Donald Trump krafðist í gær afsökunarbeiðni frá leikhóp söngleiksins í New York. Ástæða var sú að einn aðalleikara sýningarinnar las Mike Pence, varaforseta Trump, pistilinn að sýningu lokinni á föstudagskvöld, en hann var þar á meðal gesta.
„Við erum fjölbreyttur hópur Bandaríkjamanna sem er óttasleginn um að hin nýja ríkisstjórn muni ekki standa vörð um okkur, plánetuna okkar, börnin okkar og foreldra. Við vonum að þessi sýning hafi hvatt þig til að halda uppi gildum þjóðarinnar og að þú munir starfa fyrir okkur öll,“ sagði Brandon Victor Dixon á föstudagskvöld. Dixon fer með hlutverk Aaron Burr í sýningunni sem var varaforseti Bandaríkjanna 1801-1805.
Sjálfur segist Pence ekki hafa móðgast við ræðu leikarans en Trump brást ókvæða við á Twitter síðu sinni.
„Leikhúsið á að vera öruggur og einstakur staður. Leikarar Hamilton voru mjög dónalegir í gær við mjög góðan mann, Mike Pence. Biðjist afsökunar!“ skrifaði Trump meðal annars.
Our wonderful future V.P. Mike Pence was harassed last night at the theater by the cast of Hamilton, cameras blazing.This should not happen!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016
The Theater must always be a safe and special place.The cast of Hamilton was very rude last night to a very good man, Mike Pence. Apologize!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016
Proud of @HamiltonMusical. Proud of @BrandonVDixon, for leading with love.
— Lin-Manuel Miranda (@Lin_Manuel) November 19, 2016
And proud to remind you that ALL are welcome at the theater.