Flokkarnir á öndverðum meiði um skattamál Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 1. desember 2016 15:51 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ekki hafi verið málefnalegur grundvöllur fyrir áframhaldandi viðræðum við Sjálfstæðisflokk, enda sé sýn flokkanna tveggja á ýmis mál afar ólík. Hún segir flokkana meðal annars hafa verið á öndverðum meiði um hátekjuskatt á laun hærri en ein og hálf milljón. „Við höfum talað fyrir ákveðnum leiðum í þessum efnum og talað mjög sterkt fyrir því hvernig megi styrkja innviðina í samfélaginu og hvaða leiðir þurfi að fara til þess [...] Við höfum að sjálfsögðu haldið til haga okkar stefnu að nýta skattkerfið til tekjuöflunar og það er auðvitað mikilvægur þáttur í okkar stefnu,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Hún tekur þó fram að ekki hafi steytt á neinu ákveðnu máli. „Við vorum auðvitað bara að ræða saman óformlega þannig að það er ekki eins og það hafi steytt á einhverju tilteknu máli. En það liggur auðvitað fyrir að sýn og nálgun þessara flokka, til dæmis þegar kemur að efnahagsmálum, ríkisútgjöldum, og tekjuöflun ríkisins, er mjög ólík, svo dæmi séu tekin. En ég vil ekki segja að það hafi steytt á neinu atriði heldur má segja að það sé ansi langt á milli flokka.“ Grundvöllur fyrir þjóðstjórn Aðspurð hvert framhaldið sé segir hún að mögulega sé kominn grundvöllur fyrir þjóðstjórn. „Ég hef sagt að allir flokkar þurfi að fara að velta því fyrir sér hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga í því að slá af sínum kröfum. Hvort það sé jafnvel orðinn grundvöllur fyrir því að fara jafnvel í einhvers konar þjóðstjórn ef ekki tekst að mynda hefðbundna meirihlutastjórn með hugmyndafræðilegar áherslur.“Og þá kjósa aftur? „Ja, einhvers konar þjóðstjórn og kjósa síðan fyrr.“ Katrín segir nú ákveðna óvissu ríkja en tekur fram að samtöl flokkanna tveggja verði dýrmætt veganesti inn í samstarfið á Alþingi.Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal Þorbjörns Þórðarsonar, fréttamanns Stöðvar 2, sem hann tók við Katrínu á Alþingi í dag. Tengdar fréttir Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. 1. desember 2016 14:46 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ekki hafi verið málefnalegur grundvöllur fyrir áframhaldandi viðræðum við Sjálfstæðisflokk, enda sé sýn flokkanna tveggja á ýmis mál afar ólík. Hún segir flokkana meðal annars hafa verið á öndverðum meiði um hátekjuskatt á laun hærri en ein og hálf milljón. „Við höfum talað fyrir ákveðnum leiðum í þessum efnum og talað mjög sterkt fyrir því hvernig megi styrkja innviðina í samfélaginu og hvaða leiðir þurfi að fara til þess [...] Við höfum að sjálfsögðu haldið til haga okkar stefnu að nýta skattkerfið til tekjuöflunar og það er auðvitað mikilvægur þáttur í okkar stefnu,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Hún tekur þó fram að ekki hafi steytt á neinu ákveðnu máli. „Við vorum auðvitað bara að ræða saman óformlega þannig að það er ekki eins og það hafi steytt á einhverju tilteknu máli. En það liggur auðvitað fyrir að sýn og nálgun þessara flokka, til dæmis þegar kemur að efnahagsmálum, ríkisútgjöldum, og tekjuöflun ríkisins, er mjög ólík, svo dæmi séu tekin. En ég vil ekki segja að það hafi steytt á neinu atriði heldur má segja að það sé ansi langt á milli flokka.“ Grundvöllur fyrir þjóðstjórn Aðspurð hvert framhaldið sé segir hún að mögulega sé kominn grundvöllur fyrir þjóðstjórn. „Ég hef sagt að allir flokkar þurfi að fara að velta því fyrir sér hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga í því að slá af sínum kröfum. Hvort það sé jafnvel orðinn grundvöllur fyrir því að fara jafnvel í einhvers konar þjóðstjórn ef ekki tekst að mynda hefðbundna meirihlutastjórn með hugmyndafræðilegar áherslur.“Og þá kjósa aftur? „Ja, einhvers konar þjóðstjórn og kjósa síðan fyrr.“ Katrín segir nú ákveðna óvissu ríkja en tekur fram að samtöl flokkanna tveggja verði dýrmætt veganesti inn í samstarfið á Alþingi.Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal Þorbjörns Þórðarsonar, fréttamanns Stöðvar 2, sem hann tók við Katrínu á Alþingi í dag.
Tengdar fréttir Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. 1. desember 2016 14:46 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. 1. desember 2016 14:46