Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Í önnum dagsins berast okkur reglulega fréttir af válegum atburðum. Atburðum sem setja mark á þá er fyrir þeim verða – jafnvel til lífstíðar. Við finnum til samkenndar með þeim sem hlut eiga að máli en fljótt reikar hugurinn annað. Þrátt fyrir að athygli samborgaranna sé ekki lengur til staðar þá eru á bak við öll váleg tíðindi einstaklingar sem sitja eftir með afleiðingarnar. Einstaklingar sem orðið hafa fyrir áfalli þar sem öryggi þeirra, heilsu og jafnvel lífi var ógnað á einhvern hátt. Á þeim stundum reynir á samfélagið okkar og þann mannauð sem þar starfar við það að sjá til þess að skaðinn verði sem minnstur og að viðkomandi fái þá aðstoð sem hann þarf á að halda. Störf viðbragðsaðila eru fjölbreytt og aðkoma þeirra mismunandi, en eitt eiga þeir sameiginlegt, þ.e. að þeirra nýtur við þegar áföll knýja dyra. Einn af þessum viðbragðsaðilum er lögreglan og getur aðkoma hennar varað allt frá augnablikinu rétt eftir tilkynningu atviks þar til málinu er lokið fyrir dómi. Samskipti lögreglu við brotaþola, aðstandendur og hugsanlegan geranda geta varað í þó nokkurn tíma. Fyrir lögreglumann að koma að og taka þátt í lífi fólks á þeirri stundu sem það er hvað berskjaldaðast getur reynt á og haft áhrif á hann sem einstakling allt hans líf. Að sinna krefjandi og oft á tíðum erfiðum verkefnum sem snúa að velferð skjólstæðinga kallar á það að viðkomandi sé í stakk búinn til að koma að verkefninu og leysa það á sem farsælastan hátt. Þess vegna er svo mikilvægt að viðkomandi hafi aðstæður til að vaxa og dafna í starfi sem reynir á, er streituvaldandi og gerir kröfu um þekkingu, skilning, jákvætt hugarfar og seiglu. Auður fyrir samfélagið Hér á landi höfum við aðgang að öflugum og færum einstaklingum sem sinna viðbragðsþjónustu. Í því felst mikill auður fyrir samfélagið og það er mikilvægt að hlúð sé að þeim sem sinna slíkum störfum. Nauðsynlegt er að viðbragðsaðilar hafi aðgang að stuðningi, fræðslu og þjálfun sem gerir þeim kleift að sinna sínu starfi á sem bestan hátt. Þar er einna mikilvægast að þeir fái fræðslu um hugsanlegar afleiðingar starfa þeirra á þá sjálfa og leiðir til að takast á við þær afleiðingar. Því er sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila einn af þeim þáttum sem stuðlar að því að þeir sem starfa við neyðarþjónustu þrífist sem best. Því er ánægjulegt að Landssamband lögreglumanna, Neyðarlínan, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Rauði kross Íslands, Landhelgisgæsla Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Háskólinn í Reykjavík og Sálfræðingarnir Lynghálsi, www.salfraedingarnir.is, standi fyrir ráðstefnu á Hótel Nordica 2. til 4. nóvember næstkomandi sem ber yfirskriftina „Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu“. Ráðstefnan er mikilvægt innlegg í umræðuna um stuðning við viðbragðsaðila og eru allir þeir sem gegna slíkum störfum eindregið hvattir til að mæta. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður B. Ægisdóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Í önnum dagsins berast okkur reglulega fréttir af válegum atburðum. Atburðum sem setja mark á þá er fyrir þeim verða – jafnvel til lífstíðar. Við finnum til samkenndar með þeim sem hlut eiga að máli en fljótt reikar hugurinn annað. Þrátt fyrir að athygli samborgaranna sé ekki lengur til staðar þá eru á bak við öll váleg tíðindi einstaklingar sem sitja eftir með afleiðingarnar. Einstaklingar sem orðið hafa fyrir áfalli þar sem öryggi þeirra, heilsu og jafnvel lífi var ógnað á einhvern hátt. Á þeim stundum reynir á samfélagið okkar og þann mannauð sem þar starfar við það að sjá til þess að skaðinn verði sem minnstur og að viðkomandi fái þá aðstoð sem hann þarf á að halda. Störf viðbragðsaðila eru fjölbreytt og aðkoma þeirra mismunandi, en eitt eiga þeir sameiginlegt, þ.e. að þeirra nýtur við þegar áföll knýja dyra. Einn af þessum viðbragðsaðilum er lögreglan og getur aðkoma hennar varað allt frá augnablikinu rétt eftir tilkynningu atviks þar til málinu er lokið fyrir dómi. Samskipti lögreglu við brotaþola, aðstandendur og hugsanlegan geranda geta varað í þó nokkurn tíma. Fyrir lögreglumann að koma að og taka þátt í lífi fólks á þeirri stundu sem það er hvað berskjaldaðast getur reynt á og haft áhrif á hann sem einstakling allt hans líf. Að sinna krefjandi og oft á tíðum erfiðum verkefnum sem snúa að velferð skjólstæðinga kallar á það að viðkomandi sé í stakk búinn til að koma að verkefninu og leysa það á sem farsælastan hátt. Þess vegna er svo mikilvægt að viðkomandi hafi aðstæður til að vaxa og dafna í starfi sem reynir á, er streituvaldandi og gerir kröfu um þekkingu, skilning, jákvætt hugarfar og seiglu. Auður fyrir samfélagið Hér á landi höfum við aðgang að öflugum og færum einstaklingum sem sinna viðbragðsþjónustu. Í því felst mikill auður fyrir samfélagið og það er mikilvægt að hlúð sé að þeim sem sinna slíkum störfum. Nauðsynlegt er að viðbragðsaðilar hafi aðgang að stuðningi, fræðslu og þjálfun sem gerir þeim kleift að sinna sínu starfi á sem bestan hátt. Þar er einna mikilvægast að þeir fái fræðslu um hugsanlegar afleiðingar starfa þeirra á þá sjálfa og leiðir til að takast á við þær afleiðingar. Því er sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila einn af þeim þáttum sem stuðlar að því að þeir sem starfa við neyðarþjónustu þrífist sem best. Því er ánægjulegt að Landssamband lögreglumanna, Neyðarlínan, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Rauði kross Íslands, Landhelgisgæsla Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Háskólinn í Reykjavík og Sálfræðingarnir Lynghálsi, www.salfraedingarnir.is, standi fyrir ráðstefnu á Hótel Nordica 2. til 4. nóvember næstkomandi sem ber yfirskriftina „Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu“. Ráðstefnan er mikilvægt innlegg í umræðuna um stuðning við viðbragðsaðila og eru allir þeir sem gegna slíkum störfum eindregið hvattir til að mæta. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar