Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 28-23 | Langþráður Eyjasigur Gabríel Sighvatsson skrifar 12. nóvember 2016 15:45 Ester Óskarsdóttir skoraði 11 mörk. Vísir/Vilhelm ÍBV fékk Val í heimsókn í dag og hafði betur í gríðarlega mikilvægum og spennandi leik. Lokatölur 28-23, ÍBV í vil. Fyrir leikinn var fjögurra stiga munur á liðunum í 4. og 5. sæti en aðeins fjögur lið fara í útsláttarkeppni í ár. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Það voru þó gestirnir sem voru einu marki yfir í hálfleik. Eyjastelpur mættu af gífurlegum krafti inn í seinni hálfleikinn og var það helst baráttugleðin sem skilaði stigunum í hús fyrir þeir. Þá spiluðu þær mjög flottan varnarleik og náðu til að mynda að loka mjög vel á helsta leikmann Vals, Diönu Satkauskaite. Þá var varnarleikurinn ekkert til að stæra sig af hjá Val í seinni hálfleik og markmennirnir náðu einungis að verja tvo skot í seinni hálfleik. Það bætti ekki úr skák þegar Eva Björk Hlöðversdóttir fékk sína þriðju brottvísun og þar með rautt spjald á 40. mínútu. Á síðustu 10 mínútunum kláraði ÍBV einvígið með nokkrum mörkum í röð. Þar var Guðný Jenný Ásmundsdóttir atkvæðamest en Valsarar fundu enga leið framhjá henni í markinu. Mikilvægur sigur ÍBV staðreynd og er munurinn nú ekki nema tvö stig og mikil spenna framundan.Alfreð: Fannst liðið ekki átta sig á mikilvægi leiksins „Það er gaman að koma til Eyja og mikil stemning en því miður þá fannst mér eins og ég væri sá eini í liðinu sem hafði gaman að því, ég gat ekki séð að leikmennirnir hefðu gaman af því að spila handbolta í dag,“ voru fyrstu viðbrögð Alfreðs Arnar Finnssonar, þjálfara Vals, eftir leikinn. „Við unnum okkur inn í leikinn í fyrri hálfleik og áttum að vera 3-4 mörkum yfir í hálfleik, mér fannst við aldrei koma almennilega inn í seinni hálfleikinn, við lendum 3 mörkum undir og þurfum að berja okkur í gang aftur.“ Alferð var síðan ekki nógu sáttur með stelpurnar í seinni hálfleik. „Við vorum ekki með sama öryggi og skynsemi í sókninni eins og í fyrri hálfleik, í staðinn fyrir að sækja utan á þær þá vorum við að þröngva okkur inn á miðsvæðið, varnarlega erum við aldrei nægilega þéttar og allt flatt,“ sagði Alfreð. „ÍBV var klókari og spilaði mjög skynsamlega og flotta sókn og heildarpakkinn hjá okkur í seinni hálfleik var ekki næstum nógu góður enda verjum við ekki nema eitt eða tvö skot í seinni hálfleik en það er ekki bara markmanninum að kenna heldur vörninni líka.“ Það var mikið undir í leiknum í dag þar sem Valur hefði með sigri verið 6 stigum fyrir ofan ÍBV. Í staðinn minnkaði Eyjaliðið muninn í 2 stig. „Ég tel mig hafa áttað mig á þeirri stöðu fyrir leikinn og ég sé að ÍBV gerði það en ég set spurningarmerki við liðið mitt, mér fannst við ekki átta okkur á alvöru leiksins,“ sagði Alfreð. „Það blæðir að detta út úr bikarnum í vikunni og ég hélt að við myndum vera gjörsamlega eins og geðsjúk dýr inni á vellinum. Ég verð bara að segja eins og er að ég upplifði það ekki og það særði mig rosalega mikið.“ Valsliðið átti ágæta kafla í leiknum en Alfreð vildi meina að heildarframmistaðan hafi einfaldlega ekki verið nógu góð. „Það er hægt að telja 5 mínútur hérna og 5 mínútur þarna en heidin var engan veginn nógu góð og það segir að við séum ekki næglega tilbúnar og ég þarf að taka það til mín,“ sagði Alfreð. Diana Satkauskaite náði sér ekki alveg á strik í dag eins og aðrir leikmenn Vals. „Hún er bara tekin úr umferð, við vorum samt ekkert í brjáluðu stressi að losa hana. Í seinni hálfleik hinsvegar fer hún í einhverjar steypuaðgerðir og ég veit ekki alveg hvað hún var að spá,“ sagði Alfreð að lokum.Hrafnhildur: Hefðum helst úr lestinni með tapi Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, var mun ánægðari með leikinn en þetta var fyrsti sigur hennar á Val. „Þetta var mjög kærkomið og mikilvægt því með tapi hefðum við algjörlega helst úr lestinni og misst þær sex stigum fram úr okkur, þessi leikur var í raun bara upp á það hvort við ætluðum okkur aftur inn í mótið eða ekki,“ sagði Hrafnhildur. Mikil barátta var í Eyjastelpum og voru þær mun ákafari í sínum aðgerðum og gat Hrafnhildur tekið undir það. „Mér fannst það engin spurning, það var hrikalega flott barátta í liðinu allan leikinn. Mér fannst við hefðum getað verið yfir í hálfleik, fórum illa með mörg færi, meðan þær voru alltaf í basli og þurftu að hafa mikið fyrir sínu,“ sagði Hrafnhildur. Guðný Jenný Ásmundsdóttir stóð í rammanum allan leikinn í dag en hún og Erla Rós Sigmarsdóttir hafa verið duglega að skipta markmannsstöðunni milli sín. „Erla spilaði allan leikinn gegn Fram um daginn og var geðveik og þær eru bara að mynda frábært par og eru hrikalega flottar saman,“ sagði Hrafnhildur. Sigurinn í dag er mjög mikilvægur upp á framhaldið. „Það skiptir öllu máli að minnka muninn í tvö stig og með tapi í dag hefði Grótta eða Selfoss líklega jafnað okkur á morgun og við hefðum verið komin í neðri baráttu,“ sagði Hrafnhildur. „Stelpurnar sýndu karakter í dag, við gerðum þetta á móti Fram, spiluðum alveg rosalega flotta vörn, vorum með svona baráttu allan tímann og við ætluðum að ná því upp aftur í dag.“ Diana Satkauskaite var tekin úr umferð af varnarmönnum ÍBV í dag og Hranhildur sagði að það hefði verið uppleggið. „Við vorum búnar að æfa þetta svona, þeim hefur oft gengið illa þegar hún er tekin út og við náum að eyðileggja öll kerfin þeirra sem þær eru vanar að taka og það var planið,“ sagði Hrafnhildur að endingu. Olís-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira
ÍBV fékk Val í heimsókn í dag og hafði betur í gríðarlega mikilvægum og spennandi leik. Lokatölur 28-23, ÍBV í vil. Fyrir leikinn var fjögurra stiga munur á liðunum í 4. og 5. sæti en aðeins fjögur lið fara í útsláttarkeppni í ár. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Það voru þó gestirnir sem voru einu marki yfir í hálfleik. Eyjastelpur mættu af gífurlegum krafti inn í seinni hálfleikinn og var það helst baráttugleðin sem skilaði stigunum í hús fyrir þeir. Þá spiluðu þær mjög flottan varnarleik og náðu til að mynda að loka mjög vel á helsta leikmann Vals, Diönu Satkauskaite. Þá var varnarleikurinn ekkert til að stæra sig af hjá Val í seinni hálfleik og markmennirnir náðu einungis að verja tvo skot í seinni hálfleik. Það bætti ekki úr skák þegar Eva Björk Hlöðversdóttir fékk sína þriðju brottvísun og þar með rautt spjald á 40. mínútu. Á síðustu 10 mínútunum kláraði ÍBV einvígið með nokkrum mörkum í röð. Þar var Guðný Jenný Ásmundsdóttir atkvæðamest en Valsarar fundu enga leið framhjá henni í markinu. Mikilvægur sigur ÍBV staðreynd og er munurinn nú ekki nema tvö stig og mikil spenna framundan.Alfreð: Fannst liðið ekki átta sig á mikilvægi leiksins „Það er gaman að koma til Eyja og mikil stemning en því miður þá fannst mér eins og ég væri sá eini í liðinu sem hafði gaman að því, ég gat ekki séð að leikmennirnir hefðu gaman af því að spila handbolta í dag,“ voru fyrstu viðbrögð Alfreðs Arnar Finnssonar, þjálfara Vals, eftir leikinn. „Við unnum okkur inn í leikinn í fyrri hálfleik og áttum að vera 3-4 mörkum yfir í hálfleik, mér fannst við aldrei koma almennilega inn í seinni hálfleikinn, við lendum 3 mörkum undir og þurfum að berja okkur í gang aftur.“ Alferð var síðan ekki nógu sáttur með stelpurnar í seinni hálfleik. „Við vorum ekki með sama öryggi og skynsemi í sókninni eins og í fyrri hálfleik, í staðinn fyrir að sækja utan á þær þá vorum við að þröngva okkur inn á miðsvæðið, varnarlega erum við aldrei nægilega þéttar og allt flatt,“ sagði Alfreð. „ÍBV var klókari og spilaði mjög skynsamlega og flotta sókn og heildarpakkinn hjá okkur í seinni hálfleik var ekki næstum nógu góður enda verjum við ekki nema eitt eða tvö skot í seinni hálfleik en það er ekki bara markmanninum að kenna heldur vörninni líka.“ Það var mikið undir í leiknum í dag þar sem Valur hefði með sigri verið 6 stigum fyrir ofan ÍBV. Í staðinn minnkaði Eyjaliðið muninn í 2 stig. „Ég tel mig hafa áttað mig á þeirri stöðu fyrir leikinn og ég sé að ÍBV gerði það en ég set spurningarmerki við liðið mitt, mér fannst við ekki átta okkur á alvöru leiksins,“ sagði Alfreð. „Það blæðir að detta út úr bikarnum í vikunni og ég hélt að við myndum vera gjörsamlega eins og geðsjúk dýr inni á vellinum. Ég verð bara að segja eins og er að ég upplifði það ekki og það særði mig rosalega mikið.“ Valsliðið átti ágæta kafla í leiknum en Alfreð vildi meina að heildarframmistaðan hafi einfaldlega ekki verið nógu góð. „Það er hægt að telja 5 mínútur hérna og 5 mínútur þarna en heidin var engan veginn nógu góð og það segir að við séum ekki næglega tilbúnar og ég þarf að taka það til mín,“ sagði Alfreð. Diana Satkauskaite náði sér ekki alveg á strik í dag eins og aðrir leikmenn Vals. „Hún er bara tekin úr umferð, við vorum samt ekkert í brjáluðu stressi að losa hana. Í seinni hálfleik hinsvegar fer hún í einhverjar steypuaðgerðir og ég veit ekki alveg hvað hún var að spá,“ sagði Alfreð að lokum.Hrafnhildur: Hefðum helst úr lestinni með tapi Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, var mun ánægðari með leikinn en þetta var fyrsti sigur hennar á Val. „Þetta var mjög kærkomið og mikilvægt því með tapi hefðum við algjörlega helst úr lestinni og misst þær sex stigum fram úr okkur, þessi leikur var í raun bara upp á það hvort við ætluðum okkur aftur inn í mótið eða ekki,“ sagði Hrafnhildur. Mikil barátta var í Eyjastelpum og voru þær mun ákafari í sínum aðgerðum og gat Hrafnhildur tekið undir það. „Mér fannst það engin spurning, það var hrikalega flott barátta í liðinu allan leikinn. Mér fannst við hefðum getað verið yfir í hálfleik, fórum illa með mörg færi, meðan þær voru alltaf í basli og þurftu að hafa mikið fyrir sínu,“ sagði Hrafnhildur. Guðný Jenný Ásmundsdóttir stóð í rammanum allan leikinn í dag en hún og Erla Rós Sigmarsdóttir hafa verið duglega að skipta markmannsstöðunni milli sín. „Erla spilaði allan leikinn gegn Fram um daginn og var geðveik og þær eru bara að mynda frábært par og eru hrikalega flottar saman,“ sagði Hrafnhildur. Sigurinn í dag er mjög mikilvægur upp á framhaldið. „Það skiptir öllu máli að minnka muninn í tvö stig og með tapi í dag hefði Grótta eða Selfoss líklega jafnað okkur á morgun og við hefðum verið komin í neðri baráttu,“ sagði Hrafnhildur. „Stelpurnar sýndu karakter í dag, við gerðum þetta á móti Fram, spiluðum alveg rosalega flotta vörn, vorum með svona baráttu allan tímann og við ætluðum að ná því upp aftur í dag.“ Diana Satkauskaite var tekin úr umferð af varnarmönnum ÍBV í dag og Hranhildur sagði að það hefði verið uppleggið. „Við vorum búnar að æfa þetta svona, þeim hefur oft gengið illa þegar hún er tekin út og við náum að eyðileggja öll kerfin þeirra sem þær eru vanar að taka og það var planið,“ sagði Hrafnhildur að endingu.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira