Bandalag hinna gleymdu valdi Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2016 08:00 Kjósendur í Michigan bíða eftir því að geta kosið. Nordicphotos/AFP Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, má þakka hvítum verkamönnum í strjálbýlli sýslum sigur sinn ef marka má útgönguspár sem gerðar voru á kjördag. Samkvæmt þeim var Trump með 31 prósentustigs forskot á Hillary Clinton á meðal hvítra karlmanna sem ekki hafa lokið háskólaprófi. Forskotið var 27 prósentustig á meðal kvenna. Alls fékk Trump 56 prósent allra atkvæða hvítra kjósenda, sem eru langstærsti markhópurinn. Hins vegar naut hann mun minna fylgis meðal svartra og spænskættaðra kjósenda. Ásamt því að bera sigur úr býtum í öllum þeim ríkjum sem Repúblikaninn Mitt Romney vann árið 2012 náði Trump að snúa miðvesturríkjunum Iowa, Wisconsin, Ohio og Arizona auk Pennsylvaníu og Flórída. Þar að auki lítur út fyrir að Trump vinni Michigan.Hlutfall atkvæða sem frambjóðendur fengu á meðal kjósenda ýmissa þjóðfélagshópa.Séu úrslit þeirra ríkja skoðuð eftir sýslum má sjá að Trump var með mun meira fylgi en Clinton í strjálbýlli sýslum en Clinton vann sigra í flestum stórborgum.Verksmiðjur og innflytjendurTrump keyrði kosningabaráttu sína á því að tala gegn fríverslunarsamningum á borð við NAFTA og lofaði því að endurvekja innlenda framleiðslu. Hann sagðist ætla að refsa bandarískum fyrirtækjum sem flyttu starfsemi sína úr landi og hét kjósendum því að endurvekja gamalgrónar starfsstéttir. Það var þessi boðskapur sem spilaði ef til vill inn í á meðal eldri íbúa miðvesturríkjanna, sem ólust upp við störf í risavöxnum verksmiðjum fyrirtækja á borð við General Motors. Samkvæmt útgönguspám kusu 65 prósent þeirra sem telja að fríverslunarsamningar kosti Bandaríkjamenn störf Trump, en 31 prósent Clinton. Hins vegar kusu 59 prósent þeirra sem voru á gagnstæðri skoðun Clinton en 35 prósent Trump. Þá benda stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum á það að ótti við lýðfræðilegar breytingar hafi átt stóran þátt í úrslitunum. Hlutfall hvítra í Bandaríkjunum minnkar jafnt og þétt samhliða hækkandi hlutfalli spænskættaðra og svartra Bandaríkjamanna. Allt frá því Trump tilkynnti um framboð sitt talaði hann fyrir hertri innflytjendastefnu og hefur hann ítrekað lofað því að reisa vegg á landamærunum við Mexíkó. Sú stefna hefur óumdeilanlega heillað þá sem hvað mest hræðast lýðfræðilegar breytingar. 64 prósent þeirra sem töldu innflytjendamál mikilvægasta kosningamálið kusu Trump en 32 prósent Clinton. Sömu sögu er að segja af þeim sem eru á því að flytja eigi ólöglega innflytjendur úr landi. 84 prósent þeirra kusu Trump en 14 prósent Clinton.Bandalag hinna gleymduFréttaveitan Reuters kemst einna best að orði um það bandalag kjósenda sem tryggði Trump sigurinn og kallar það „bandalag hinna gleymdu“. Í viðtali við Reuters segir Matt Borgers, formaður Repúblikanaflokksins í Ohio, að Trump hafi látið kjósendum líða eins og þeir skiptu máli. „Áður en Trump kom til sögunnar vorum við ekki að hlusta á þessa kjósendur,“ segir Borges. Washington Post kallar kosningarnar „hefndarstund hvítra verkamanna“. Greinir dagblaðið frá því að efnahagsstefna Bandaríkjanna hafi leikið hvíta karlmenn í verkamannastörfum grátt undanfarna áratugi. Hún hafi lækkað laun þeirra og fækkað störfum. Verksmiðjum og námum hafi verið lokað og störf flust úr landi. „Þessir kjósendur voru ekki þeir einu sem fannst hnattræn efnahagsstefna hafa skilið þá eftir, en þeir þróuðu með sér einna mesta biturð í garð stefnunnar,“ segir í Washington Post. Samkvæmt tölfræði stofnunarinnar CBPP hafa meðallaun hvítra karlmanna án háskólagráðu lækkað úr 45 þúsund Bandaríkjadölum í 37 þúsund ef tekið er tillit til verðbólgu. Bandalagið samanstendur eins og áður segir af hvítum, eldri, minna menntuðum kjósendum úr strjálbýlli sýslum. Í þeim markhópum sigraði Trump með yfirburðum. Enginn Repúblikani hefur fengið jafn hátt hlutfall atkvæða á meðal þeirra frá því Ronald Reagan gjörsigraði Walter Mondale árið 1984.Krufningunni hafnaðÍ kjölfar ósigurs Mitts Romney árið 2012 ákvað miðstjórn Repúblikanaflokksins að kryfja framboðið til þess að átta sig á því hvers vegna hann sigraði ekki. Afraksturinn var hundrað blaðsíðna skýrsla og var meginniðurstaðan sú að flokkurinn útilokaði of stóran hóp kjósenda, einkum svarta og spænskættaða. Þá var bent á að of fáir starfsmenn hefðu verið á götum barátturíkja og frammistaða í kappræðum þótti ófullnægjandi. Án þess að leiðrétta nokkur þessara mistaka vann Trump sigur á Clinton. Hann þótti hafa tapað í öllum kappræðum, hann hundsaði algjörlega hefðbundna uppbyggingu framboðs og sótti fylgi sitt að langmestu leyti til hvítra kjósenda. Ekki er víst að áherslur Trumps muni duga til sigurs í næstu kosningum eða í kosningunum þar á eftir þar sem hlutfall hvítra kjósenda fer minnkandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, má þakka hvítum verkamönnum í strjálbýlli sýslum sigur sinn ef marka má útgönguspár sem gerðar voru á kjördag. Samkvæmt þeim var Trump með 31 prósentustigs forskot á Hillary Clinton á meðal hvítra karlmanna sem ekki hafa lokið háskólaprófi. Forskotið var 27 prósentustig á meðal kvenna. Alls fékk Trump 56 prósent allra atkvæða hvítra kjósenda, sem eru langstærsti markhópurinn. Hins vegar naut hann mun minna fylgis meðal svartra og spænskættaðra kjósenda. Ásamt því að bera sigur úr býtum í öllum þeim ríkjum sem Repúblikaninn Mitt Romney vann árið 2012 náði Trump að snúa miðvesturríkjunum Iowa, Wisconsin, Ohio og Arizona auk Pennsylvaníu og Flórída. Þar að auki lítur út fyrir að Trump vinni Michigan.Hlutfall atkvæða sem frambjóðendur fengu á meðal kjósenda ýmissa þjóðfélagshópa.Séu úrslit þeirra ríkja skoðuð eftir sýslum má sjá að Trump var með mun meira fylgi en Clinton í strjálbýlli sýslum en Clinton vann sigra í flestum stórborgum.Verksmiðjur og innflytjendurTrump keyrði kosningabaráttu sína á því að tala gegn fríverslunarsamningum á borð við NAFTA og lofaði því að endurvekja innlenda framleiðslu. Hann sagðist ætla að refsa bandarískum fyrirtækjum sem flyttu starfsemi sína úr landi og hét kjósendum því að endurvekja gamalgrónar starfsstéttir. Það var þessi boðskapur sem spilaði ef til vill inn í á meðal eldri íbúa miðvesturríkjanna, sem ólust upp við störf í risavöxnum verksmiðjum fyrirtækja á borð við General Motors. Samkvæmt útgönguspám kusu 65 prósent þeirra sem telja að fríverslunarsamningar kosti Bandaríkjamenn störf Trump, en 31 prósent Clinton. Hins vegar kusu 59 prósent þeirra sem voru á gagnstæðri skoðun Clinton en 35 prósent Trump. Þá benda stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum á það að ótti við lýðfræðilegar breytingar hafi átt stóran þátt í úrslitunum. Hlutfall hvítra í Bandaríkjunum minnkar jafnt og þétt samhliða hækkandi hlutfalli spænskættaðra og svartra Bandaríkjamanna. Allt frá því Trump tilkynnti um framboð sitt talaði hann fyrir hertri innflytjendastefnu og hefur hann ítrekað lofað því að reisa vegg á landamærunum við Mexíkó. Sú stefna hefur óumdeilanlega heillað þá sem hvað mest hræðast lýðfræðilegar breytingar. 64 prósent þeirra sem töldu innflytjendamál mikilvægasta kosningamálið kusu Trump en 32 prósent Clinton. Sömu sögu er að segja af þeim sem eru á því að flytja eigi ólöglega innflytjendur úr landi. 84 prósent þeirra kusu Trump en 14 prósent Clinton.Bandalag hinna gleymduFréttaveitan Reuters kemst einna best að orði um það bandalag kjósenda sem tryggði Trump sigurinn og kallar það „bandalag hinna gleymdu“. Í viðtali við Reuters segir Matt Borgers, formaður Repúblikanaflokksins í Ohio, að Trump hafi látið kjósendum líða eins og þeir skiptu máli. „Áður en Trump kom til sögunnar vorum við ekki að hlusta á þessa kjósendur,“ segir Borges. Washington Post kallar kosningarnar „hefndarstund hvítra verkamanna“. Greinir dagblaðið frá því að efnahagsstefna Bandaríkjanna hafi leikið hvíta karlmenn í verkamannastörfum grátt undanfarna áratugi. Hún hafi lækkað laun þeirra og fækkað störfum. Verksmiðjum og námum hafi verið lokað og störf flust úr landi. „Þessir kjósendur voru ekki þeir einu sem fannst hnattræn efnahagsstefna hafa skilið þá eftir, en þeir þróuðu með sér einna mesta biturð í garð stefnunnar,“ segir í Washington Post. Samkvæmt tölfræði stofnunarinnar CBPP hafa meðallaun hvítra karlmanna án háskólagráðu lækkað úr 45 þúsund Bandaríkjadölum í 37 þúsund ef tekið er tillit til verðbólgu. Bandalagið samanstendur eins og áður segir af hvítum, eldri, minna menntuðum kjósendum úr strjálbýlli sýslum. Í þeim markhópum sigraði Trump með yfirburðum. Enginn Repúblikani hefur fengið jafn hátt hlutfall atkvæða á meðal þeirra frá því Ronald Reagan gjörsigraði Walter Mondale árið 1984.Krufningunni hafnaðÍ kjölfar ósigurs Mitts Romney árið 2012 ákvað miðstjórn Repúblikanaflokksins að kryfja framboðið til þess að átta sig á því hvers vegna hann sigraði ekki. Afraksturinn var hundrað blaðsíðna skýrsla og var meginniðurstaðan sú að flokkurinn útilokaði of stóran hóp kjósenda, einkum svarta og spænskættaða. Þá var bent á að of fáir starfsmenn hefðu verið á götum barátturíkja og frammistaða í kappræðum þótti ófullnægjandi. Án þess að leiðrétta nokkur þessara mistaka vann Trump sigur á Clinton. Hann þótti hafa tapað í öllum kappræðum, hann hundsaði algjörlega hefðbundna uppbyggingu framboðs og sótti fylgi sitt að langmestu leyti til hvítra kjósenda. Ekki er víst að áherslur Trumps muni duga til sigurs í næstu kosningum eða í kosningunum þar á eftir þar sem hlutfall hvítra kjósenda fer minnkandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent