Tímamót í tónheimum Jakob Frímann Magnússon og Víkingur Heiðar Ólafsson skrifar 28. október 2016 07:00 Á miðju sl. ári tóku undirritaðir sig saman um að rita grein á þessum vettvangi um nýja námsmöguleika á framhaldsskólastigi fyrir þá sem kjósa að leggja tónlistina fyrir sig, en í mennta- og menningarmálaráðuneyti hafði þá um hríð staðið yfir skoðun á nýbreytni af þeim toga. Lýstum við einlægum áhuga á framgangi slíkra hugmynda og hefðum báðir á sínum tíma vissulega kosið að geta átt kost á slíku námi hérlendis. Í niðurlagi greinarinnar gátum við þess hve merk tímamót slíkur skóli gæti markað í íslensku tónlistarlífi og menntun tónlistarnemenda. Það eru því mikil gleðitíðindi að þetta skuli nú hafa gengið farsællega eftir og að frá og með næsta skólaári standi tónlistarnemendum hérlendis til boða ný námsbraut sem gerir þeim kleift að ljúka framhaldsskólanámi í einum sameinuðum skóla með tónlist sem aðalfag. Þetta þarfa og tímabæra framtak mun þegar hjá líður standa sem einn af merkustu bautasteinum ráðherratíðar Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, sem kveður nú stjórnmálin eftir glæstan feril. Hann hefur að auki m.a. beitt sér fyrir auknum framlögum til Sinfóníuhljómsveitar Íslands, stofnun nýs Hljóðritasjóðs, endurreisn Innheimtumiðstöðvar gjalda af höfundarvörðu efni, stutt myndarlega við Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, þ.m.t. Útflutningsjóð íslenskrar tónlistar, tryggt Íslensku óperunni rekstrarframlög til 5 ára og almennt reynst stétt tónlistarfólks og tónlistarunnenda afar öflugur haukur í horni. Um leið og við kveðjum þennan atorkusama atfylgismann hinna skapandi greina, viljum við þakka öll þau góðu verk sem unnin hafa verið í þágu greinarinnar undir hans forystu og leiða munu til vaxandi blómgunar og velsældar í íslensku tónlistarlífi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á miðju sl. ári tóku undirritaðir sig saman um að rita grein á þessum vettvangi um nýja námsmöguleika á framhaldsskólastigi fyrir þá sem kjósa að leggja tónlistina fyrir sig, en í mennta- og menningarmálaráðuneyti hafði þá um hríð staðið yfir skoðun á nýbreytni af þeim toga. Lýstum við einlægum áhuga á framgangi slíkra hugmynda og hefðum báðir á sínum tíma vissulega kosið að geta átt kost á slíku námi hérlendis. Í niðurlagi greinarinnar gátum við þess hve merk tímamót slíkur skóli gæti markað í íslensku tónlistarlífi og menntun tónlistarnemenda. Það eru því mikil gleðitíðindi að þetta skuli nú hafa gengið farsællega eftir og að frá og með næsta skólaári standi tónlistarnemendum hérlendis til boða ný námsbraut sem gerir þeim kleift að ljúka framhaldsskólanámi í einum sameinuðum skóla með tónlist sem aðalfag. Þetta þarfa og tímabæra framtak mun þegar hjá líður standa sem einn af merkustu bautasteinum ráðherratíðar Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, sem kveður nú stjórnmálin eftir glæstan feril. Hann hefur að auki m.a. beitt sér fyrir auknum framlögum til Sinfóníuhljómsveitar Íslands, stofnun nýs Hljóðritasjóðs, endurreisn Innheimtumiðstöðvar gjalda af höfundarvörðu efni, stutt myndarlega við Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, þ.m.t. Útflutningsjóð íslenskrar tónlistar, tryggt Íslensku óperunni rekstrarframlög til 5 ára og almennt reynst stétt tónlistarfólks og tónlistarunnenda afar öflugur haukur í horni. Um leið og við kveðjum þennan atorkusama atfylgismann hinna skapandi greina, viljum við þakka öll þau góðu verk sem unnin hafa verið í þágu greinarinnar undir hans forystu og leiða munu til vaxandi blómgunar og velsældar í íslensku tónlistarlífi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar