Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2016 21:45 Vladimir Putin, forseti Rússlands. Vísir/AFP Rússar segja refsiaðgerðir Bandaríkjanna vera til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Barack Obama. Þar að auki telja þeir aðgerðirnar vera óréttlátar og ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum. Þeir vara við því að aðgerðirnar muni ganga frá öllum samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna. Rússar segja allar ásakanir um tölvuárásir og tilraunir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum vera rangar. Bandaríkin tilkynntu í kvöld viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og að 35 erindrekar yrðu reknir úr landi.Sjá einnig: Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, segir að aðgerðunum verði svarað en hins vegar liggi ekki á viðbrögðum Rússlands. Stutt sé í að nýr forseti taki við völdum í Bandaríkjunum.Sendiráð Rússlands í Bretlandi hefur tjáð sig um aðgerðir Bandaríkjanna á Twitter.„Við búumst við því að okkur takist að losna við svo klaufalegar aðgerðir,“ er haft eftir Dmitry Peskov, talsmanni Putin, á vef RT. Enn fremur segist hann telja að Bandaríkin og Rússland muni geta tekið sameiginleg skref í átt að bættum samskiptum ríkjanna.Peskov segir að Putin muni skipa fyrir um „viðeigandi“ viðbrögð gegn refsiaðgerðum Bandaríkjanna. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gæti snúið ákvörðun ríkisstjórnar Obama við þegar hann tekur við völdum þann 20. janúar. Ónefndur en háttsettur embættismaður sem Reuters ræddi við segir hins vegar að það væri ekki ráðlegt. Engin ástæða sé til þess að trúa að Rússar ætli sér að hætta afskiptum af kosningum annarra ríkja. Þar á meðal í evrópskum ríkjum sem séu bandamenn Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Rússar segja refsiaðgerðir Bandaríkjanna vera til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Barack Obama. Þar að auki telja þeir aðgerðirnar vera óréttlátar og ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum. Þeir vara við því að aðgerðirnar muni ganga frá öllum samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna. Rússar segja allar ásakanir um tölvuárásir og tilraunir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum vera rangar. Bandaríkin tilkynntu í kvöld viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og að 35 erindrekar yrðu reknir úr landi.Sjá einnig: Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, segir að aðgerðunum verði svarað en hins vegar liggi ekki á viðbrögðum Rússlands. Stutt sé í að nýr forseti taki við völdum í Bandaríkjunum.Sendiráð Rússlands í Bretlandi hefur tjáð sig um aðgerðir Bandaríkjanna á Twitter.„Við búumst við því að okkur takist að losna við svo klaufalegar aðgerðir,“ er haft eftir Dmitry Peskov, talsmanni Putin, á vef RT. Enn fremur segist hann telja að Bandaríkin og Rússland muni geta tekið sameiginleg skref í átt að bættum samskiptum ríkjanna.Peskov segir að Putin muni skipa fyrir um „viðeigandi“ viðbrögð gegn refsiaðgerðum Bandaríkjanna. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gæti snúið ákvörðun ríkisstjórnar Obama við þegar hann tekur við völdum þann 20. janúar. Ónefndur en háttsettur embættismaður sem Reuters ræddi við segir hins vegar að það væri ekki ráðlegt. Engin ástæða sé til þess að trúa að Rússar ætli sér að hætta afskiptum af kosningum annarra ríkja. Þar á meðal í evrópskum ríkjum sem séu bandamenn Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira