters greinir frá. Kerry viðraði áhyggjur sínar að áframhaldandi landnám Ísraelsmanna gæti raskað ró enn frekar í Mið-Austurlöndum. Samband landanna tveggja, Bandaríkjanna og Ísraels, hefur þó verið í stirðari kantinum í valdatíð Obama en ráðamenn samþykktu nýverið tillögu Sameinuðu þjóðanna þar sem Ísraelsmenn eru hvattir til að enda landnemabyggðir sínar. Ísraelsmenn eru ósáttir við Bandaríkjamenn og telja að þeir hafi átt hlutdeild í að leggja tillöguna fram. Kerry bendir á að það hafi hins vegar verið í höndum Egyptalands. Kerry varði þessa ákvörðun með því að benda á að þetta væri ekki gert með það í huga að einangra Ísrael heldur að þessi framganga ísraelsmanna sé ekki boðleg og sporni gegn friði. Hann bendir á að vinaþjóðir á borð við Bandaríkin og Ísrael eigi að benda hvor annarri á ef mistök eru gerð. Það sýni virðingu. Kerry hefur mikið lagt upp úr svokallaðri tveggjalanda lausn þar sem örugg landamæri séu sett á milli Ísraels og Palestínu sem miðar við þær línur sem lagðar voru árið 1967 þegar vestur bakki Palestínu var enn í höndum Palestínumanna. Kerry virðist því senda Ísraelsmönnum ansi gagnrýninn tón í lok valdatíðar sinnar.Netanyahu stórmóðgaður Benjamin Netanyahu sakaði Kerry um að vera hlutdrægan og benti á að Ísraelsmenn þyrftu ekki að fá fyrirlestur frá erlendum aðilum um hvernig þeir hátta sínum málum. Einnig sagðist hann hlakka til að vinna með nýkjörnum forseta Bandaríkjanna Donald Trump þar sem sá hafi lagt upp með að samband Bandaríkjanna og Ísraels muni aðeins styrkjast í valdatíð sinni. Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas sagði í andsvari að hann teldi þó að friður á milli Ísrael og Palestínu væri mögulegur en áréttaði að til þess þyrftu Ísraelsmenn að stöðva landnemabyggðir sínar og læra að lifa í friði með þeim.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira