Um alvarlega fjárhagsstöðu Háskóla Íslands jón atli benediktsson skrifar 17. desember 2016 14:55 Árið 2005 gerðu Samtök evrópskra háskóla (European University Association, EUA) viðamikla úttekt á Háskóla Íslands og komst úttektarnefndin, sem skipuð var erlendum sérfræðingum, að þeirri niðurstöðu að Háskóli Íslands væri alþjóðlegur rannsóknaháskóli í hæsta gæðaflokki, vel rekinn og skilvirkur. Jafnframt sendu erlendu sérfræðingarnir stjórnvöldum skýr skilaboð: Fjármögnun háskólans væri verulega ábótavant í alþjóðlegum samanburði og ógnaði það gæðum starfseminnar til lengri tíma litið. Þremur árum eftir birtingu skýrslu EUA hrundi íslenska bankakerfið með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenskt efnahagslíf. Dró þá enn úr fjárveitingum til Háskóla Íslands þótt nemendum hafi fjölgað mikið á sama tíma. Þessa óheillaþróun má glöggt sjá á greiðslum sem Háskólinn fær til að mennta nemendur í mismunandi faggreinum (í reikniflokka) á eftirfarandi mynd.Breiði ferillinn á myndinni sýnir vegið meðal nemendaígildi við skólann. Frá árinu 2007 hefur staðið til af hálfu stjórnvalda að ráðast í nauðsynlega heildarendurskoðun á því reiknilíkani sem notað er til að meta kostnað vegna kennslu háskólanema. Ef miðað er við árið 2007 vantar um 14% upp á að verðgildi nemendaígildis sé sambærilegt árið 2016 hjá Háskóla Íslands, sem var samt mun lægra en í samanburðarlöndunum. Miðað við þessar forsendur vantar nú um 1.300 m. kr. í kennslufjárveitingu til háskólans bara til að ná fyrri stöðu. Þessi tala er í samræmi við stefnumótun skólans. Nýleg stefna Háskóla Íslands tilgreinir verkefni næstu ára sem miða að því að þróa og auka gæði kennslu, byggja upp öfluga rannsóknarinnviði og nýta þekkingu í þágu samfélagsins. Áætluð fjárþörf fyrir brýnustu verkefni næsta árs er um 1.200 m. kr. Til að glöggva sig betur á fjárhagsstöðu Háskóla Íslands er gagnlegt að bera skólann saman við háskóla á Norðurlöndunum, en í þeim samanburði telst Háskóli Íslands meðalstór. Samanburðurinn sýnir að einungis tveir háskólar af 38 á Norðurlöndunum eru með lægri heildartekjur á ársnema heldur en Háskóli Íslands, sbr. myndina hér á eftir. Annar þessara tveggja háskóla er hreinn viðskiptaháskóli sem er alfarið í lægsta reikniflokki. Í skemmstu máli sagt fær enginn sambærilegur skóli á Norðurlöndum jafn lágt framlag með nemendum og þurfa tekjur á hvern ársnema við Háskóla Íslands að tvöfaldast bara til að ná meðaltali Norðurlanda.Þrátt fyrir verulegan niðurskurð undanfarin ár hefur Háskóla Íslands tekist að halda rekstrinum í jafnvægi með ítrasta aðhaldi í rekstri, launalækkunum, auknu álagi á starfsfólk, frestun nauðsynlegrar uppbyggingar innviða og minni þjónustu við nemendur. Þrátt fyrir þetta er nú svo komið að árið 2016 verður a.m.k. 300 m.kr. halli á rekstrinum sem er fordæmalaus staða. Útlit var fyrir að nokkuð myndi rofa til í fjármögnun Háskóla Íslands þegar Aldarafmælissjóður HÍ var stofnaður í þverpólitískri sátt allra stjórnmálaflokka á Alþingi á 100 ára afmæli Háskólans árið 2011. Var það yfirlýst markmið með stofnun sjóðsins að framlög til Háskóla Íslands myndu aukast í áföngum uns náð væri meðalfjárveitingum til háskóla í ríkjum OECD árið 2016 og meðaltali fjárveitinga til háskóla á hinum Norðurlöndunum árið 2020. Þetta markmið var ítrekað í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar og einnig í stefnu Vísinda- og tækniráðs sem lýtur formennsku forsætisráðherra og er skipað sex öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þessi fyrirheit hafa ekki verið efnd og í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021 er þeirra að engu getið. Ef ekki nást fram breytingar á fjármögnun Háskóla Íslands, og raunar háskólastigsins alls, blasir við að endurskoða þarf starfsemi háskólanna með verulega neikvæðum afleiðingum fyrir allt háskólanám, vísindastarf, framþróun í atvinnusköpun og samkeppnisstöðu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Jón Atli Benediktsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Árið 2005 gerðu Samtök evrópskra háskóla (European University Association, EUA) viðamikla úttekt á Háskóla Íslands og komst úttektarnefndin, sem skipuð var erlendum sérfræðingum, að þeirri niðurstöðu að Háskóli Íslands væri alþjóðlegur rannsóknaháskóli í hæsta gæðaflokki, vel rekinn og skilvirkur. Jafnframt sendu erlendu sérfræðingarnir stjórnvöldum skýr skilaboð: Fjármögnun háskólans væri verulega ábótavant í alþjóðlegum samanburði og ógnaði það gæðum starfseminnar til lengri tíma litið. Þremur árum eftir birtingu skýrslu EUA hrundi íslenska bankakerfið með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenskt efnahagslíf. Dró þá enn úr fjárveitingum til Háskóla Íslands þótt nemendum hafi fjölgað mikið á sama tíma. Þessa óheillaþróun má glöggt sjá á greiðslum sem Háskólinn fær til að mennta nemendur í mismunandi faggreinum (í reikniflokka) á eftirfarandi mynd.Breiði ferillinn á myndinni sýnir vegið meðal nemendaígildi við skólann. Frá árinu 2007 hefur staðið til af hálfu stjórnvalda að ráðast í nauðsynlega heildarendurskoðun á því reiknilíkani sem notað er til að meta kostnað vegna kennslu háskólanema. Ef miðað er við árið 2007 vantar um 14% upp á að verðgildi nemendaígildis sé sambærilegt árið 2016 hjá Háskóla Íslands, sem var samt mun lægra en í samanburðarlöndunum. Miðað við þessar forsendur vantar nú um 1.300 m. kr. í kennslufjárveitingu til háskólans bara til að ná fyrri stöðu. Þessi tala er í samræmi við stefnumótun skólans. Nýleg stefna Háskóla Íslands tilgreinir verkefni næstu ára sem miða að því að þróa og auka gæði kennslu, byggja upp öfluga rannsóknarinnviði og nýta þekkingu í þágu samfélagsins. Áætluð fjárþörf fyrir brýnustu verkefni næsta árs er um 1.200 m. kr. Til að glöggva sig betur á fjárhagsstöðu Háskóla Íslands er gagnlegt að bera skólann saman við háskóla á Norðurlöndunum, en í þeim samanburði telst Háskóli Íslands meðalstór. Samanburðurinn sýnir að einungis tveir háskólar af 38 á Norðurlöndunum eru með lægri heildartekjur á ársnema heldur en Háskóli Íslands, sbr. myndina hér á eftir. Annar þessara tveggja háskóla er hreinn viðskiptaháskóli sem er alfarið í lægsta reikniflokki. Í skemmstu máli sagt fær enginn sambærilegur skóli á Norðurlöndum jafn lágt framlag með nemendum og þurfa tekjur á hvern ársnema við Háskóla Íslands að tvöfaldast bara til að ná meðaltali Norðurlanda.Þrátt fyrir verulegan niðurskurð undanfarin ár hefur Háskóla Íslands tekist að halda rekstrinum í jafnvægi með ítrasta aðhaldi í rekstri, launalækkunum, auknu álagi á starfsfólk, frestun nauðsynlegrar uppbyggingar innviða og minni þjónustu við nemendur. Þrátt fyrir þetta er nú svo komið að árið 2016 verður a.m.k. 300 m.kr. halli á rekstrinum sem er fordæmalaus staða. Útlit var fyrir að nokkuð myndi rofa til í fjármögnun Háskóla Íslands þegar Aldarafmælissjóður HÍ var stofnaður í þverpólitískri sátt allra stjórnmálaflokka á Alþingi á 100 ára afmæli Háskólans árið 2011. Var það yfirlýst markmið með stofnun sjóðsins að framlög til Háskóla Íslands myndu aukast í áföngum uns náð væri meðalfjárveitingum til háskóla í ríkjum OECD árið 2016 og meðaltali fjárveitinga til háskóla á hinum Norðurlöndunum árið 2020. Þetta markmið var ítrekað í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar og einnig í stefnu Vísinda- og tækniráðs sem lýtur formennsku forsætisráðherra og er skipað sex öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þessi fyrirheit hafa ekki verið efnd og í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021 er þeirra að engu getið. Ef ekki nást fram breytingar á fjármögnun Háskóla Íslands, og raunar háskólastigsins alls, blasir við að endurskoða þarf starfsemi háskólanna með verulega neikvæðum afleiðingum fyrir allt háskólanám, vísindastarf, framþróun í atvinnusköpun og samkeppnisstöðu Íslands.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun