Hættulegt kosningarloforð Árni Árnason skrifar 13. október 2016 07:00 Þann draum að bjóða upp aflaheimildir og stórauka þannig tekjur ríkissjóðs má finna í stefnuskrám sumra stjórnmálaflokka fyrir komandi alþingiskosningar. Þessi hugmynd hljómar eflaust vel í eyrum þeirra sem ekki þekkja til þess kerfis sem nú er við lýði en þegar málið er betur skoðað kemur í ljós að draumurinn er tálsýn ein. Frá því að fiskstjórnunarkerfið var fyrst sett á, þar sem veiðiheimildum var úthlutað út frá viðmiðum veiðiáranna á undan, hefur mikið breyst, enda þróast kerfi eðli máls samkvæmt til hins betra eftir því sem árin líða. Sú ákvörðun Alþingis að lögfesta ákvæði sem heimilaði eigendum veiðiheimilda að selja þær frá sér hefur löngu náð markmiði sínu, þ.e. að vernda fiskistofnana við strendur Íslands og koma á stærðarhagkvæmni í greininni. Raunar hefur fyrrnefnt ákvæði haft slík jákvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg að aðrar greinar myndu gera vel að taka sér það til fyrirmyndar. Umræðan sem nú er í gangi um að afnema gjafakerfið (eins og sumir kjósa að kalla það) og færa þjóðinni auðlindina aftur er á villigötum. Sú útgerð eða trillukarl sem fékk úthlutun á sínum tíma og á ennþá þær veiðiheimildir sem þá voru veittar eru vandfundin. Veiðiheimildir hafa gengið kaupum og sölum frá upphafi. Sala á þeim veitti sumum, sem staðið höfðu ölduna svo áratugum skipti, leið út. Framsalið veitti mönnum jafnframt frelsi til að leita á ný mið.Miklar skuldbindingar Þær útgerðir sem starfandi eru í dag hafa farið í veigamiklar fjárfestingar til að ná til sín heimildum. Eitt tonn af þorski kostar um 2,4 milljónir. Meðalstór línubátur getur landað sirka 12 tonnum, sem segir okkur að heimildin fyrir einum róðri á góðri vertíð á slíkum bát kostar um 28,8 milljónir. Þá eru eftir greiðslur af bátnum sjálfum sem hlaupa á milljónum, launakostnaður, beita og annað tilfallandi. Þá er ekki sagan öll sögð, því verð á fiskmörkuðum ræður því hvaða tekjur hljótast af róðrinum. Að sjálfsögðu endurnýjast aflaheimildir einu sinni á ári, en talið er að kaupandi aflaheimilda geti verið allt að tíu ár að greiða fyrir þær. Skuldbindingar íslenskra útgerða eru miklar. Flestar útgerðir hafa lagt veiðiheimildir að veði hjá bönkum til að eiga möguleika á að starfa. Hvernig á ríkið að taka þær til baka? Hvernig á að tryggja að útgerðir standi í báða fætur án veiðiheimilda? Standa við skuldbindingar sínar og að auki að leigja af ríkinu heimildirnar á nýjan leik? Það að stjórnmálaflokkar leggi fram slík loforð er mjög ábyrgðarlaust. Í raun er verið að boða hrinu gjaldþrota innan sjávarútvegsins, sem gæti líklega orðið stærri skellur fyrir þjóðarbúið en bankahrunið, sem við hugsum enn með hryllingi til. Brýnt er að fólk kynni sér vel stöðu sjávarútvegsins og framkvæmd fiskveiðistjórnunarkerfisins því þær efnahagsógöngur sem blasa við ef draumar sumra stjórnmálaflokka verða að veruleika, munu reynast martröð fyrir þjóðina alla.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þann draum að bjóða upp aflaheimildir og stórauka þannig tekjur ríkissjóðs má finna í stefnuskrám sumra stjórnmálaflokka fyrir komandi alþingiskosningar. Þessi hugmynd hljómar eflaust vel í eyrum þeirra sem ekki þekkja til þess kerfis sem nú er við lýði en þegar málið er betur skoðað kemur í ljós að draumurinn er tálsýn ein. Frá því að fiskstjórnunarkerfið var fyrst sett á, þar sem veiðiheimildum var úthlutað út frá viðmiðum veiðiáranna á undan, hefur mikið breyst, enda þróast kerfi eðli máls samkvæmt til hins betra eftir því sem árin líða. Sú ákvörðun Alþingis að lögfesta ákvæði sem heimilaði eigendum veiðiheimilda að selja þær frá sér hefur löngu náð markmiði sínu, þ.e. að vernda fiskistofnana við strendur Íslands og koma á stærðarhagkvæmni í greininni. Raunar hefur fyrrnefnt ákvæði haft slík jákvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg að aðrar greinar myndu gera vel að taka sér það til fyrirmyndar. Umræðan sem nú er í gangi um að afnema gjafakerfið (eins og sumir kjósa að kalla það) og færa þjóðinni auðlindina aftur er á villigötum. Sú útgerð eða trillukarl sem fékk úthlutun á sínum tíma og á ennþá þær veiðiheimildir sem þá voru veittar eru vandfundin. Veiðiheimildir hafa gengið kaupum og sölum frá upphafi. Sala á þeim veitti sumum, sem staðið höfðu ölduna svo áratugum skipti, leið út. Framsalið veitti mönnum jafnframt frelsi til að leita á ný mið.Miklar skuldbindingar Þær útgerðir sem starfandi eru í dag hafa farið í veigamiklar fjárfestingar til að ná til sín heimildum. Eitt tonn af þorski kostar um 2,4 milljónir. Meðalstór línubátur getur landað sirka 12 tonnum, sem segir okkur að heimildin fyrir einum róðri á góðri vertíð á slíkum bát kostar um 28,8 milljónir. Þá eru eftir greiðslur af bátnum sjálfum sem hlaupa á milljónum, launakostnaður, beita og annað tilfallandi. Þá er ekki sagan öll sögð, því verð á fiskmörkuðum ræður því hvaða tekjur hljótast af róðrinum. Að sjálfsögðu endurnýjast aflaheimildir einu sinni á ári, en talið er að kaupandi aflaheimilda geti verið allt að tíu ár að greiða fyrir þær. Skuldbindingar íslenskra útgerða eru miklar. Flestar útgerðir hafa lagt veiðiheimildir að veði hjá bönkum til að eiga möguleika á að starfa. Hvernig á ríkið að taka þær til baka? Hvernig á að tryggja að útgerðir standi í báða fætur án veiðiheimilda? Standa við skuldbindingar sínar og að auki að leigja af ríkinu heimildirnar á nýjan leik? Það að stjórnmálaflokkar leggi fram slík loforð er mjög ábyrgðarlaust. Í raun er verið að boða hrinu gjaldþrota innan sjávarútvegsins, sem gæti líklega orðið stærri skellur fyrir þjóðarbúið en bankahrunið, sem við hugsum enn með hryllingi til. Brýnt er að fólk kynni sér vel stöðu sjávarútvegsins og framkvæmd fiskveiðistjórnunarkerfisins því þær efnahagsógöngur sem blasa við ef draumar sumra stjórnmálaflokka verða að veruleika, munu reynast martröð fyrir þjóðina alla.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun