Trump skipar í þrjár mikilvægar stöður Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2016 15:00 Michael Flynn, Jeff Sessions og Mike Pompeo. Vísir Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa skipað þrjá menn í mikilvægar stöður í ríkisstjórn sinni. Um er að ræða stöður dómsmálaráðherra, þjóðaröryggisráðgjafa og yfirmann CIA.Samkvæmt heimildum fjölmiðla ytra verður öldungadeildarþingmaðurinn Jeff Sessions dómsmálaráðherra. Þingmaðurinn Mike Pompeo verður yfirmaður CIA og Michael Flynn verður þjóðaröryggisráðgjafi.Sessions hefur staðið dyggilega við bakið á Trump í kosningabaráttunni, en hann hefur einnig látið falla umdeild ummæli um innflytjendur og hefur verið gagnrýndur fyrir það. Hann er mótfallinn því að ólöglegum innflytjendum verði boðin leið að ríkisborgararrétti og hefur tekið vel undir hugmyndir Trump að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Ted Cruz, mótframbjóðandi Trump, hafði verið orðaður við stöðuna en samkvæmt Bloomberg hringdi aðstoðarmaður Trump í Cruz og sagði honum frá því að Sessions yrði skipaður í stöðuna.Mike Pompeo er þingmaður frá Kansas og fyrrum hermaður. Hann er íhaldssamur Repúblikani og harður andstæðingur kjarnorkusamkomulagsins við Íran. Pompeo situr í leyniþjónustunefnd þingsins og var virkur í rannsókn þingsins á árásinni í Benghazi og gagnrýndi hann Hillary Clinton harðlega.Michael Flynn er fyrrum hershöfðingi og einn af nánustu bandamönnum Donald Trump. Hann er sagður segja hlutina tæpitungulaust en var rekinn frá leyniþjónustunni DIA árið 2014 eftir að hann reyndi að hrista upp í stofnuninni og draga úr skriffinsku.Samkvæmt Reuters hefur honum verið lýst sem gáfuðum manni með takmarkaða stjórnunarhæfileika. Hann var harðlega gagnrýndur þegar hann dreifði ráðleggingum meðal starfsmanna DIA um klæðnað þeirra. Þar var stungið upp á viðmiðunarreglum fyrir karlkyns og kvenkyns starfsmenn og fólk var hvatt til að hafa líkamstýpu sína í huga við fataval. Þá voru konur hvattar til þess að nota farða þar sem farði gerði konur „meira aðlaðandi“. Demókratinn Adam Schiff, sem er æðsti þingmaður flokksins í leyniþjónustunefnd þingsins, segir að Trump þurfi ráðgjafa sem hafi betri skapgerð en Flynn. Einhvern sem geti dregið úr hvatvísi Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa skipað þrjá menn í mikilvægar stöður í ríkisstjórn sinni. Um er að ræða stöður dómsmálaráðherra, þjóðaröryggisráðgjafa og yfirmann CIA.Samkvæmt heimildum fjölmiðla ytra verður öldungadeildarþingmaðurinn Jeff Sessions dómsmálaráðherra. Þingmaðurinn Mike Pompeo verður yfirmaður CIA og Michael Flynn verður þjóðaröryggisráðgjafi.Sessions hefur staðið dyggilega við bakið á Trump í kosningabaráttunni, en hann hefur einnig látið falla umdeild ummæli um innflytjendur og hefur verið gagnrýndur fyrir það. Hann er mótfallinn því að ólöglegum innflytjendum verði boðin leið að ríkisborgararrétti og hefur tekið vel undir hugmyndir Trump að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Ted Cruz, mótframbjóðandi Trump, hafði verið orðaður við stöðuna en samkvæmt Bloomberg hringdi aðstoðarmaður Trump í Cruz og sagði honum frá því að Sessions yrði skipaður í stöðuna.Mike Pompeo er þingmaður frá Kansas og fyrrum hermaður. Hann er íhaldssamur Repúblikani og harður andstæðingur kjarnorkusamkomulagsins við Íran. Pompeo situr í leyniþjónustunefnd þingsins og var virkur í rannsókn þingsins á árásinni í Benghazi og gagnrýndi hann Hillary Clinton harðlega.Michael Flynn er fyrrum hershöfðingi og einn af nánustu bandamönnum Donald Trump. Hann er sagður segja hlutina tæpitungulaust en var rekinn frá leyniþjónustunni DIA árið 2014 eftir að hann reyndi að hrista upp í stofnuninni og draga úr skriffinsku.Samkvæmt Reuters hefur honum verið lýst sem gáfuðum manni með takmarkaða stjórnunarhæfileika. Hann var harðlega gagnrýndur þegar hann dreifði ráðleggingum meðal starfsmanna DIA um klæðnað þeirra. Þar var stungið upp á viðmiðunarreglum fyrir karlkyns og kvenkyns starfsmenn og fólk var hvatt til að hafa líkamstýpu sína í huga við fataval. Þá voru konur hvattar til þess að nota farða þar sem farði gerði konur „meira aðlaðandi“. Demókratinn Adam Schiff, sem er æðsti þingmaður flokksins í leyniþjónustunefnd þingsins, segir að Trump þurfi ráðgjafa sem hafi betri skapgerð en Flynn. Einhvern sem geti dregið úr hvatvísi Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira