Heimakær Trump tregur til að flytja í Hvíta húsið nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 13. nóvember 2016 16:53 Donald Trump, næsti forseti Bandaríkjanna, er ekki ýkja áhugasamur um að flytja í Hvíta húsið þegar hann tekur við embætti í janúar. Samkvæmt The New York Times hefur hann spurt ráðgjafa sína hversu miklum tíma hann komi til með að þurfa að eyða í Hvíta húsinu en hann vill heldur verja tíma sínum á heimili sínu í New York. Hvíta húsið er sem kunnugt er bústaður forseta Bandaríkjanna og er hefð fyrir því að Bandaríkjaforsetar bæði búi þar og starfi. Húsið var gert að forsetabústað árið 1800 en fyrsti forsetinn sem þar bjó var John Adams. Forsetar fyrri ára hafa þó lagt í vana sinn að yfirgefa Hvíta húsið í fríum sínum. Til dæmis varði George W. Bush fríum sínum í Nýja Englandi í norðausturhluta Bandaríkjanna á meðan Obama fór í golfferðir. Trump virðist þó vera að íhuga hvort hann gæti dvalið í Hvíta húsinu á virkum dögum en flogið svo „heim“ til New York í svítu sína í Trump- turninum sem stendur við fimmtu breiðgötu þar í borg. Trump sagði í samtali við New York Times að meðan á kosningabaráttunni stóð hafi hann iðulega flogið heim til New York svo hann gæti vaknað í eigin rúmi. Hann sagði að hann myndi helst vilja eyða sem mestum tíma í New York í forsetatíð sinni en hann vill einnig fá tækifæri til þess að heimsækja golfvöll sinn í New Jersey og annað heimili sitt í Flórída. Í grein New York times segir að Trump sé vanafastur, hann vakni klukkan fimm á hverjum morgni og les helstu dagblöðin. Hann hefur búið í Trump-turninum síðastliðin þrjátíu ár en íbúð hans á efstu hæð turnsins er að miklu leyti marmaralögð og skrýdd 24 karata gulli. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Donald Trump, næsti forseti Bandaríkjanna, er ekki ýkja áhugasamur um að flytja í Hvíta húsið þegar hann tekur við embætti í janúar. Samkvæmt The New York Times hefur hann spurt ráðgjafa sína hversu miklum tíma hann komi til með að þurfa að eyða í Hvíta húsinu en hann vill heldur verja tíma sínum á heimili sínu í New York. Hvíta húsið er sem kunnugt er bústaður forseta Bandaríkjanna og er hefð fyrir því að Bandaríkjaforsetar bæði búi þar og starfi. Húsið var gert að forsetabústað árið 1800 en fyrsti forsetinn sem þar bjó var John Adams. Forsetar fyrri ára hafa þó lagt í vana sinn að yfirgefa Hvíta húsið í fríum sínum. Til dæmis varði George W. Bush fríum sínum í Nýja Englandi í norðausturhluta Bandaríkjanna á meðan Obama fór í golfferðir. Trump virðist þó vera að íhuga hvort hann gæti dvalið í Hvíta húsinu á virkum dögum en flogið svo „heim“ til New York í svítu sína í Trump- turninum sem stendur við fimmtu breiðgötu þar í borg. Trump sagði í samtali við New York Times að meðan á kosningabaráttunni stóð hafi hann iðulega flogið heim til New York svo hann gæti vaknað í eigin rúmi. Hann sagði að hann myndi helst vilja eyða sem mestum tíma í New York í forsetatíð sinni en hann vill einnig fá tækifæri til þess að heimsækja golfvöll sinn í New Jersey og annað heimili sitt í Flórída. Í grein New York times segir að Trump sé vanafastur, hann vakni klukkan fimm á hverjum morgni og les helstu dagblöðin. Hann hefur búið í Trump-turninum síðastliðin þrjátíu ár en íbúð hans á efstu hæð turnsins er að miklu leyti marmaralögð og skrýdd 24 karata gulli.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira