„Það þarf ekki að segja mér, ég er, þú veist, gáfaður maður. Það þarf ekki að segja mér sama hlutin og sömu orðin á hverjum degi næstu átta ár. Það gætu verið átta ár. Átta ár,“ sagði Trump í viðtali við Fox News sem birt var í gær.
Hann sagði að þess í stað væri hægt að hringja í hann þegar eitthvað breytist.
Hann hefur orðið fyrir gagnrýni á síðustu dögum fyrir að segja það þvætting að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum í Bandaríkjunum við að hjálpa Trump. Gagnrýnendur segja að forsetinn verðandi sé að draga úr trúverðugleika leyniþjónusta Bandaríkjanna.
Fyrr í dag gerði Trump lítið úr þeirri niðurstöðu leyniþjónusta Bandaríkjanna að Rússar hefðu haft afskipti af kosningunum. Hann sagði að ef kosningarnar hefðu farið á hinn veginn og að hann og teymi hans væru að halda þessu fram yrði þetta kallað samsæriskenning.
Can you imagine if the election results were the opposite and WE tried to play the Russia/CIA card. It would be called conspiracy theory!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2016
Unless you catch "hackers" in the act, it is very hard to determine who was doing the hacking. Why wasn't this brought up before election?
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2016