Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Haukar 17-16 | Fram styrkti stöðu sína á toppnum Guðmundur Marinó Ingvarsson í Safamýri skrifar 15. nóvember 2016 21:30 Sigurbjörg Jóhannsdóttir, leikstjórnandi Fram. vísir/anton Fram vann Hauka 17-16 í fyrsta leik tíundu umferðar Olís deildar kvenna í handbolta á heimavelli í kvöld. Fram lék frábæran varnarleik í leiknum og lagði hann grunninn að sigrinum. Fyrir aftan vörnina var Guðrún Ósk Maríasdóttir öflug í markinu.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Safamýrinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Fram tók frumkvæðið í leiknum mjög snemma og var aldrei undir í leiknum. Liðið breytti stöðunni úr 3-3 í 7-3 þegar 18 mínútur voru liðnar og var yfir það sem eftir lifði leiks. Staðan í háfleik var 12-7. Það tók Fram tæpar átta mínútur að skora fyrsta mark sitt í seinni hálfleiks en Haukar náðu þó aðeins að minnka muninn í þrjú mörk. Haukar náðu mest að minnka muninn í tvö mörk þegar rúmar 10 mínútur voru eftir af leiknum og í eitt mark þegar skammt var eftir. Liðið fékk tvö tækifæri til að ná jafntefli en náði í hvorugt skiptið góðu skoti Í kvöld mættust liðin sem hafa fengið fæst mörk á sig í deildinni og sást það á leiknum. Varnir beggja liða voru sterkar og markverðirnir góðir. Elín Jóna Þorsteinsdóttir hélt Haukum lengi inni í leiknum þegar samherjar hennar áttu í vandræðum í sóknarleiknum. Elín varði fjölda dauðafæra í leiknum. Það segir sína sögu að Fram tókst að landa sigri þrátt fyrir að skora aðeins fimm mörk í seinni hálfleik. Fram styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar. Liðið er með 19 stig í 10 leikjum á toppnum en Haukar eru í þriðja sæti sjö stigum á eftir.Guðrún Ósk hefur spilað frábærlega í vetur.vísir/eyþórGuðrún Ósk: Mjög ánægðar á toppnum Guðrún Ósk Maríasdóttir fór mikinn í marki Fram og var að vonum ánægð með níunda sigur Fram í tíu leikjum í deildinni. „Þetta er lítið skor en margir handboltaleikir snúast um varnarleikinn og það var þannig í kvöld,“ sagði Guðrún um lágt skor í leiknum. „Það er ótrúlegt að vinnum þrátt fyrir að skora bara fimm mörk í seinni hálfleik. Bæði lið klikkuðu á einföldum færum. Kannski spilaði þreyta inn í. „Við reynum að leggja upp með að fá frekar langskot en dauðafæri á okkur,“ sagði Guðrún. Fram er með sex stiga forystu á toppi deildarinnar eftir 10 leiki en Stjarnan sem er í öðru sæti á þó leik til góða. „Við erum mjög ánægðar á toppnum og viljum halda okkur þar.“Óskar: Einhver þarf að vinna Fram Óskar Ármannsson þjálfari Hauka var ánægður með varnarleik síns liðs í kvöld þó hann hefði viljað sjá liðið gera betur í sókninni. Það er í raun ótrúlegt að liðið fái ekki stig þegar andstæðingurinn skorar aðeins fimm mörk í seinni hálfleik. „Sóknarleikurinn var ekki burðugur allan leikinn. Þegar upp er staðið gerðum við ekki nóg þar til að klára þennan leik,“ sagði Óskar. „Leikurinn einkenndist að því að hér mættust bestu varnarliðin. Við lékum mjög góðan varnarleik allan tímann. Það var smá ójafnvægi í byrjun þegar þær spiluðu sjö á móti sex. Það leystum við síðan ágætlega og Elín Jóna (Þorsteinsdóttir) varði frábærlega í leiknum. „Heilt yfir gat þetta fallið á einu marki þegar uppi er staðið,“ sagði Óskar. Á þeim kafla sem Fram náði góðu forskoti í fyrri hálfleik vantaði upp á baráttuna hjá Haukum en í seinni hálfleik var mikil barátta í liðinu og vantaði í raun aðeins herslumuninn að liðið yrði annað liðið til að taka stig af Fram á leiktíðinni. „Stelpurnar spiluðu varnarleikinn af gríðarlegri orku og ef það sem við sýndum varnarlega í seinni hálfleik er það sem koma skal þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“ Haukar eru nú sjö stigum á eftir Fram á toppnum þegar deildin er rétt að verða hálfnuð og ljóst að erfitt verður fyrir Hauka á ná toppliðinu úr þessu. „Við lögðum þetta þannig upp að til að eiga möguleika á toppnum þá þarf að vinna Fram einhvern tíman, einhver þarf að gera það,“ sagði Óskar.Óskar á hliðarlínunni í kvöld.vísir/antonvísir/anton Olís-deild kvenna Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Fram vann Hauka 17-16 í fyrsta leik tíundu umferðar Olís deildar kvenna í handbolta á heimavelli í kvöld. Fram lék frábæran varnarleik í leiknum og lagði hann grunninn að sigrinum. Fyrir aftan vörnina var Guðrún Ósk Maríasdóttir öflug í markinu.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Safamýrinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Fram tók frumkvæðið í leiknum mjög snemma og var aldrei undir í leiknum. Liðið breytti stöðunni úr 3-3 í 7-3 þegar 18 mínútur voru liðnar og var yfir það sem eftir lifði leiks. Staðan í háfleik var 12-7. Það tók Fram tæpar átta mínútur að skora fyrsta mark sitt í seinni hálfleiks en Haukar náðu þó aðeins að minnka muninn í þrjú mörk. Haukar náðu mest að minnka muninn í tvö mörk þegar rúmar 10 mínútur voru eftir af leiknum og í eitt mark þegar skammt var eftir. Liðið fékk tvö tækifæri til að ná jafntefli en náði í hvorugt skiptið góðu skoti Í kvöld mættust liðin sem hafa fengið fæst mörk á sig í deildinni og sást það á leiknum. Varnir beggja liða voru sterkar og markverðirnir góðir. Elín Jóna Þorsteinsdóttir hélt Haukum lengi inni í leiknum þegar samherjar hennar áttu í vandræðum í sóknarleiknum. Elín varði fjölda dauðafæra í leiknum. Það segir sína sögu að Fram tókst að landa sigri þrátt fyrir að skora aðeins fimm mörk í seinni hálfleik. Fram styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar. Liðið er með 19 stig í 10 leikjum á toppnum en Haukar eru í þriðja sæti sjö stigum á eftir.Guðrún Ósk hefur spilað frábærlega í vetur.vísir/eyþórGuðrún Ósk: Mjög ánægðar á toppnum Guðrún Ósk Maríasdóttir fór mikinn í marki Fram og var að vonum ánægð með níunda sigur Fram í tíu leikjum í deildinni. „Þetta er lítið skor en margir handboltaleikir snúast um varnarleikinn og það var þannig í kvöld,“ sagði Guðrún um lágt skor í leiknum. „Það er ótrúlegt að vinnum þrátt fyrir að skora bara fimm mörk í seinni hálfleik. Bæði lið klikkuðu á einföldum færum. Kannski spilaði þreyta inn í. „Við reynum að leggja upp með að fá frekar langskot en dauðafæri á okkur,“ sagði Guðrún. Fram er með sex stiga forystu á toppi deildarinnar eftir 10 leiki en Stjarnan sem er í öðru sæti á þó leik til góða. „Við erum mjög ánægðar á toppnum og viljum halda okkur þar.“Óskar: Einhver þarf að vinna Fram Óskar Ármannsson þjálfari Hauka var ánægður með varnarleik síns liðs í kvöld þó hann hefði viljað sjá liðið gera betur í sókninni. Það er í raun ótrúlegt að liðið fái ekki stig þegar andstæðingurinn skorar aðeins fimm mörk í seinni hálfleik. „Sóknarleikurinn var ekki burðugur allan leikinn. Þegar upp er staðið gerðum við ekki nóg þar til að klára þennan leik,“ sagði Óskar. „Leikurinn einkenndist að því að hér mættust bestu varnarliðin. Við lékum mjög góðan varnarleik allan tímann. Það var smá ójafnvægi í byrjun þegar þær spiluðu sjö á móti sex. Það leystum við síðan ágætlega og Elín Jóna (Þorsteinsdóttir) varði frábærlega í leiknum. „Heilt yfir gat þetta fallið á einu marki þegar uppi er staðið,“ sagði Óskar. Á þeim kafla sem Fram náði góðu forskoti í fyrri hálfleik vantaði upp á baráttuna hjá Haukum en í seinni hálfleik var mikil barátta í liðinu og vantaði í raun aðeins herslumuninn að liðið yrði annað liðið til að taka stig af Fram á leiktíðinni. „Stelpurnar spiluðu varnarleikinn af gríðarlegri orku og ef það sem við sýndum varnarlega í seinni hálfleik er það sem koma skal þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“ Haukar eru nú sjö stigum á eftir Fram á toppnum þegar deildin er rétt að verða hálfnuð og ljóst að erfitt verður fyrir Hauka á ná toppliðinu úr þessu. „Við lögðum þetta þannig upp að til að eiga möguleika á toppnum þá þarf að vinna Fram einhvern tíman, einhver þarf að gera það,“ sagði Óskar.Óskar á hliðarlínunni í kvöld.vísir/antonvísir/anton
Olís-deild kvenna Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira